Segir af og frá að borgin hafi samþykkt landtöku hljóðalaust Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 2. mars 2022 22:41 Pawel segir að meirihluti borgarstjórnar telji ákveðin gæði fólgin í þeirri sátt sem fengist hefur í lóðadeilunum. Vísir/Vilhelm Formaður skipulags- og samgöngunefndar segir af og frá að Reykjavíkurborg hafi samþykkt „landtöku“ hljóðalaust. Þvert á móti. Vesturbæingar eigi að gleðjast yfir fyrirhuguðum breytingum á deiliskipulagi við Sundlaugartún og mikilvægt sé að sátt hafi náðst í málinu. Fréttastofa greindi frá því í gær að Teitur Atlason varaborgarfulltrúi Samfylkingarinnar hafi sagt af sér í kjölfar deilna um skipulagsbreytingar við Sundlaugartún. Teitur sagði fáránlegt að meirihluti borgarstjórnar hafi leyft eigendum einbýlishúsa að sölsa undir sig lóð við Vesturbæjarlaugina endurgjaldslaust. Nú er fyrirhugað að lengja lagaleg lóðamörk þriggja einbýlishúsa inn á Sundlaugartún, en taka það svæði sem eigendur húsanna hafa verið með í fóstri undanfarna áratugi. Pawel Bartoszek, formaður og umhverfis- og skipulagsnefndar, furðar sig á yfirlýsingum Teits og fagnar því að sátt sé komin í málið. Hann ræddi hið umþrætta Sundlaugartún í Reykjavík síðdegis fyrr í dag. „Þetta er tillaga sem er í auglýsingu þannig að endanleg ákvörðun hefur ekki verið tekin. Þannig að mér þætti kannski eðlilegra að Teitur hefði beðið endanlegrar afstöðu borgarstjórnar áður en hann tæki þessa ákvörðun. En hann verður að eiga hana sjálfur,“ segir Pawel. Hann bætir við að eðlilegri nálgun kjörins fulltrúa hefði verið að koma athugasemdum á framfæri, eða beita sér innan borgarstjórnar, til að fá niðurstöðunni breytt enda umsagnarfrestur til 8. apríl næstkomandi. Lítil ræma fari inn á viðkomandi lóðir Pawel segir að stóra fréttin sé sú að nú verði girðingar, sem staðið hafa við túnið, teknar niður. Girðingarnar hafi staðið í tæp fimmtíu ár en nú stækki túnið í raun á ný og yfir því eigi Vesturbæingar að gleðjast. „Ég hef auðvitað skilning með sumum þeirra sem telja að við hefðum ekki átt að gefa eftir neitt. Það sem við í rauninni gerum er að við látum lóðirnar hopa alla leið að trjálínu sem er þarna nú þegar, þannig að túnið myndar þá svona náttúrulega heild fyrir vikið,“ segir Pawel. „Mikið af fólki heldur kannski að við höfum með einhverjum hætti samþykkt þessa landtöku sem þarna hefur átt sér stað í fimm áratugi. Þvert á móti. Við erum einmitt að fjarlægja þessar girðingar sem þarna hafa verið reistar. Þannig já, túnið stækkar um nokkur hundruð fermetra en það er þarna lítil ræma meðfram görðum fólks sem fer þá inn á viðkomandi lóðir,“ bætir hann við. Aðspurður telur hann að borgarbúar geti almennt ekki eignað sér land með einhvers konar landtöku. Þessi deila hafi staðið yfir í fimm áratugi og dómstólaleiðin gæti hafa farið á annan veg. Hann viðurkennir þó að mörg dæmi séu um að borgarbúar fari út fyrir lóðamörk, til dæmis með gróðursetnigu. Sundlaugartúnið sé ekki einsdæmi. „Að sjálfsögðu verður líka að hafa í huga að þegar menn gera samkomulag þá mætist fólk kannski á miðri leið. Hér mætumst við reyndar alls ekki á miðri leið heldur förum við mjög langt inn á þessar lóðir sem menn hafa eignað sér hingað til. Þannig að við lítum reyndar svo á að þetta svæði, sem bætist við, er svæði sem hefði hvort sem er farið undir beð, trjágróður eða girðingar. Þannig að túnið sem slíkt hefði ekki stækkað endilega þó að borgin hefði eignast þarna nokkur trjábeð,“ segir Pawel. Betri kostur að leysa málið með sátt Pawel sýnir kveðst þó skilja að Vesturbæingar og aðrir borgarbúir hafi áhyggjur af málinu. „Mér finnst bara fullkomlega eðlilegt að fólk spyrji eðlilegra spurninga. Og þarna er fólk auðvitað að hvetja okkur til dáða til að standa fast á ákveðnum almannarétti og gefa ekki eftir tommu af landi og ég hef alveg samúð með þeim sjónarmiðum. En við sem förum með borgarstjórn þurfum líka að vega þá almannahagsmuni, að ég hefði ekki viljað að við hefðum eytt tíu eða tuttugu árum í viðbót í deilur á þessum stað, löng og ströng málaferli, heldur er miklu betri kostur fólginn í því að leysa málið í eins mikilli sátt og hægt er og þá getum við farið í því að skipuleggja fallegt tún sem nýtist Reykvíkingum.“ Sundlaugar Reykjavík Borgarstjórn Samfylkingin Viðreisn Skipulag Tengdar fréttir Leggur til að rukka íbúana lóðagjöld áratugi aftur í tímann Teitur Atlason, varaborgarfulltrúi Samfylkingarinnar, telur borgaryfirvöld vera að reyna að skapa gott veður á meðal valdamikilla íbúa við Einimel, með því að færa lóðamörk þeirra fram um þrjá metra. Hann segir af sér í dag. 2. mars 2022 11:59 Þurfa nýjan stað fyrir trampólíníð þegar borgin tekur land sitt til baka Nýtt deiliskipulag við Vesturbæjarlaugina er umdeilt á meðal íbúa - en borgarfulltrúi segir gæði felast í að komast loks að lausn eftir hálfa öld. 1. mars 2022 21:51 „Salómonsdómur“ borgarinnar er að stækka einkalóðir í Vesturbæ Mikil gremja er meðal margra Vesturbæinga vegna fyrirhugaðrar „lausnar“ á lóðadeilu í Vesturbænum, nánar tiltekið lóða sem standa við bakgarð einbýlishúsa við Einimel og svo Vesturbæjarlaugina. Skipulags- og samgönguráð Reykjavíkur vilja leysa áralanga deilu með því einfaldlega að stækka einkalóðirnar. 25. febrúar 2022 15:39 Mest lesið Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Innlent Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Innlent Biðjast ekki afsökunar Innlent Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Innlent Ferðamaður tekinn á tvö hundruð kílómetra hraða Fréttir Vilja losna við lífsýni sem tengt var Ásu Erlent „Dökk að utan en mjólkurhvít að innan“ Innlent Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir árekstur við framúrakstur Innlent Vilja reisa gervigreindarborgir á rústum Gasa Erlent Fer hörðum orðum um „óveðursskýið“ Jóhann Pál Innlent Fleiri fréttir Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Biðjast ekki afsökunar BMX brós strákarnir hafa skemmt á flestum bæjarhátíðum sumarsins Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir árekstur við framúrakstur Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Netþrjótar hirða meira en hálfan milljarð og verktaki bendir á borgina Gamall Volvo stóð í ljósum logum í Breiðholti Varðturnarnir á bak og burt Mikill hugur hjá skógræktarfólki um allt land Fer hörðum orðum um „óveðursskýið“ Jóhann Pál Boðar sumarveður inn í september Google Maps beinir ökumönnum um Krýsuvíkurleiðina vegna villu Uppsagnir vegna veiðigjalda, hamfarakólnun og fagnaðarlæti Flokks fólksins Ísland standi frammi fyrir hamfarakólnun verði ekkert gert „Mikill léttir“ af nýjum þingflokksformanni Hafstraumar, menntun, húsnæðisverð og pólitíkin í haust á Sprengisandi Tvö útköll vegna veiðarfæra í skrúfum Ósammála því að jarðvarmavirkjanir séu í losunarbókhaldinu Vilja búa til „friðarfána“ svo ekki þurfi að flagga erlendum fánum „Dökk að utan en mjólkurhvít að innan“ Þjóðin sé orðin þreytt á málþófi Tókst ekki að flýja lögreglu og var gómaður með þrjá hnífa og meint eiturlyf Leikskólabörn sungu með 89 ára harmonikuleikara í Garðabæ Skorar á verktaka að lækka íbúðaverð Björguðu ketti sem var fastur inni í Teslu Varnaðarorð sálfræðings, auðveldari leið inn á húsnæðismarkað og bangsakvöld Lýst eftir Ólafi í Búlgaríu Þyrlan kölluð út vegna beinbrotinnar göngukonu Vesturbæjarlaug opnar enn á ný Sjá meira
Fréttastofa greindi frá því í gær að Teitur Atlason varaborgarfulltrúi Samfylkingarinnar hafi sagt af sér í kjölfar deilna um skipulagsbreytingar við Sundlaugartún. Teitur sagði fáránlegt að meirihluti borgarstjórnar hafi leyft eigendum einbýlishúsa að sölsa undir sig lóð við Vesturbæjarlaugina endurgjaldslaust. Nú er fyrirhugað að lengja lagaleg lóðamörk þriggja einbýlishúsa inn á Sundlaugartún, en taka það svæði sem eigendur húsanna hafa verið með í fóstri undanfarna áratugi. Pawel Bartoszek, formaður og umhverfis- og skipulagsnefndar, furðar sig á yfirlýsingum Teits og fagnar því að sátt sé komin í málið. Hann ræddi hið umþrætta Sundlaugartún í Reykjavík síðdegis fyrr í dag. „Þetta er tillaga sem er í auglýsingu þannig að endanleg ákvörðun hefur ekki verið tekin. Þannig að mér þætti kannski eðlilegra að Teitur hefði beðið endanlegrar afstöðu borgarstjórnar áður en hann tæki þessa ákvörðun. En hann verður að eiga hana sjálfur,“ segir Pawel. Hann bætir við að eðlilegri nálgun kjörins fulltrúa hefði verið að koma athugasemdum á framfæri, eða beita sér innan borgarstjórnar, til að fá niðurstöðunni breytt enda umsagnarfrestur til 8. apríl næstkomandi. Lítil ræma fari inn á viðkomandi lóðir Pawel segir að stóra fréttin sé sú að nú verði girðingar, sem staðið hafa við túnið, teknar niður. Girðingarnar hafi staðið í tæp fimmtíu ár en nú stækki túnið í raun á ný og yfir því eigi Vesturbæingar að gleðjast. „Ég hef auðvitað skilning með sumum þeirra sem telja að við hefðum ekki átt að gefa eftir neitt. Það sem við í rauninni gerum er að við látum lóðirnar hopa alla leið að trjálínu sem er þarna nú þegar, þannig að túnið myndar þá svona náttúrulega heild fyrir vikið,“ segir Pawel. „Mikið af fólki heldur kannski að við höfum með einhverjum hætti samþykkt þessa landtöku sem þarna hefur átt sér stað í fimm áratugi. Þvert á móti. Við erum einmitt að fjarlægja þessar girðingar sem þarna hafa verið reistar. Þannig já, túnið stækkar um nokkur hundruð fermetra en það er þarna lítil ræma meðfram görðum fólks sem fer þá inn á viðkomandi lóðir,“ bætir hann við. Aðspurður telur hann að borgarbúar geti almennt ekki eignað sér land með einhvers konar landtöku. Þessi deila hafi staðið yfir í fimm áratugi og dómstólaleiðin gæti hafa farið á annan veg. Hann viðurkennir þó að mörg dæmi séu um að borgarbúar fari út fyrir lóðamörk, til dæmis með gróðursetnigu. Sundlaugartúnið sé ekki einsdæmi. „Að sjálfsögðu verður líka að hafa í huga að þegar menn gera samkomulag þá mætist fólk kannski á miðri leið. Hér mætumst við reyndar alls ekki á miðri leið heldur förum við mjög langt inn á þessar lóðir sem menn hafa eignað sér hingað til. Þannig að við lítum reyndar svo á að þetta svæði, sem bætist við, er svæði sem hefði hvort sem er farið undir beð, trjágróður eða girðingar. Þannig að túnið sem slíkt hefði ekki stækkað endilega þó að borgin hefði eignast þarna nokkur trjábeð,“ segir Pawel. Betri kostur að leysa málið með sátt Pawel sýnir kveðst þó skilja að Vesturbæingar og aðrir borgarbúir hafi áhyggjur af málinu. „Mér finnst bara fullkomlega eðlilegt að fólk spyrji eðlilegra spurninga. Og þarna er fólk auðvitað að hvetja okkur til dáða til að standa fast á ákveðnum almannarétti og gefa ekki eftir tommu af landi og ég hef alveg samúð með þeim sjónarmiðum. En við sem förum með borgarstjórn þurfum líka að vega þá almannahagsmuni, að ég hefði ekki viljað að við hefðum eytt tíu eða tuttugu árum í viðbót í deilur á þessum stað, löng og ströng málaferli, heldur er miklu betri kostur fólginn í því að leysa málið í eins mikilli sátt og hægt er og þá getum við farið í því að skipuleggja fallegt tún sem nýtist Reykvíkingum.“
Sundlaugar Reykjavík Borgarstjórn Samfylkingin Viðreisn Skipulag Tengdar fréttir Leggur til að rukka íbúana lóðagjöld áratugi aftur í tímann Teitur Atlason, varaborgarfulltrúi Samfylkingarinnar, telur borgaryfirvöld vera að reyna að skapa gott veður á meðal valdamikilla íbúa við Einimel, með því að færa lóðamörk þeirra fram um þrjá metra. Hann segir af sér í dag. 2. mars 2022 11:59 Þurfa nýjan stað fyrir trampólíníð þegar borgin tekur land sitt til baka Nýtt deiliskipulag við Vesturbæjarlaugina er umdeilt á meðal íbúa - en borgarfulltrúi segir gæði felast í að komast loks að lausn eftir hálfa öld. 1. mars 2022 21:51 „Salómonsdómur“ borgarinnar er að stækka einkalóðir í Vesturbæ Mikil gremja er meðal margra Vesturbæinga vegna fyrirhugaðrar „lausnar“ á lóðadeilu í Vesturbænum, nánar tiltekið lóða sem standa við bakgarð einbýlishúsa við Einimel og svo Vesturbæjarlaugina. Skipulags- og samgönguráð Reykjavíkur vilja leysa áralanga deilu með því einfaldlega að stækka einkalóðirnar. 25. febrúar 2022 15:39 Mest lesið Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Innlent Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Innlent Biðjast ekki afsökunar Innlent Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Innlent Ferðamaður tekinn á tvö hundruð kílómetra hraða Fréttir Vilja losna við lífsýni sem tengt var Ásu Erlent „Dökk að utan en mjólkurhvít að innan“ Innlent Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir árekstur við framúrakstur Innlent Vilja reisa gervigreindarborgir á rústum Gasa Erlent Fer hörðum orðum um „óveðursskýið“ Jóhann Pál Innlent Fleiri fréttir Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Biðjast ekki afsökunar BMX brós strákarnir hafa skemmt á flestum bæjarhátíðum sumarsins Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir árekstur við framúrakstur Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Netþrjótar hirða meira en hálfan milljarð og verktaki bendir á borgina Gamall Volvo stóð í ljósum logum í Breiðholti Varðturnarnir á bak og burt Mikill hugur hjá skógræktarfólki um allt land Fer hörðum orðum um „óveðursskýið“ Jóhann Pál Boðar sumarveður inn í september Google Maps beinir ökumönnum um Krýsuvíkurleiðina vegna villu Uppsagnir vegna veiðigjalda, hamfarakólnun og fagnaðarlæti Flokks fólksins Ísland standi frammi fyrir hamfarakólnun verði ekkert gert „Mikill léttir“ af nýjum þingflokksformanni Hafstraumar, menntun, húsnæðisverð og pólitíkin í haust á Sprengisandi Tvö útköll vegna veiðarfæra í skrúfum Ósammála því að jarðvarmavirkjanir séu í losunarbókhaldinu Vilja búa til „friðarfána“ svo ekki þurfi að flagga erlendum fánum „Dökk að utan en mjólkurhvít að innan“ Þjóðin sé orðin þreytt á málþófi Tókst ekki að flýja lögreglu og var gómaður með þrjá hnífa og meint eiturlyf Leikskólabörn sungu með 89 ára harmonikuleikara í Garðabæ Skorar á verktaka að lækka íbúðaverð Björguðu ketti sem var fastur inni í Teslu Varnaðarorð sálfræðings, auðveldari leið inn á húsnæðismarkað og bangsakvöld Lýst eftir Ólafi í Búlgaríu Þyrlan kölluð út vegna beinbrotinnar göngukonu Vesturbæjarlaug opnar enn á ný Sjá meira
Leggur til að rukka íbúana lóðagjöld áratugi aftur í tímann Teitur Atlason, varaborgarfulltrúi Samfylkingarinnar, telur borgaryfirvöld vera að reyna að skapa gott veður á meðal valdamikilla íbúa við Einimel, með því að færa lóðamörk þeirra fram um þrjá metra. Hann segir af sér í dag. 2. mars 2022 11:59
Þurfa nýjan stað fyrir trampólíníð þegar borgin tekur land sitt til baka Nýtt deiliskipulag við Vesturbæjarlaugina er umdeilt á meðal íbúa - en borgarfulltrúi segir gæði felast í að komast loks að lausn eftir hálfa öld. 1. mars 2022 21:51
„Salómonsdómur“ borgarinnar er að stækka einkalóðir í Vesturbæ Mikil gremja er meðal margra Vesturbæinga vegna fyrirhugaðrar „lausnar“ á lóðadeilu í Vesturbænum, nánar tiltekið lóða sem standa við bakgarð einbýlishúsa við Einimel og svo Vesturbæjarlaugina. Skipulags- og samgönguráð Reykjavíkur vilja leysa áralanga deilu með því einfaldlega að stækka einkalóðirnar. 25. febrúar 2022 15:39