Kaupréttarkerfi fyrir lykilstarfsmenn Icelandair samþykkt Árni Sæberg skrifar 3. mars 2022 23:17 Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair, er einn þeirra sem nú stendur til boða kaupréttur á hlutum í félaginu. Vísir/Vilhelm Aðalfundur Icelandair Group samþykkti í dag tillögu stjórnar félagsins um nýja starfskjarastefnu og kaupréttarkerfi fyrir lykilstarfsmenn. Stjórn félagsins verður heimilt að úthluta allt að 900 milljónum hluta á næstu þremur árum til lykilstarfsmanna. Í tillögu stjórnar um kaupréttarkerfi fyrir framkvæmdastjórn og aðra lykilstarfsmenn kemur fram að stjórn verði heimilt að úthluta allt að 900 milljónum hluta á næstu þremur árum til lykilstarfsmanna. Stjórninni er að hámarki heimilt að úthluta 250 milljónum hluta á þessu ári, að því er segir í tilkynningu félagsins. Á gengi dagsins í dag er virði 900 hluta um 1,7 milljarður króna. Nýting kauprétta getur í fyrsta lagi átt sér stað þremur árum frá úthlutun og er bundin við að viðkomandi starfsmenn verði enn í vinnu hjá félaginu. Virði kauprétta sem úthlutað er árlega til hvers starfsmanns getur að hámarki numið 25 prósent af árslaunum samkvæmt Black Scholes reikningsmódelinu. Við nýtingu kaupréttar er miðað við hlutabréfagengi Icelandair í lok þess dags sem kauprétturinn var veittur og við það bætast 3 prósenta árlegir vextir. Úthlutun færi fram árlega og væri háð frammistöðu viðkomandi starfsmanns á árinu á undan. Aðalfundur samþykkti jafnframt tillögu um að stjórn verði heimilt að auka hlutafé til að úthluta kaupréttarhlutum. Heimila kaup á eigin hlutum Aðalfundur samþykkti einnig tillögu stjórnar um að heimila stjórn kaup á allt að tíu prósent hlutafjár í Icelandair Group. Þá var ársreikningur samþykktur og stjórn kjörin. Einungis fimm buðu sig fram til stjórnar og var hún því sjálfkjörin. Stjórnina skipa: Guðmundur Hafsteinsson John F. Thomas Matthew Evans Nina Jonsson Svafa Grönfeldt Bogi Nils Bogason Guðmundur Hafsteinsson var kjörinn stjórnarformaður og Nina Jonsson varaformaður á stjórnarfundi að aðalfundi loknum. Þá voru þau Helga Árnadóttir og Hjörleifur Pálsson sjálfkjörin í tilnefningarnefnd. Icelandair Kjaramál Fréttir af flugi Vinnumarkaður Tengdar fréttir Stjórn Icelandair vill kaupaukakerfi til að sækja og halda lykilstjórnendum Stjórn Icelandair Group mun leggja til á komandi aðalfundi flugfélagsins að innleitt verði kaupaukakerfi sem felur í sér bæði beinar kaupaukagreiðslur og kauprétti á hlutabréfum félagsins. Þetta kemur fram í fundarboði sem Icelandair sendi út eftir lokun markaða í dag. 10. febrúar 2022 17:27 Icelandair í hættu á að missa lykilstarfsmenn sem fái ekki nægjanlega góð laun Það er mat tilnefningarnefndar Icelandair Group, byggt á viðtölum sem nefndin hefur að undanförnu átt við meðal annars stjórnarmenn flugfélagsins, að þörf sé á öflugri áætlun til að minnka starfsmannaveltu í stjórnunarstöðum hjá fyrirtækinu ásamt því að endurskoða útfærslu starfskjara. 7. febrúar 2022 18:13 Mest lesið Hætta við yfirtökuna Viðskipti innlent Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Viðskipti innlent Falsaði fleiri bréf Viðskipti innlent Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Viðskipti innlent Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Viðskipti innlent Þegar gott slúður í vinnunni gerir gagn Atvinnulíf Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Viðskipti innlent Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Viðskipti innlent Fleiri fréttir Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Minnstu sparisjóðirnir sameinast Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Sjá meira
Í tillögu stjórnar um kaupréttarkerfi fyrir framkvæmdastjórn og aðra lykilstarfsmenn kemur fram að stjórn verði heimilt að úthluta allt að 900 milljónum hluta á næstu þremur árum til lykilstarfsmanna. Stjórninni er að hámarki heimilt að úthluta 250 milljónum hluta á þessu ári, að því er segir í tilkynningu félagsins. Á gengi dagsins í dag er virði 900 hluta um 1,7 milljarður króna. Nýting kauprétta getur í fyrsta lagi átt sér stað þremur árum frá úthlutun og er bundin við að viðkomandi starfsmenn verði enn í vinnu hjá félaginu. Virði kauprétta sem úthlutað er árlega til hvers starfsmanns getur að hámarki numið 25 prósent af árslaunum samkvæmt Black Scholes reikningsmódelinu. Við nýtingu kaupréttar er miðað við hlutabréfagengi Icelandair í lok þess dags sem kauprétturinn var veittur og við það bætast 3 prósenta árlegir vextir. Úthlutun færi fram árlega og væri háð frammistöðu viðkomandi starfsmanns á árinu á undan. Aðalfundur samþykkti jafnframt tillögu um að stjórn verði heimilt að auka hlutafé til að úthluta kaupréttarhlutum. Heimila kaup á eigin hlutum Aðalfundur samþykkti einnig tillögu stjórnar um að heimila stjórn kaup á allt að tíu prósent hlutafjár í Icelandair Group. Þá var ársreikningur samþykktur og stjórn kjörin. Einungis fimm buðu sig fram til stjórnar og var hún því sjálfkjörin. Stjórnina skipa: Guðmundur Hafsteinsson John F. Thomas Matthew Evans Nina Jonsson Svafa Grönfeldt Bogi Nils Bogason Guðmundur Hafsteinsson var kjörinn stjórnarformaður og Nina Jonsson varaformaður á stjórnarfundi að aðalfundi loknum. Þá voru þau Helga Árnadóttir og Hjörleifur Pálsson sjálfkjörin í tilnefningarnefnd.
Icelandair Kjaramál Fréttir af flugi Vinnumarkaður Tengdar fréttir Stjórn Icelandair vill kaupaukakerfi til að sækja og halda lykilstjórnendum Stjórn Icelandair Group mun leggja til á komandi aðalfundi flugfélagsins að innleitt verði kaupaukakerfi sem felur í sér bæði beinar kaupaukagreiðslur og kauprétti á hlutabréfum félagsins. Þetta kemur fram í fundarboði sem Icelandair sendi út eftir lokun markaða í dag. 10. febrúar 2022 17:27 Icelandair í hættu á að missa lykilstarfsmenn sem fái ekki nægjanlega góð laun Það er mat tilnefningarnefndar Icelandair Group, byggt á viðtölum sem nefndin hefur að undanförnu átt við meðal annars stjórnarmenn flugfélagsins, að þörf sé á öflugri áætlun til að minnka starfsmannaveltu í stjórnunarstöðum hjá fyrirtækinu ásamt því að endurskoða útfærslu starfskjara. 7. febrúar 2022 18:13 Mest lesið Hætta við yfirtökuna Viðskipti innlent Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Viðskipti innlent Falsaði fleiri bréf Viðskipti innlent Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Viðskipti innlent Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Viðskipti innlent Þegar gott slúður í vinnunni gerir gagn Atvinnulíf Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Viðskipti innlent Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Viðskipti innlent Fleiri fréttir Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Minnstu sparisjóðirnir sameinast Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Sjá meira
Stjórn Icelandair vill kaupaukakerfi til að sækja og halda lykilstjórnendum Stjórn Icelandair Group mun leggja til á komandi aðalfundi flugfélagsins að innleitt verði kaupaukakerfi sem felur í sér bæði beinar kaupaukagreiðslur og kauprétti á hlutabréfum félagsins. Þetta kemur fram í fundarboði sem Icelandair sendi út eftir lokun markaða í dag. 10. febrúar 2022 17:27
Icelandair í hættu á að missa lykilstarfsmenn sem fái ekki nægjanlega góð laun Það er mat tilnefningarnefndar Icelandair Group, byggt á viðtölum sem nefndin hefur að undanförnu átt við meðal annars stjórnarmenn flugfélagsins, að þörf sé á öflugri áætlun til að minnka starfsmannaveltu í stjórnunarstöðum hjá fyrirtækinu ásamt því að endurskoða útfærslu starfskjara. 7. febrúar 2022 18:13
Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Viðskipti innlent
Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Viðskipti innlent