Sonur Öldu stunginn sex sinnum í bakið: „Þakklát að hann sé á lífi“ Snorri Másson skrifar 6. mars 2022 11:56 Alda Lárusdóttir fékk þær fréttir á laugardagsmorgun að sonur hennar hefði verið stunginn ítrekað í miðbæ Reykjavíkur um nóttina. Aðsend mynd Íslenskur karlmaður liggur á sjúkrahúsi eftir að hann lenti í alvarlegri stunguárás í miðbæ Reykjavíkur um helgina. Móðir hans, Alda Lárusdóttir, segir mildi að ekki hafi farið verr. Mikill erill hefur verið í miðbænum frá því að sóttvarnatakmörkunum var aflétt. Föstudagskvöld var engin undantekning - en það kvöld snerist þó að lokum upp í martröð fyrir son Öldu Lárusdóttur. Hann hafði lent í smávægilegum útistöðum við hóp manna fyrr um kvöldið, sem svo virtist lokið, en þeir sneru svo aftur skömmu síðar. „Þeir koma svo að honum og segja já þetta var hann. Og byrja svo að króa hann af og láta höggin dynja á honum. Hann átti sér ekki von, einn fór fyrir framan hann og einn fyrir aftan hann. Hann heldur að það sé bara verið að berja hann svona fast í bakið. Nei, þá var bara búið að stinga hann sex sinnum. Hann rambar af stað og var ekki alveg að átta sig á þessu, finnur að það er eitthvað rosalega mikið í gangi. Hann rambar bara á sjúkrabíl niður í bæ: Bara þið verðið að hleypa mér inn,“ segir Alda í samtali við fréttastofu. Líðan mannsins er nú stöðug, en hann er aðeins tvítugur að aldri. Enginn vandræðaunglingur, segir Alda - og þeim mun meira áfall að fá þessar fréttir. „Ég heyrði þetta náttúrulega bara um morguninn. Ég var að keyra, stoppa bílinn, er með móður minni, og svo bara sátum við þarna grenjandi í bílnum í tuttugu mínútur að reyna að melta þetta. Sjokkið var alveg svakalegt,“ segir Alda. „Það er bara gott að hann er lifandi. Maður er náttúrulega þakklátur fyrir það." Málið er til rannsóknar hjá lögreglu, sem hefur þó enn ekki haft hendur í hári árásarmannanna. Atvikið átti sér stað nærri Ingólfstorgi. Nokkuð hefur verið fjallað um það að undanförnu, að fólk beitir vopnum í auknum mæli í Reykjavík. „Þetta er bara raunveruleikinn í dag greinilega, maður er alltaf að heyra af einhverjum svona hrylling niðri í bæ,“ segir Alda. Lögreglumál Reykjavík Næturlíf Líkamsárás við 203 Club Mest lesið Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent „Þetta er bara brandarakvöld“ Innlent Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Innlent „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Innlent Hafa núna skrifborð þar sem áður var flugstýri Innlent Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Innlent Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Erlent Fleiri fréttir Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi „Þetta er bara brandarakvöld“ Hafa núna skrifborð þar sem áður var flugstýri Meðalævilengd eykst milli ára og ungbarnadauði minnkar Lést í umferðarslysi við Álfabakka „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Samfylkingin mælist með 27 prósenta fylgi Réðust á og hótuðu starfsmönnum verslunar Engin virkni á gossprungunni en glóð logar í hrauninu Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Borgarstjóra falið að beita sér fyrir því að einkaflug á Reykjavíkurflugvelli fari annað Sækja um leyfi fyrir Kvíslatunguvirkjun Annasamur sólarhringur hjá björgunarsveit Patreksfjarðar Gosið í dag bara smá leki úr kvikuganginum „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Sjá meira
Mikill erill hefur verið í miðbænum frá því að sóttvarnatakmörkunum var aflétt. Föstudagskvöld var engin undantekning - en það kvöld snerist þó að lokum upp í martröð fyrir son Öldu Lárusdóttur. Hann hafði lent í smávægilegum útistöðum við hóp manna fyrr um kvöldið, sem svo virtist lokið, en þeir sneru svo aftur skömmu síðar. „Þeir koma svo að honum og segja já þetta var hann. Og byrja svo að króa hann af og láta höggin dynja á honum. Hann átti sér ekki von, einn fór fyrir framan hann og einn fyrir aftan hann. Hann heldur að það sé bara verið að berja hann svona fast í bakið. Nei, þá var bara búið að stinga hann sex sinnum. Hann rambar af stað og var ekki alveg að átta sig á þessu, finnur að það er eitthvað rosalega mikið í gangi. Hann rambar bara á sjúkrabíl niður í bæ: Bara þið verðið að hleypa mér inn,“ segir Alda í samtali við fréttastofu. Líðan mannsins er nú stöðug, en hann er aðeins tvítugur að aldri. Enginn vandræðaunglingur, segir Alda - og þeim mun meira áfall að fá þessar fréttir. „Ég heyrði þetta náttúrulega bara um morguninn. Ég var að keyra, stoppa bílinn, er með móður minni, og svo bara sátum við þarna grenjandi í bílnum í tuttugu mínútur að reyna að melta þetta. Sjokkið var alveg svakalegt,“ segir Alda. „Það er bara gott að hann er lifandi. Maður er náttúrulega þakklátur fyrir það." Málið er til rannsóknar hjá lögreglu, sem hefur þó enn ekki haft hendur í hári árásarmannanna. Atvikið átti sér stað nærri Ingólfstorgi. Nokkuð hefur verið fjallað um það að undanförnu, að fólk beitir vopnum í auknum mæli í Reykjavík. „Þetta er bara raunveruleikinn í dag greinilega, maður er alltaf að heyra af einhverjum svona hrylling niðri í bæ,“ segir Alda.
Lögreglumál Reykjavík Næturlíf Líkamsárás við 203 Club Mest lesið Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent „Þetta er bara brandarakvöld“ Innlent Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Innlent „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Innlent Hafa núna skrifborð þar sem áður var flugstýri Innlent Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Innlent Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Erlent Fleiri fréttir Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi „Þetta er bara brandarakvöld“ Hafa núna skrifborð þar sem áður var flugstýri Meðalævilengd eykst milli ára og ungbarnadauði minnkar Lést í umferðarslysi við Álfabakka „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Samfylkingin mælist með 27 prósenta fylgi Réðust á og hótuðu starfsmönnum verslunar Engin virkni á gossprungunni en glóð logar í hrauninu Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Borgarstjóra falið að beita sér fyrir því að einkaflug á Reykjavíkurflugvelli fari annað Sækja um leyfi fyrir Kvíslatunguvirkjun Annasamur sólarhringur hjá björgunarsveit Patreksfjarðar Gosið í dag bara smá leki úr kvikuganginum „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Sjá meira