Skorar á stjórn KSÍ að breyta Ársþingi KSÍ úr gamaldags samkomu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 3. mars 2022 14:01 Klara Bjartmarz, framkvæmdastjóri KSÍ, útskýrir atkvæðagreiðslu á Ársþingi KSÍ fyrir þingfulltrúum. Vísir/Hulda Margrét Formaður Knattspyrnudeildar Breiðabliks segist vilja koma vinnubrögðum á ársþingi Knattspyrnusambands Íslands til nútímans og hefur þess vega skorað á nýkjörna stjórn sambandsins. Flosi Eiríksson gagnrýnir fyrirkomulag Ársþings KSÍ sem fór fram um helgina en formaður Knattspyrnudeildar Breiðabliks gerir það í pistli á vefsíðunni Fótbolta.net. Flosi segir í pistli sínum að stefnumörkun KSÍ sé almennt frekar svifasein og þung í vöfum en á þessu þingi hafi þó náðst þó nokkuð stór skref eins og tímabótabreytingar á efstu deild karla. „Það sem ég saknaði á þinginu er meiri umræða um málefni knattspyrnunnar, þar sem 148 fulltrúum gefst tækifæri til að miðla af reynslu sinni, ræða vandamál og lausnir, skipast á skoðunum og vinna sig saman að niðurstöðu,“ skrifaði Flosi. Hann segir fyrirkomulag þingsins í dag minna á afar gamaldags samkomur þar sem lítil umræða fari í raun fram. Það litla sem þingfulltrúar tjái sig er þegar kemur að því að greiða atkvæði um tillögur en þá komi fólk upp og lýsir sig fylgjandi eða andsnúið viðkomandi tillögum. Flosi bendir á það að aðeins sjö almennir þingfulltrúar hafi talað í umræðum af þeim 148 sem voru mættir. „Við nýtum afar illa alla þá þekkingu og reynslu sem samankomin er á þingi KSÍ með því að vinna ekki meira í hópum, þar sem hægt væri að ræða einstök verkefni og málefni,“ skrifaði Flosi. Hann skorar líka á nýkjörna stjórn Knattspyrnusambands Íslands til að endurskoða þinghaldið frá grunni og „að koma vinnubrögðum á þingi KSÍ í áttina að nútímanum“ eins og hann orðar það í pistli sínum sem má finna allan hér. KSÍ Íslenski boltinn Mest lesið Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Segir að treyja Man United sé þung byrði Enski boltinn Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Fótbolti Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Fótbolti Dagskráin í dag: Strákarnir okkar í París, lærisveinar Heimis og England í Serbíu Sport „Saga sem verður sögð síðar“ Fótbolti Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Fótbolti Postecoglou að taka við Forest Enski boltinn Fleiri fréttir „Við getum ekkert verið litlir“ Postecoglou að taka við Forest „Saga sem verður sögð síðar“ Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Nuno rekinn frá Forest Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Segir að treyja Man United sé þung byrði Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Arftaki Ten Hag ekki stýrt félagsliði síðan 2019 Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga Benóný Breki bjargaði stigi í Eistlandi Þeir eiga ekki að sjá eftir neinu Liðsfélagi Elíasar sagður ljúga til um aldur Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? „Kann nokkur orð sem ég get ekki sagt hérna“ Fær líklega inn aðra týpu en Albert í liðið Sjáðu fundinn í heild: Arnar sat fyrir svörum í Frakklandi Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið „Við munum þurfa að leggja okkur alla fram“ „Ísland er eini óvinur okkar“ Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Onana græðir á skiptunum til Tyrklands Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar „Ætlum að keyra inn í þetta“ „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ „Maður er í þessu fyrir svona leiki“ Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Forráðamenn PSG ósáttir við læknateymi landsliðsins Sjá meira
Flosi Eiríksson gagnrýnir fyrirkomulag Ársþings KSÍ sem fór fram um helgina en formaður Knattspyrnudeildar Breiðabliks gerir það í pistli á vefsíðunni Fótbolta.net. Flosi segir í pistli sínum að stefnumörkun KSÍ sé almennt frekar svifasein og þung í vöfum en á þessu þingi hafi þó náðst þó nokkuð stór skref eins og tímabótabreytingar á efstu deild karla. „Það sem ég saknaði á þinginu er meiri umræða um málefni knattspyrnunnar, þar sem 148 fulltrúum gefst tækifæri til að miðla af reynslu sinni, ræða vandamál og lausnir, skipast á skoðunum og vinna sig saman að niðurstöðu,“ skrifaði Flosi. Hann segir fyrirkomulag þingsins í dag minna á afar gamaldags samkomur þar sem lítil umræða fari í raun fram. Það litla sem þingfulltrúar tjái sig er þegar kemur að því að greiða atkvæði um tillögur en þá komi fólk upp og lýsir sig fylgjandi eða andsnúið viðkomandi tillögum. Flosi bendir á það að aðeins sjö almennir þingfulltrúar hafi talað í umræðum af þeim 148 sem voru mættir. „Við nýtum afar illa alla þá þekkingu og reynslu sem samankomin er á þingi KSÍ með því að vinna ekki meira í hópum, þar sem hægt væri að ræða einstök verkefni og málefni,“ skrifaði Flosi. Hann skorar líka á nýkjörna stjórn Knattspyrnusambands Íslands til að endurskoða þinghaldið frá grunni og „að koma vinnubrögðum á þingi KSÍ í áttina að nútímanum“ eins og hann orðar það í pistli sínum sem má finna allan hér.
KSÍ Íslenski boltinn Mest lesið Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Segir að treyja Man United sé þung byrði Enski boltinn Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Fótbolti Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Fótbolti Dagskráin í dag: Strákarnir okkar í París, lærisveinar Heimis og England í Serbíu Sport „Saga sem verður sögð síðar“ Fótbolti Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Fótbolti Postecoglou að taka við Forest Enski boltinn Fleiri fréttir „Við getum ekkert verið litlir“ Postecoglou að taka við Forest „Saga sem verður sögð síðar“ Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Nuno rekinn frá Forest Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Segir að treyja Man United sé þung byrði Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Arftaki Ten Hag ekki stýrt félagsliði síðan 2019 Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga Benóný Breki bjargaði stigi í Eistlandi Þeir eiga ekki að sjá eftir neinu Liðsfélagi Elíasar sagður ljúga til um aldur Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? „Kann nokkur orð sem ég get ekki sagt hérna“ Fær líklega inn aðra týpu en Albert í liðið Sjáðu fundinn í heild: Arnar sat fyrir svörum í Frakklandi Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið „Við munum þurfa að leggja okkur alla fram“ „Ísland er eini óvinur okkar“ Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Onana græðir á skiptunum til Tyrklands Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar „Ætlum að keyra inn í þetta“ „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ „Maður er í þessu fyrir svona leiki“ Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Forráðamenn PSG ósáttir við læknateymi landsliðsins Sjá meira