Tinder-svindlarinn og hætturnar á netinu Brynja María Ólafsdóttir skrifar 28. febrúar 2022 12:00 Tilraunir til fjársvika á netinu aukast stöðugt og dæmi eru um að Íslendingar hafi tapað milljónum til svindlara á netinu. Oft er verið að spila með tilfinningar og góðmennsku fólks og mikilvægt að fólk þekki einkenni svikatilrauna, hvort sem þau beinast gegn þér eða þínum nánustu. Tilraunir til fjársvika á netinu hafa aukist mikið og í starfi mínu í Regluvörslu Landsbankans sé ég vel hversu slæm áhrif þessir glæpir geta haft á fólk, bæði fjárhagslega og tilfinningalega. Við í bankanum höfum birt töluvert af fræðsluefni um hvernig varast má svikin. Þetta efni hefur verið mikið skoðað en mögulega mun þó ný mynd og ný þáttaröð á Netflix hafa enn meiri áhrif á umræðuna. Um er að ræða heimildarmyndina The Tinder Swindler og þáttaröðina Inventing Anna. Myndin og þættirnir eru byggðir á raunverulegum og ótrúlegum atburðum og aðferðirnar eru í sjálfu sér ekki fjarri því sem við höfum séð hér á Íslandi. Ég vona að áhorf verði til þess að fleiri fari að tala um fjársvik og blekkingar og átti sig á aðferðunum sem svikahrapparnir beita til að geta varast gildrur þeirra, eða forðað ástvinum frá því að verða fórnarlömb. Biðja á endanum um peninga Við höfum áður fjallað um ástarsvik þar sem svikarar leita að fórnarlömbum til að stofna falskt ástarsamband á netinu í þeim eina tilgangi að hafa af þeim peninga. Fólk er síðan platað til að senda fjármuni undir því yfirskyni að ástin þeirra þurfi að greiða kostnað vegna veikinda eða ferðakostnað til að hún eða hann geti loksins komist til Íslands. Þykist vera efnaður en er í smá vandræðum Svikahrappurinn sem fjallað er um í The Tinder Swindler fer aðrar leiðir í ástarsvikunum. Hann kynnist konum á Tinder, hittir þær og myndar tengsl og blekkir síðan með allskonar brögðum til að fjármagna rándýran lífsstíl sinn. Nokkur fórnarlömb hans skuldsetja sig upp fyrir haus með kreditkortanotkun, lántökum og skuldbindingum fyrir leigu á íbúðum o.s.frv. Svikarinn þykist vera efnaður en vegna tímabundinna vandræða geti hann ekki notað kreditkortin eða tekið út úr bankanum. Þetta eru í raun mjög svipaðar aðferðir og við höfum séð notaðar í ástarsvikum, nema hvað að í þessu tilviki fara svikin fram í raunheimum en ekki bara á netinu. Peningarnir alltaf á leiðinni Í þáttaröðinni Inventing Anna er fjallað um svikahrappinn Önnu Sorokin, öðru nafni Önnu Delvey. Hún byggði ótrúlegar blekkingar sínar á því að hún væri dóttir þýsks auðmanns og sæti á digrum sjóði frá foreldrum sínum. Anna ráðskast með fólk og teymir með sér í allskonar ævintýri út um allan heim. Hún dvaldi m.a. vikum saman á rándýrum hótelum án þess að greiða krónu fyrir, tók einkaþotu traustataki og afhenti vinum sínum allskyns dýran merkjavarning sem hún borgaði fyrir með greiðslukortum annarra. Þegar hún gat ekki endurgreitt lánsfé gaf hún gjarnan þær skýringar að erlendar greiðslur væru á leiðinni, en þær skiluðu sér svo aldrei. Ástin er blind Hvað getum við lært af þessu? Hvernig getum við komið í veg fyrir að við eða aðrir okkur nákomnir falli fyrir ástarsvikatilraunum eða öðrum fjársvikum? Svarið er ekki einfalt en eftir því sem við tölum meira um þessi mál munu fleiri fara varlega í fjármálum. Við þurfum líka að hafa í huga að allir fjármálagerningar, hvort sem það er kreditkortafærsla, undirritun lána- eða leigusamninga eða annað er á okkar ábyrgð, óháð því hvernig peningarnir eru notaðir. Ef þú tekur lán í banka til að lána vini þínum þá berð þú ábyrgð á endurgreiðslunni, ekki vinur þinn. Hvernig þekki ég einkennin? Mörg dæmi eru um að fólk tapi fleiri milljónum til fjársvikara á netinu, jafnvel öllu sparifé sínu, eða steypi sér í skuldir til að senda peninga til svikara. Þetta hefur bæði mikil áhrif á þann sem verður fórnarlamb svikara en einnig fjölskyldu viðkomandi og ástvini. Það er mikilvægt að fólk þekki algeng einkenni þeirra sem eru fastir í svikamyllu sem eru m.a. að viðkomandi: Sýnir óvæntan áhuga á erlendum fjárfestingum, ræðir þær mikið og spyr út í hvernig eigi að framkvæma erlendar greiðslur eða kaupa rafmynt. Fær óvenju mikið af símtölum, t.d. frá fólki í útlöndum, og fer gjarnan afsíðis til að tala í símann. Virðist hafa breytta skapgerð. Umræður um fjármál verða erfiðar. Segir frá því að hann/hún hafi eignast vin/vinkonu á netinu. Hefur veitt utanaðkomandi aðila aðgang að netbanka, hafi gefið upp kortaupplýsingar eða óviðkomandi hafi aðgang að fjárhagsupplýsingum. Biður um lán frá vinum og fjölskyldu. Talar um frábær fjárfestingartækifæri á netinu eða á samfélagsmiðlum. Einnig er það svo að þau sem hafa nýlega orðið fyrir einhverskonar áfalli, t.d. ástvinamissi eða vegna mikilvægra tímamóta í lífinu eins og að láta af störfum, eru í meiri hættu á að alla fyrir brögðum svikara. Hafðu samband strax Ef þig grunar að þú hafir orðið þolandi svikara skaltu hafa samband við viðskiptabankann þinn sem fyrst. Við getum aðstoðað og veitt ráðgjöf. Ef kortinu eða kortanúmerinu þínu er stolið skaltu frysta kortið strax í appinu. Þú skalt líka hafa samband við viðskiptabankann þinn. Utan afgreiðslutíma banka getur þú hringt í neyðarnúmer kortafyrirtækja. Þú tilkynnir lögreglu um svikin með því að senda tölvupóst í netfangið cybercrime@lrh.is. Almennt má segja að mikilvægast sé að þekkja merki fjársvikatilrauna og fara varlega í samskiptum á netinu eða í raunheimum við fólk sem við þekkjum ekki vel. Þá er alltaf þess virði að hafa sérstakan vara á þegar beðið er um viðkvæmar fjárhags- eða persónuupplýsingar á borð við kortanúmer og bankaupplýsingar. Landsbankinn hefur birt mikið af fræðsluefni og upplýsingum um netöryggi síðustu ár sem nálgast má á vef bankans. Höfundur er sérfræðingur í Regluvörslu Landsbankans. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Íslenskir bankar Netöryggi Tinder Mest lesið Móttaka skemmtiferðaskipa - hlustað á íbúa Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir Skoðun Hugleiðingar á páskum Ámundi Loftsson Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon Skoðun Skoðun Skoðun Hugleiðingar á páskum Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Móttaka skemmtiferðaskipa - hlustað á íbúa Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson skrifar Skoðun Unglingar eiga skilið heildstætt mat frá framhaldsskólum Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon skrifar Skoðun Jafnlaunavottun - „Hverjir græða á jafnlaunavottun“ Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri sem fáir eru að ræða? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig húsnæðismarkað vill Viðskiptaráð? skrifar Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun Öll endurhæfing er í eðli sínu starfsendurhæfing Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Rétta leiðin til endurreisnar menntakerfisins? Birgir Finnsson skrifar Skoðun Tvær dætur á Gaza - páskahugvekja Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Ef það líkist þjóðarmorði – þá er það þjóðarmorð! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Vinnustaðir fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar Skoðun Blóð, sviti og tár Jökull Jörgensen skrifar Skoðun Ertu knúin/n fram af verðugleika eða óverðugleika? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Er hægt að stjórna bæjarfélagi með óskhyggju? Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Styrkleikar barna geta legið í öðru en að fá hæstu einkunnir Anna Maria Jónsdóttir skrifar Skoðun Listin við að fara sér hægt Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kosningar í stjórn Visku: Þitt atkvæði skiptir máli! Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Ábyrgð yfirvalda á innra mati á skólastarfi Anna Greta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Bjánarnir úti á landi Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar Sjá meira
Tilraunir til fjársvika á netinu aukast stöðugt og dæmi eru um að Íslendingar hafi tapað milljónum til svindlara á netinu. Oft er verið að spila með tilfinningar og góðmennsku fólks og mikilvægt að fólk þekki einkenni svikatilrauna, hvort sem þau beinast gegn þér eða þínum nánustu. Tilraunir til fjársvika á netinu hafa aukist mikið og í starfi mínu í Regluvörslu Landsbankans sé ég vel hversu slæm áhrif þessir glæpir geta haft á fólk, bæði fjárhagslega og tilfinningalega. Við í bankanum höfum birt töluvert af fræðsluefni um hvernig varast má svikin. Þetta efni hefur verið mikið skoðað en mögulega mun þó ný mynd og ný þáttaröð á Netflix hafa enn meiri áhrif á umræðuna. Um er að ræða heimildarmyndina The Tinder Swindler og þáttaröðina Inventing Anna. Myndin og þættirnir eru byggðir á raunverulegum og ótrúlegum atburðum og aðferðirnar eru í sjálfu sér ekki fjarri því sem við höfum séð hér á Íslandi. Ég vona að áhorf verði til þess að fleiri fari að tala um fjársvik og blekkingar og átti sig á aðferðunum sem svikahrapparnir beita til að geta varast gildrur þeirra, eða forðað ástvinum frá því að verða fórnarlömb. Biðja á endanum um peninga Við höfum áður fjallað um ástarsvik þar sem svikarar leita að fórnarlömbum til að stofna falskt ástarsamband á netinu í þeim eina tilgangi að hafa af þeim peninga. Fólk er síðan platað til að senda fjármuni undir því yfirskyni að ástin þeirra þurfi að greiða kostnað vegna veikinda eða ferðakostnað til að hún eða hann geti loksins komist til Íslands. Þykist vera efnaður en er í smá vandræðum Svikahrappurinn sem fjallað er um í The Tinder Swindler fer aðrar leiðir í ástarsvikunum. Hann kynnist konum á Tinder, hittir þær og myndar tengsl og blekkir síðan með allskonar brögðum til að fjármagna rándýran lífsstíl sinn. Nokkur fórnarlömb hans skuldsetja sig upp fyrir haus með kreditkortanotkun, lántökum og skuldbindingum fyrir leigu á íbúðum o.s.frv. Svikarinn þykist vera efnaður en vegna tímabundinna vandræða geti hann ekki notað kreditkortin eða tekið út úr bankanum. Þetta eru í raun mjög svipaðar aðferðir og við höfum séð notaðar í ástarsvikum, nema hvað að í þessu tilviki fara svikin fram í raunheimum en ekki bara á netinu. Peningarnir alltaf á leiðinni Í þáttaröðinni Inventing Anna er fjallað um svikahrappinn Önnu Sorokin, öðru nafni Önnu Delvey. Hún byggði ótrúlegar blekkingar sínar á því að hún væri dóttir þýsks auðmanns og sæti á digrum sjóði frá foreldrum sínum. Anna ráðskast með fólk og teymir með sér í allskonar ævintýri út um allan heim. Hún dvaldi m.a. vikum saman á rándýrum hótelum án þess að greiða krónu fyrir, tók einkaþotu traustataki og afhenti vinum sínum allskyns dýran merkjavarning sem hún borgaði fyrir með greiðslukortum annarra. Þegar hún gat ekki endurgreitt lánsfé gaf hún gjarnan þær skýringar að erlendar greiðslur væru á leiðinni, en þær skiluðu sér svo aldrei. Ástin er blind Hvað getum við lært af þessu? Hvernig getum við komið í veg fyrir að við eða aðrir okkur nákomnir falli fyrir ástarsvikatilraunum eða öðrum fjársvikum? Svarið er ekki einfalt en eftir því sem við tölum meira um þessi mál munu fleiri fara varlega í fjármálum. Við þurfum líka að hafa í huga að allir fjármálagerningar, hvort sem það er kreditkortafærsla, undirritun lána- eða leigusamninga eða annað er á okkar ábyrgð, óháð því hvernig peningarnir eru notaðir. Ef þú tekur lán í banka til að lána vini þínum þá berð þú ábyrgð á endurgreiðslunni, ekki vinur þinn. Hvernig þekki ég einkennin? Mörg dæmi eru um að fólk tapi fleiri milljónum til fjársvikara á netinu, jafnvel öllu sparifé sínu, eða steypi sér í skuldir til að senda peninga til svikara. Þetta hefur bæði mikil áhrif á þann sem verður fórnarlamb svikara en einnig fjölskyldu viðkomandi og ástvini. Það er mikilvægt að fólk þekki algeng einkenni þeirra sem eru fastir í svikamyllu sem eru m.a. að viðkomandi: Sýnir óvæntan áhuga á erlendum fjárfestingum, ræðir þær mikið og spyr út í hvernig eigi að framkvæma erlendar greiðslur eða kaupa rafmynt. Fær óvenju mikið af símtölum, t.d. frá fólki í útlöndum, og fer gjarnan afsíðis til að tala í símann. Virðist hafa breytta skapgerð. Umræður um fjármál verða erfiðar. Segir frá því að hann/hún hafi eignast vin/vinkonu á netinu. Hefur veitt utanaðkomandi aðila aðgang að netbanka, hafi gefið upp kortaupplýsingar eða óviðkomandi hafi aðgang að fjárhagsupplýsingum. Biður um lán frá vinum og fjölskyldu. Talar um frábær fjárfestingartækifæri á netinu eða á samfélagsmiðlum. Einnig er það svo að þau sem hafa nýlega orðið fyrir einhverskonar áfalli, t.d. ástvinamissi eða vegna mikilvægra tímamóta í lífinu eins og að láta af störfum, eru í meiri hættu á að alla fyrir brögðum svikara. Hafðu samband strax Ef þig grunar að þú hafir orðið þolandi svikara skaltu hafa samband við viðskiptabankann þinn sem fyrst. Við getum aðstoðað og veitt ráðgjöf. Ef kortinu eða kortanúmerinu þínu er stolið skaltu frysta kortið strax í appinu. Þú skalt líka hafa samband við viðskiptabankann þinn. Utan afgreiðslutíma banka getur þú hringt í neyðarnúmer kortafyrirtækja. Þú tilkynnir lögreglu um svikin með því að senda tölvupóst í netfangið cybercrime@lrh.is. Almennt má segja að mikilvægast sé að þekkja merki fjársvikatilrauna og fara varlega í samskiptum á netinu eða í raunheimum við fólk sem við þekkjum ekki vel. Þá er alltaf þess virði að hafa sérstakan vara á þegar beðið er um viðkvæmar fjárhags- eða persónuupplýsingar á borð við kortanúmer og bankaupplýsingar. Landsbankinn hefur birt mikið af fræðsluefni og upplýsingum um netöryggi síðustu ár sem nálgast má á vef bankans. Höfundur er sérfræðingur í Regluvörslu Landsbankans.
Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson Skoðun
Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley Skoðun
Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar
Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar
Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar
Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar
Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson Skoðun
Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley Skoðun