Rússar áhyggjufullir um samskipti Norðmanna og Dana vegna breytinga á götuheiti Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 1. mars 2022 12:30 Mette Frederiksen forsætisráðherra Danmerkur ávarpar mótælendur við rússneska sendiráðið. EPA-EFE/THOMAS SJOERUP Rússneska sendiráðið í Danmörku hefur lýst yfir áhyggjum af samskiptum Norðmanna og Dana vegna umræðna um að breyta heiti götunnar Kristianiagade í Ukrainegade. Rússneska sendiráðið stendur við fyrrnefnda götu og einn borgarstjóra Kaupmannahafnar hefur lýst yfir vilja til að skoða það að breyta götuheitinu í Ukrainegade. Jakob Ellemann-Jenssen, formaður stjórnmálaflokksins Venstre, lagði það til í ræðu sem hann hélt á samstöðufundi með Úkraínu fyrir framan Rússneska sendiráðið í Kaupmannahöfn á sunnudag, að endurnefna ætti götuna sem sendiráðið stendur við. Gatan heitir nú Kristianiagade og er nefnd eftir höfuðborg Norðmanna Ósló, sem áður hét Kristjanía. Ellemann-Jenssen hefur þó lagt það til að gatan verði endurnefnd Ukrainegade, eða Úkraínugata, sem gæti komið Rússum illa, enda heyja þeir nú stríð við Úkraínumenn. Line Barfod, einn borgarstjóri Kaupmannahafnar sem sér um skipulagsmál og tækni, sagði í gær að breytingin komi vel til greina og mun hún hafa málið til skoðunar. „Mér finnst tillagan liggja í augum uppi, við verðum að sýna andstöðu okkar við þessa hræðilegu og tilgangslausu innrás Rússa,“ sagði Barfod í yfirlýsingu. Tryggja verði þó að hennar sögn að íbúar í götunni séu sáttir með breytinguna og hún verði gerð samkvæmt settum lögum. Rússneska sendiráðið í Kaupmannahöfn hefur nú lýst því yfir að það hafi miklar áhyggjur af áhrifunum sem breytingarnar gætu haft á samskipti Danmerkur og Noregs. „Nafn götunnar er táknmynd sögulegra tenginga og góðra samskipta Noregs og Danmerkur,“ segir í tísti sendiráðsins. 📌 Referring to the ongoing discussion, the Russian Embassy would like to remind, that Kristianiagade bears the former name of Norway’s capital city and symbolizes historical bonds and good relationships between Denmark and Norway.— Embassy of Russia, DK (@RusEmbDK) March 1, 2022 Rússland Danmörk Noregur Innrás Rússa í Úkraínu Mest lesið Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Erlent Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Innlent Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Innlent Egill Þór er látinn Innlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Innlent Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Innlent Fleiri fréttir Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjá meira
Jakob Ellemann-Jenssen, formaður stjórnmálaflokksins Venstre, lagði það til í ræðu sem hann hélt á samstöðufundi með Úkraínu fyrir framan Rússneska sendiráðið í Kaupmannahöfn á sunnudag, að endurnefna ætti götuna sem sendiráðið stendur við. Gatan heitir nú Kristianiagade og er nefnd eftir höfuðborg Norðmanna Ósló, sem áður hét Kristjanía. Ellemann-Jenssen hefur þó lagt það til að gatan verði endurnefnd Ukrainegade, eða Úkraínugata, sem gæti komið Rússum illa, enda heyja þeir nú stríð við Úkraínumenn. Line Barfod, einn borgarstjóri Kaupmannahafnar sem sér um skipulagsmál og tækni, sagði í gær að breytingin komi vel til greina og mun hún hafa málið til skoðunar. „Mér finnst tillagan liggja í augum uppi, við verðum að sýna andstöðu okkar við þessa hræðilegu og tilgangslausu innrás Rússa,“ sagði Barfod í yfirlýsingu. Tryggja verði þó að hennar sögn að íbúar í götunni séu sáttir með breytinguna og hún verði gerð samkvæmt settum lögum. Rússneska sendiráðið í Kaupmannahöfn hefur nú lýst því yfir að það hafi miklar áhyggjur af áhrifunum sem breytingarnar gætu haft á samskipti Danmerkur og Noregs. „Nafn götunnar er táknmynd sögulegra tenginga og góðra samskipta Noregs og Danmerkur,“ segir í tísti sendiráðsins. 📌 Referring to the ongoing discussion, the Russian Embassy would like to remind, that Kristianiagade bears the former name of Norway’s capital city and symbolizes historical bonds and good relationships between Denmark and Norway.— Embassy of Russia, DK (@RusEmbDK) March 1, 2022
Rússland Danmörk Noregur Innrás Rússa í Úkraínu Mest lesið Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Erlent Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Innlent Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Innlent Egill Þór er látinn Innlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Innlent Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Innlent Fleiri fréttir Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjá meira