Taka í gegn rými heima hjá fólki og bæta um betur Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 2. mars 2022 13:31 Ragnar, Kári og Inga Lind stjórna þættinum Bætt um betur. Bætt um betur „Þess vegna ákvað ég að bæta um betur og bregða mér fyrir framan cameruna aftur, svaraði dagskrárgerðarkonan Inga Lind Karlsdóttir þegar Heimir og Gulli í Bítinu spurðu hvort hún saknaði ekki morgunútvarpsins með þeim. Inga Lind er þáttastjórnandi í þáttunum Bætt um betur sem hefja göngu sína á Stöð 2 í kvöld. Með henni eru innanhússarkitektinn Ragnar Sigurðsson og Kári Sverris ljósmyndari. „Þegar við fórum af stað með þróun á þessum þætti sem okkur langaði að gera, þá settist ég niður með dætrum mínum sem eru ungar og að byrja að búa og eru mikið að pæla í þessu. Þær sögðu að ég þyrfti að hafa samband við Ragnar og Kára,“ segir Inga Lind um það hvernig samstarfið við þá byrjaði. Sjón er sögu ríkari Parið heldur úti blogginu Appreciate The Details og samnefndri Instagram-síðu og sýndu þar frá því þegar þeir tóku eigin íbúð í gegn frá A til Ö. Eins og fram hefur komið hér á Vísi eru Bætt um betur skemmtilegir þættir þar sem alls konar rými hjá fólki eru tekin í gegn. Hver þáttur er því stútfullur af innblæstri, hugmyndum, fallegri innanhússhönnun og góðum ráðum. „Þau eru bara eins og ný á eftir,“ segir Inga Lind um rýmin sem þau vinna með í þessari þáttaröð. „Sum eru tekin í gegn á hóflegan og léttan hátt og önnur alveg, þá erum við komin inn á sviðið hjá Gulla byggir, og rífum allt út og byrjum upp á nýtt.“ Í þáttunum taka þau meðal annars í gegn stigagang, heilt hús, eldhús, baðherbergi, barnaherbergi og fleira. Leikstjóri þáttanna er Saga Sigurðardóttir ljósmyndari og listakona. „Sjón er sögu ríkari,“ segir Inga Lind. Sýnishorn úr þáttunum má sjá í spilaranum hér fyrir neðan. Klippa: Bætt um betur - Sýnishorn Viðtalið úr Bítinu við þetta smekklega og flotta þríeyki má heyra í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan. Tíska og hönnun Bætt um betur Hús og heimili Tengdar fréttir Átján mánaða vinna Ljósmyndarinn Kári Sverrisson og innanhússarkitektinn Ragnar Sigurðsson fara af stað með nýja þætti á Stöð 2 á miðvikudaginn sem bera heitið Bætt um betur en í þáttunum taka þeir ýmiskonar rými í gegn og gera fallegri. 1. mars 2022 10:30 Mest lesið Stjörnulífið: Sjóðheitar stjörnur í fimbulkulda Lífið Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Gagnrýni Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Lífið Ísak og Karítas orðin foreldrar eftir bráðakeisara Lífið Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Bíó og sjónvarp Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Lífið Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Lífið Innlit í nýuppgerða íbúð Kára Sverris Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Fleiri fréttir Heitustu tískuskvísur landsins fögnuðu Ógleymanlegt að vinna fyrir Rihönnu Flott klæddir feðgar Fagurfræði: Hvernig förðum við mismunandi húðtýpur? Hönnunarverðlaunin 2024: Verðlaunuð fyrir Smiðju Stappað á sjóðheitri tískusýningu hönnuða framtíðarinnar Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Líf og fjör hjá Íslendingum á virtri hátíð í Berlín Fagurfræði: Það sem flestir hræðast þegar kemur að förðun Laufey glæsileg í 400 þúsund króna kjól Bestu hrekkjavökubúningar stjarnanna Lítið um litadýrð en glamúrinn í hávegum hafður Kynntust í Mílanó og urðu sálarsystur í tískunni Nærfatamódelin sneru aftur eftir sex ára hlé Heitustu skvísur landsins skáluðu fyrir Ástrós Skelltu sér í rússíbana með James Franco á tískusýningu ársins Hvernig náum við fram okkar bestu andlitsdráttum? „Mér leið eins og alvöru prinsessu“ Sjá meira
Inga Lind er þáttastjórnandi í þáttunum Bætt um betur sem hefja göngu sína á Stöð 2 í kvöld. Með henni eru innanhússarkitektinn Ragnar Sigurðsson og Kári Sverris ljósmyndari. „Þegar við fórum af stað með þróun á þessum þætti sem okkur langaði að gera, þá settist ég niður með dætrum mínum sem eru ungar og að byrja að búa og eru mikið að pæla í þessu. Þær sögðu að ég þyrfti að hafa samband við Ragnar og Kára,“ segir Inga Lind um það hvernig samstarfið við þá byrjaði. Sjón er sögu ríkari Parið heldur úti blogginu Appreciate The Details og samnefndri Instagram-síðu og sýndu þar frá því þegar þeir tóku eigin íbúð í gegn frá A til Ö. Eins og fram hefur komið hér á Vísi eru Bætt um betur skemmtilegir þættir þar sem alls konar rými hjá fólki eru tekin í gegn. Hver þáttur er því stútfullur af innblæstri, hugmyndum, fallegri innanhússhönnun og góðum ráðum. „Þau eru bara eins og ný á eftir,“ segir Inga Lind um rýmin sem þau vinna með í þessari þáttaröð. „Sum eru tekin í gegn á hóflegan og léttan hátt og önnur alveg, þá erum við komin inn á sviðið hjá Gulla byggir, og rífum allt út og byrjum upp á nýtt.“ Í þáttunum taka þau meðal annars í gegn stigagang, heilt hús, eldhús, baðherbergi, barnaherbergi og fleira. Leikstjóri þáttanna er Saga Sigurðardóttir ljósmyndari og listakona. „Sjón er sögu ríkari,“ segir Inga Lind. Sýnishorn úr þáttunum má sjá í spilaranum hér fyrir neðan. Klippa: Bætt um betur - Sýnishorn Viðtalið úr Bítinu við þetta smekklega og flotta þríeyki má heyra í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan.
Tíska og hönnun Bætt um betur Hús og heimili Tengdar fréttir Átján mánaða vinna Ljósmyndarinn Kári Sverrisson og innanhússarkitektinn Ragnar Sigurðsson fara af stað með nýja þætti á Stöð 2 á miðvikudaginn sem bera heitið Bætt um betur en í þáttunum taka þeir ýmiskonar rými í gegn og gera fallegri. 1. mars 2022 10:30 Mest lesið Stjörnulífið: Sjóðheitar stjörnur í fimbulkulda Lífið Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Gagnrýni Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Lífið Ísak og Karítas orðin foreldrar eftir bráðakeisara Lífið Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Bíó og sjónvarp Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Lífið Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Lífið Innlit í nýuppgerða íbúð Kára Sverris Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Fleiri fréttir Heitustu tískuskvísur landsins fögnuðu Ógleymanlegt að vinna fyrir Rihönnu Flott klæddir feðgar Fagurfræði: Hvernig förðum við mismunandi húðtýpur? Hönnunarverðlaunin 2024: Verðlaunuð fyrir Smiðju Stappað á sjóðheitri tískusýningu hönnuða framtíðarinnar Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Líf og fjör hjá Íslendingum á virtri hátíð í Berlín Fagurfræði: Það sem flestir hræðast þegar kemur að förðun Laufey glæsileg í 400 þúsund króna kjól Bestu hrekkjavökubúningar stjarnanna Lítið um litadýrð en glamúrinn í hávegum hafður Kynntust í Mílanó og urðu sálarsystur í tískunni Nærfatamódelin sneru aftur eftir sex ára hlé Heitustu skvísur landsins skáluðu fyrir Ástrós Skelltu sér í rússíbana með James Franco á tískusýningu ársins Hvernig náum við fram okkar bestu andlitsdráttum? „Mér leið eins og alvöru prinsessu“ Sjá meira
Átján mánaða vinna Ljósmyndarinn Kári Sverrisson og innanhússarkitektinn Ragnar Sigurðsson fara af stað með nýja þætti á Stöð 2 á miðvikudaginn sem bera heitið Bætt um betur en í þáttunum taka þeir ýmiskonar rými í gegn og gera fallegri. 1. mars 2022 10:30