Besta lið NBA-deildarinnar mætir laskað til leiks gegn meisturum Milwaukee Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 6. mars 2022 11:15 Chris Paul verður ekki með Suns í kvöld. AP Photo/Matt York Klukkan 20.30 mætast NBA-meistarar Milwaukee Bucks og það lið sem er með bestan árangur til þessa í deildinni, Phoenix Suns. Hér gæti verið um að ræða liðin sem munu leika til úrslita í vor en Suns mætir hins vegar laskað til leiks í kvöld. Milwaukee Bucks er sem stendur í 3. sæti Austurdeildar með 39 sigra eftir 64 leiki, líkt og Chicago Bulls. Það virðast flestir sérfræðingar vera á því að Miami Heat endi í efsta sæti Austursins en það væri glapræði að vanmeta meistara Milwaukee Bucks. Liðið vann góðan sigur á Bulls í síðasta leik og lagði áðurnefnt Miami í leiknum þar á undan. Í kvöld er svo leikur gegn besta liði NBA-deildarinnar á dagskrá. Sigur hér gæti komið liðinu heldur betur af stað en stærstu lið deildarinnar eru nú að skipta um gír og farin að undirbúa sig fyrir úrslitakeppnina. Leikmenn Bucks eru að slípast betur saman og það er ljóst að lið með Giannis Antetokounmpo er til alls líklegt. Þá er Jrue Holiday með vanmetnari leikmönnum deildarinnar, Khris Middleton er betri en flestir og gamla brýnið Brook Lopez er svo þarna til að miðla reynslu. Giannis í leik gegn Suns í febrúar.Chris Coduto/Getty Images Suns eru á sama tíma í efsta sæti Vesturdeildar með besta árangur allra liða í NBA-deildinni. Liðið er hins vegar án tveggja sinna sterkustu manna, þeirra Chris Paul og Devin Booker. Það breytir þó ekki því að mögulega erum við að fá sjá þau tvö lið sem munu spila til úrslita í NBA-deildinni í vor. „Það er alveg möguleiki að við séum að sjá liðin sem eru að leika til úrslita í NBA-deildinni í vor en þau verða ekki þannig skipuð. Chris Paul er meiddur á hendi og kemur aftur eftir svona mánuð. Þá er Devin Booker með veiruna skæðu. Booker verður ekki heldur með í kvöld.Christian Petersen/Getty Images Það er ekkert ólíklegt að við fáum Suns og Bucks í úrslitum en þetta er ekki Suns-liðið sem mun spila í úrslitakeppninni,“ sagði Sigurður Orri Kristjánsson, sérlegur körfubolta sérfræðingur Stöðvar 2 Sport um leik kvöldsins. Leikurinn verður í beinni útsendingu Stöðvar 2 Sport 2 klukkan 20.30. Það verður spennandi að sjá hvað Sólirnar gera án sinna heitustu manna. Hirtirnir frá Milwaukee virðast í fantaformi eftir tvo magnaða sigra í röð. Að leggja besta lið deildarinnar myndi sýna og sanna að liðið er meira en tilbúið í að verja titil sinn. NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Körfubolti NBA Mest lesið Van Gerwen kemur trans konunni til varnar: „Þetta er svo sárt“ Sport Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Enski boltinn Fundað um framtíð Guardiola í vikunni Enski boltinn Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Körfubolti Gagnrýnir blaðamann sem gerði grín að útliti hennar Sport „Ég bað ekki um fjögur stig en fékk fjögur stig“ Sport Íslandsmeistarinn úr leik og þrettán ára gutti stal senunni Sport „Ég vil ekki deyja í sjúkrarúmi heldur í hringnum“ Sport Arteta svekktur eftir jafntefli á Brúnni: „Snýst um að vinna“ Enski boltinn Nistelrooy þakklátur en veit ekki hvað tekur nú við Enski boltinn Fleiri fréttir „Hef meiri áhyggjur af þessu með Kára“ Kallaði Giannis barn eftir að hann neitaði að taka í höndina á honum Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Körfuboltakvöld: Tilþrif 6. umferðar Uppgjörið: Ísland - Rúmenía 77-73 | Fyrsti sigur íslenska liðsins í tvö ár Fullkominn og frábær leikur Tryggvi dugði ekki Teitur og Sævar fóru fögrum orðum um Kane í Körfuboltakvöldi Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Grindavík fær 35 þúsund króna sekt vegna háttsemi Kane Sendu Bronny James niður í G-deild og allir miðarnir seldust upp Fyrstir í NBA í níu ár til að vinna tíu fyrstu leiki sína Jónína með þrennu og Ármannsstelpur ósigraðar á toppnum Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“ Álftanes sá til þess að Haukar eru enn án sigurs Uppgjörið: KR - Njarðvík 86-80 | Fyrsti sigur KR-inga á heimavelli Uppgjörið: ÍR - Keflavík 79-91 | Kanalausir Keflvíkingar sáu til þess að ÍR fagnaði ekki fyrsta sigrinum Leik lokið: Höttur - Valur 83-70 | Heimamenn á beinu brautina Gaz-leikur Pavels: „Þurfa ekki ótrúlegir hlutir að gerast“ Körfuboltamennirnir sem Nablinn væri mest til í að taka tali Uppgjörið: Ísland - Slóvakía 70-78 | Svekkjandi tap gegn Slóvakíu Davíð Tómas dæmir landsleik í Helsinki í dag Þreytir frumraun þrítug: „Beðið eftir þessu í tvö ár“ „Verður sérstök stund fyrir hana“ „Þessi takki sem allir halda að Valur sé að fara kveikja á er ekki til“ Ekki spilað eina mínútu en dæmdur í bann Tommi með Nablann í bandi í Keflavík Klikkaði ekki á skoti í fyrsta leik og var stigahæstur „Þessi tími hefur liðið mjög hægt fyrir mér“ Sjá meira
Milwaukee Bucks er sem stendur í 3. sæti Austurdeildar með 39 sigra eftir 64 leiki, líkt og Chicago Bulls. Það virðast flestir sérfræðingar vera á því að Miami Heat endi í efsta sæti Austursins en það væri glapræði að vanmeta meistara Milwaukee Bucks. Liðið vann góðan sigur á Bulls í síðasta leik og lagði áðurnefnt Miami í leiknum þar á undan. Í kvöld er svo leikur gegn besta liði NBA-deildarinnar á dagskrá. Sigur hér gæti komið liðinu heldur betur af stað en stærstu lið deildarinnar eru nú að skipta um gír og farin að undirbúa sig fyrir úrslitakeppnina. Leikmenn Bucks eru að slípast betur saman og það er ljóst að lið með Giannis Antetokounmpo er til alls líklegt. Þá er Jrue Holiday með vanmetnari leikmönnum deildarinnar, Khris Middleton er betri en flestir og gamla brýnið Brook Lopez er svo þarna til að miðla reynslu. Giannis í leik gegn Suns í febrúar.Chris Coduto/Getty Images Suns eru á sama tíma í efsta sæti Vesturdeildar með besta árangur allra liða í NBA-deildinni. Liðið er hins vegar án tveggja sinna sterkustu manna, þeirra Chris Paul og Devin Booker. Það breytir þó ekki því að mögulega erum við að fá sjá þau tvö lið sem munu spila til úrslita í NBA-deildinni í vor. „Það er alveg möguleiki að við séum að sjá liðin sem eru að leika til úrslita í NBA-deildinni í vor en þau verða ekki þannig skipuð. Chris Paul er meiddur á hendi og kemur aftur eftir svona mánuð. Þá er Devin Booker með veiruna skæðu. Booker verður ekki heldur með í kvöld.Christian Petersen/Getty Images Það er ekkert ólíklegt að við fáum Suns og Bucks í úrslitum en þetta er ekki Suns-liðið sem mun spila í úrslitakeppninni,“ sagði Sigurður Orri Kristjánsson, sérlegur körfubolta sérfræðingur Stöðvar 2 Sport um leik kvöldsins. Leikurinn verður í beinni útsendingu Stöðvar 2 Sport 2 klukkan 20.30. Það verður spennandi að sjá hvað Sólirnar gera án sinna heitustu manna. Hirtirnir frá Milwaukee virðast í fantaformi eftir tvo magnaða sigra í röð. Að leggja besta lið deildarinnar myndi sýna og sanna að liðið er meira en tilbúið í að verja titil sinn. NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Körfubolti NBA Mest lesið Van Gerwen kemur trans konunni til varnar: „Þetta er svo sárt“ Sport Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Enski boltinn Fundað um framtíð Guardiola í vikunni Enski boltinn Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Körfubolti Gagnrýnir blaðamann sem gerði grín að útliti hennar Sport „Ég bað ekki um fjögur stig en fékk fjögur stig“ Sport Íslandsmeistarinn úr leik og þrettán ára gutti stal senunni Sport „Ég vil ekki deyja í sjúkrarúmi heldur í hringnum“ Sport Arteta svekktur eftir jafntefli á Brúnni: „Snýst um að vinna“ Enski boltinn Nistelrooy þakklátur en veit ekki hvað tekur nú við Enski boltinn Fleiri fréttir „Hef meiri áhyggjur af þessu með Kára“ Kallaði Giannis barn eftir að hann neitaði að taka í höndina á honum Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Körfuboltakvöld: Tilþrif 6. umferðar Uppgjörið: Ísland - Rúmenía 77-73 | Fyrsti sigur íslenska liðsins í tvö ár Fullkominn og frábær leikur Tryggvi dugði ekki Teitur og Sævar fóru fögrum orðum um Kane í Körfuboltakvöldi Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Grindavík fær 35 þúsund króna sekt vegna háttsemi Kane Sendu Bronny James niður í G-deild og allir miðarnir seldust upp Fyrstir í NBA í níu ár til að vinna tíu fyrstu leiki sína Jónína með þrennu og Ármannsstelpur ósigraðar á toppnum Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“ Álftanes sá til þess að Haukar eru enn án sigurs Uppgjörið: KR - Njarðvík 86-80 | Fyrsti sigur KR-inga á heimavelli Uppgjörið: ÍR - Keflavík 79-91 | Kanalausir Keflvíkingar sáu til þess að ÍR fagnaði ekki fyrsta sigrinum Leik lokið: Höttur - Valur 83-70 | Heimamenn á beinu brautina Gaz-leikur Pavels: „Þurfa ekki ótrúlegir hlutir að gerast“ Körfuboltamennirnir sem Nablinn væri mest til í að taka tali Uppgjörið: Ísland - Slóvakía 70-78 | Svekkjandi tap gegn Slóvakíu Davíð Tómas dæmir landsleik í Helsinki í dag Þreytir frumraun þrítug: „Beðið eftir þessu í tvö ár“ „Verður sérstök stund fyrir hana“ „Þessi takki sem allir halda að Valur sé að fara kveikja á er ekki til“ Ekki spilað eina mínútu en dæmdur í bann Tommi með Nablann í bandi í Keflavík Klikkaði ekki á skoti í fyrsta leik og var stigahæstur „Þessi tími hefur liðið mjög hægt fyrir mér“ Sjá meira
Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“
Uppgjörið: ÍR - Keflavík 79-91 | Kanalausir Keflvíkingar sáu til þess að ÍR fagnaði ekki fyrsta sigrinum