Ekki tímabært að slíta stjórnmálasambandi við Rússa Fanndís Birna Logadóttir skrifar 1. mars 2022 13:47 Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra. Vísir/Egill Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir það ekki á dagskrá að svo stöddu að slíta stjórnmálasambandi við Rússa vegna innrásarinnar í Úkraínu þar sem slíkt væri síðasta úrræði. Hún telur að þær refsiaðgerðir sem kynntar hafi verið komi til með að setja þrýsting á rússnesk stjórnvöld og segir alþjóðasamfélagið samstíga í sinni afstöðu. Rússar réðust inn í Úkraínu aðfaranótt fimmtudags í síðustu viku og hafa mörg ríki heims fordæmt innrásina. Fjármálaráðherra sagði í samtali við fréttastofu síðastliðinn föstudag að það væri ekki útilokað að íslensk stjórnvöld myndu slíta stjórnmálasamstarfi við Rússa. Forsætisráðherra er þó á öðru máli. „Það liggur alveg fyrir af okkar hálfu, eins og allra nágrannaþjóða okkar, að það er ekki á dagskrá núna. Það er í raun og veru síðasta úrræðið sem er gripið til í svona málum og það er ekki orðið tímabært að ræða það,“ segir Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra. Þá hefur ekki verið tekin ákvörðun um hvort kalla eigi sendiherra Íslands í Rússlandi heim en að sögn Katrínar myndi það ekki endilega fela í sér slit á stjórnmálasambandi. „Þeir hafa líka mikilvægu hlutverki að gegna, að koma til skila mjög skýrum skilaboðum íslenskra stjórnvalda svo dæmi sé tekið, þannig að það hefur ekki verið tekin ákvörðun um það enn þá,“ segir Katrín. Tilbúin að taka á móti fólki þegar kallið kemur Vesturlöndin hafa tilkynnt um umfangsmiklar refsiaðgerðir gegn Rússlandi og segist Katrín vongóð um að þær aðgerðir beri árangur. Staðan úti sé þó slæm og segir hún skelfilegt að heimsbyggðin horfi upp á stríðsátök í Evrópu. „Það er algjörlega ljóst að alþjóðasamfélagið er mjög samstíga í sinni afstöðu gagnvart þessari innrás en auðvitað eins og alltaf í stríðsátökum þá eru fórnarlömbin óbreyttir borgarar, menn, konur og börn, sem falla nú í valinn,“ segir Katrín. Á innan við viku hafa fleiri en 500 þúsund manns þurft að flýja heimili sín í Úkraínu en óljóst er hversu margir munu í raun setjast að utan Úkraínu. Katrín vísar til þess að margir staldri við þegar þau eru komin yfir landamærin í von um að þau geti snúið aftur til síns heima þegar stríðsátökunum linnir. „Það eru auðvitað tilfinningar sem maður skilur mjög vel en við erum hins vegar fullkomlega reiðubúin til að taka á móti hópi fólks,“ segir Katrín. Flóttamannanefnd er nú búin að fara yfir málin og mun hún funda aftur á morgun en Katrín segir Ísland vera tilbúið þegar kallið kemur að taka á móti fólki. Við fylgjumst ítarlega með stöðu mála í Úkraínu í vaktinni hér á Vísi. Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Flóttamenn Utanríkismál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Diplómatar Sameinuðu þjóðanna snúa baki við Lavrov Diplómatar hjá Sameinuðu þjóðunum hafa margir neitað að hlusta á málflutning Sergei Lavrovs, utanríkisráðherra Rússlands, í dag. 1. mars 2022 13:36 Segir Rússa ekki ætla að breyta um stefnu vegna refsiaðgerða Refsiaðgerðir munu aldrei fá Rússa til að hætta innrás þeirra í Úkraínu. Þetta sagði Dmitry Peskov, talsmaður Valdimírs Pútín, forseta, við blaðamenn í morgun. 1. mars 2022 11:24 Efnahagsþvinganir farnar að bíta hinn almenna Rússa Afleiðingar efnahagsþvingana sem ríki heimsins hafa sett á Rússa vegna innrásar rússneska hersins í Úkraínu eru farnar að bíta hinn almenna borgara í Rússlandi. 28. febrúar 2022 23:31 Mest lesið Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Erlent Fleiri fréttir Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sjá meira
Rússar réðust inn í Úkraínu aðfaranótt fimmtudags í síðustu viku og hafa mörg ríki heims fordæmt innrásina. Fjármálaráðherra sagði í samtali við fréttastofu síðastliðinn föstudag að það væri ekki útilokað að íslensk stjórnvöld myndu slíta stjórnmálasamstarfi við Rússa. Forsætisráðherra er þó á öðru máli. „Það liggur alveg fyrir af okkar hálfu, eins og allra nágrannaþjóða okkar, að það er ekki á dagskrá núna. Það er í raun og veru síðasta úrræðið sem er gripið til í svona málum og það er ekki orðið tímabært að ræða það,“ segir Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra. Þá hefur ekki verið tekin ákvörðun um hvort kalla eigi sendiherra Íslands í Rússlandi heim en að sögn Katrínar myndi það ekki endilega fela í sér slit á stjórnmálasambandi. „Þeir hafa líka mikilvægu hlutverki að gegna, að koma til skila mjög skýrum skilaboðum íslenskra stjórnvalda svo dæmi sé tekið, þannig að það hefur ekki verið tekin ákvörðun um það enn þá,“ segir Katrín. Tilbúin að taka á móti fólki þegar kallið kemur Vesturlöndin hafa tilkynnt um umfangsmiklar refsiaðgerðir gegn Rússlandi og segist Katrín vongóð um að þær aðgerðir beri árangur. Staðan úti sé þó slæm og segir hún skelfilegt að heimsbyggðin horfi upp á stríðsátök í Evrópu. „Það er algjörlega ljóst að alþjóðasamfélagið er mjög samstíga í sinni afstöðu gagnvart þessari innrás en auðvitað eins og alltaf í stríðsátökum þá eru fórnarlömbin óbreyttir borgarar, menn, konur og börn, sem falla nú í valinn,“ segir Katrín. Á innan við viku hafa fleiri en 500 þúsund manns þurft að flýja heimili sín í Úkraínu en óljóst er hversu margir munu í raun setjast að utan Úkraínu. Katrín vísar til þess að margir staldri við þegar þau eru komin yfir landamærin í von um að þau geti snúið aftur til síns heima þegar stríðsátökunum linnir. „Það eru auðvitað tilfinningar sem maður skilur mjög vel en við erum hins vegar fullkomlega reiðubúin til að taka á móti hópi fólks,“ segir Katrín. Flóttamannanefnd er nú búin að fara yfir málin og mun hún funda aftur á morgun en Katrín segir Ísland vera tilbúið þegar kallið kemur að taka á móti fólki. Við fylgjumst ítarlega með stöðu mála í Úkraínu í vaktinni hér á Vísi.
Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Flóttamenn Utanríkismál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Diplómatar Sameinuðu þjóðanna snúa baki við Lavrov Diplómatar hjá Sameinuðu þjóðunum hafa margir neitað að hlusta á málflutning Sergei Lavrovs, utanríkisráðherra Rússlands, í dag. 1. mars 2022 13:36 Segir Rússa ekki ætla að breyta um stefnu vegna refsiaðgerða Refsiaðgerðir munu aldrei fá Rússa til að hætta innrás þeirra í Úkraínu. Þetta sagði Dmitry Peskov, talsmaður Valdimírs Pútín, forseta, við blaðamenn í morgun. 1. mars 2022 11:24 Efnahagsþvinganir farnar að bíta hinn almenna Rússa Afleiðingar efnahagsþvingana sem ríki heimsins hafa sett á Rússa vegna innrásar rússneska hersins í Úkraínu eru farnar að bíta hinn almenna borgara í Rússlandi. 28. febrúar 2022 23:31 Mest lesið Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Erlent Fleiri fréttir Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sjá meira
Diplómatar Sameinuðu þjóðanna snúa baki við Lavrov Diplómatar hjá Sameinuðu þjóðunum hafa margir neitað að hlusta á málflutning Sergei Lavrovs, utanríkisráðherra Rússlands, í dag. 1. mars 2022 13:36
Segir Rússa ekki ætla að breyta um stefnu vegna refsiaðgerða Refsiaðgerðir munu aldrei fá Rússa til að hætta innrás þeirra í Úkraínu. Þetta sagði Dmitry Peskov, talsmaður Valdimírs Pútín, forseta, við blaðamenn í morgun. 1. mars 2022 11:24
Efnahagsþvinganir farnar að bíta hinn almenna Rússa Afleiðingar efnahagsþvingana sem ríki heimsins hafa sett á Rússa vegna innrásar rússneska hersins í Úkraínu eru farnar að bíta hinn almenna borgara í Rússlandi. 28. febrúar 2022 23:31
Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum?