Sorphirða í borginni á eftir áætlun vegna tíðarfars og veikinda Fanndís Birna Logadóttir skrifar 1. mars 2022 15:38 Sorphirða í Reykjavík hefur tafist nokkuð undanfarnar vikur, bæði vegna veðurs og veikinda. Mynd/Aðsend Borgarbúar hafa margir hverjir orðið varir við tafir á sorphirðu í Reykjavík en ýmsir þættir spila þar inn í, svo sem veður og Covid veikindi. Upplýsingafulltrúi hjá borginni segir starfsfólk vinna eftir fremsta megni við að koma sorphirðunni aftur á áætlun en ákveðnir óvissuþættir eru enn til staðar. Sorphirða í Reykjavík er nú talsvert á eftir áætlun en starfsfólk sorphirðunnar vinnur nú eftir fremsta megni við að ná áætlun. Inga Rún Sigurðardóttir, upplýsingafulltrúi hjá Reykjavíkurborg, segir snjó, veikindi og ófærð gera það að verkum að sorphirða hefur tafist. „Við erum búin að vinna alla laugardaga frá áramótum fyrir utan einn. Það hefur vantað um 20% starfsfólks vegna Covid-veikinda síðastliðnar þrjár vikur en vonandi fer að rétta úr því næstu daga,“ segir Inga Rún í svari við fyrirspurn fréttastofu. Hún segir að nú sé unnið samkvæmt dagatali í almennu heimilissorpi, það er gráa tunnan, en ákveðið var að sleppa einni umferð í pappír og plasti, bláu og grænu tunnurnar, til að leggja áherslu á almenna heimilissorpið. „Núna er einn bíll farinn í endurvinnsluúrganginn en venjulegast eru það fjórir bílar sem sækja hann heim til fólks. Síðustu þrjár vikur hafa allir bílar verið í því að hirða blandaða úrganginn í gráu tunnunni því það er það sem fólk getur ekki losnað við annars staðar,“ segir Inga Rún en fólk hefur möguleika á að fara sjálft með pappír og plast á grenndarstöðvar eða endurvinnslustöðvar. Komast stundum ekki að tunnunum Almennt er hirðan á almennu heimilissorpi á áætlun en þó hefur þurft að skilja tunnur eftir vegna tíðarfarsins, þar sem starfsfólk hefur ekki komist að tunnum og sorpgeymslum vegna snjófarga inni á lóðum og bílum sem er illa lagt. „Við erum að vinna samkvæmt sorphirðudagatalinu í öllum flokkum og erum að gera okkar besta til að standast áætlunina. Tilkynningar um frávik verða settar inn á vef sorphirðunnar https://reykjavik.is/sorphirda. Óvissuþættirnir eru Covid og veðrið,“ segir Inga Rún. Hún biðlar til fólks að ganga vel frá sorpi til að hirðan gangi sem best. „Starfsfólk sorphirðunnar þakkar íbúum fyrir þolinmæði og tillitsemi í þessum aðstæðum sem hafa ríkt að undanförnu.“ Veður Reykjavík Umhverfismál Mest lesið „Breskir hermenn geta séð um sig sjálfir“ Erlent Segist nauðbeygður til að gagnrýna Guðrúnu á Facebook fyrst hún svari ekki póstum Innlent Ráðherra ætlar að banna síma í skólum Innlent Lögreglan lýsir dauða Hackman og konu hans sem „grunsamlegum“ Erlent Taka tillit til „miklu, miklu meiri“ hækkana kennara Innlent Boris Spassky er látinn Erlent Fleiri strætóferðir næsta haust og hætt við fækkun bílastæða Innlent Keppa í dansi á heimsleikum Special Olympics Innlent Ógeðfelldar lýsingar í ákæru á hendur Kristjáni Markúsi Innlent María Heimisdóttir skipuð landlæknir Innlent Fleiri fréttir Taka tillit til „miklu, miklu meiri“ hækkana kennara Ráðherra ætlar að banna síma í skólum Segist nauðbeygður til að gagnrýna Guðrúnu á Facebook fyrst hún svari ekki póstum Keppa í dansi á heimsleikum Special Olympics Fleiri strætóferðir næsta haust og hætt við fækkun bílastæða Óttast launaskrið og aukna verðbólgu Uppsögnin komi SFV í opna skjöldu Verðbólguótti, snjallsímabann í haust og Trump-tollar Sætta sig ekki við rafræna undirritun á stefnu Fær þyngri dóm fyrir að spyrja „er þetta hann?“ og stinga svo mann María Heimisdóttir skipuð landlæknir Ekki valin en draumurinn lifir Segja upp samningum 2.300 félagsmanna sem vinna á hjúkrunarheimilum „Við skulum aðeins róa okkur, fókus“ Ógeðfelldar lýsingar í ákæru á hendur Kristjáni Markúsi Jakob nýr formaður Rafiðnaðarsambandsins Ríkisstjórnin fundar í Reykjanesbæ Vilja komast í bækur bankanna án dómsúrskurðar Flokki fólksins einum refsað „Höfum verulegar áhyggjur af þeirri hlið málsins“ Kennarasamningar koma ASÍ í opna skjöldu Nafn mannsins sem lést á Þingvallavegi Ákvarðanir um sviptingu teknar með flugöryggi í huga Konan er fundin Brýnustu verkefnin í borginni í Pallborði Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Með tuttugu kíló af hassi og marijuana í farangrinum Ölvaður, réttindalaus og með barn í bílnum Ný þrjátíu milljarða króna álma bætist við Leifsstöð Spyr sig hvort eftirlitsnefnd hafi unnið hratt í „þágu tiltekinnar niðurstöðu“ Sjá meira
Sorphirða í Reykjavík er nú talsvert á eftir áætlun en starfsfólk sorphirðunnar vinnur nú eftir fremsta megni við að ná áætlun. Inga Rún Sigurðardóttir, upplýsingafulltrúi hjá Reykjavíkurborg, segir snjó, veikindi og ófærð gera það að verkum að sorphirða hefur tafist. „Við erum búin að vinna alla laugardaga frá áramótum fyrir utan einn. Það hefur vantað um 20% starfsfólks vegna Covid-veikinda síðastliðnar þrjár vikur en vonandi fer að rétta úr því næstu daga,“ segir Inga Rún í svari við fyrirspurn fréttastofu. Hún segir að nú sé unnið samkvæmt dagatali í almennu heimilissorpi, það er gráa tunnan, en ákveðið var að sleppa einni umferð í pappír og plasti, bláu og grænu tunnurnar, til að leggja áherslu á almenna heimilissorpið. „Núna er einn bíll farinn í endurvinnsluúrganginn en venjulegast eru það fjórir bílar sem sækja hann heim til fólks. Síðustu þrjár vikur hafa allir bílar verið í því að hirða blandaða úrganginn í gráu tunnunni því það er það sem fólk getur ekki losnað við annars staðar,“ segir Inga Rún en fólk hefur möguleika á að fara sjálft með pappír og plast á grenndarstöðvar eða endurvinnslustöðvar. Komast stundum ekki að tunnunum Almennt er hirðan á almennu heimilissorpi á áætlun en þó hefur þurft að skilja tunnur eftir vegna tíðarfarsins, þar sem starfsfólk hefur ekki komist að tunnum og sorpgeymslum vegna snjófarga inni á lóðum og bílum sem er illa lagt. „Við erum að vinna samkvæmt sorphirðudagatalinu í öllum flokkum og erum að gera okkar besta til að standast áætlunina. Tilkynningar um frávik verða settar inn á vef sorphirðunnar https://reykjavik.is/sorphirda. Óvissuþættirnir eru Covid og veðrið,“ segir Inga Rún. Hún biðlar til fólks að ganga vel frá sorpi til að hirðan gangi sem best. „Starfsfólk sorphirðunnar þakkar íbúum fyrir þolinmæði og tillitsemi í þessum aðstæðum sem hafa ríkt að undanförnu.“
Veður Reykjavík Umhverfismál Mest lesið „Breskir hermenn geta séð um sig sjálfir“ Erlent Segist nauðbeygður til að gagnrýna Guðrúnu á Facebook fyrst hún svari ekki póstum Innlent Ráðherra ætlar að banna síma í skólum Innlent Lögreglan lýsir dauða Hackman og konu hans sem „grunsamlegum“ Erlent Taka tillit til „miklu, miklu meiri“ hækkana kennara Innlent Boris Spassky er látinn Erlent Fleiri strætóferðir næsta haust og hætt við fækkun bílastæða Innlent Keppa í dansi á heimsleikum Special Olympics Innlent Ógeðfelldar lýsingar í ákæru á hendur Kristjáni Markúsi Innlent María Heimisdóttir skipuð landlæknir Innlent Fleiri fréttir Taka tillit til „miklu, miklu meiri“ hækkana kennara Ráðherra ætlar að banna síma í skólum Segist nauðbeygður til að gagnrýna Guðrúnu á Facebook fyrst hún svari ekki póstum Keppa í dansi á heimsleikum Special Olympics Fleiri strætóferðir næsta haust og hætt við fækkun bílastæða Óttast launaskrið og aukna verðbólgu Uppsögnin komi SFV í opna skjöldu Verðbólguótti, snjallsímabann í haust og Trump-tollar Sætta sig ekki við rafræna undirritun á stefnu Fær þyngri dóm fyrir að spyrja „er þetta hann?“ og stinga svo mann María Heimisdóttir skipuð landlæknir Ekki valin en draumurinn lifir Segja upp samningum 2.300 félagsmanna sem vinna á hjúkrunarheimilum „Við skulum aðeins róa okkur, fókus“ Ógeðfelldar lýsingar í ákæru á hendur Kristjáni Markúsi Jakob nýr formaður Rafiðnaðarsambandsins Ríkisstjórnin fundar í Reykjanesbæ Vilja komast í bækur bankanna án dómsúrskurðar Flokki fólksins einum refsað „Höfum verulegar áhyggjur af þeirri hlið málsins“ Kennarasamningar koma ASÍ í opna skjöldu Nafn mannsins sem lést á Þingvallavegi Ákvarðanir um sviptingu teknar með flugöryggi í huga Konan er fundin Brýnustu verkefnin í borginni í Pallborði Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Með tuttugu kíló af hassi og marijuana í farangrinum Ölvaður, réttindalaus og með barn í bílnum Ný þrjátíu milljarða króna álma bætist við Leifsstöð Spyr sig hvort eftirlitsnefnd hafi unnið hratt í „þágu tiltekinnar niðurstöðu“ Sjá meira