Ísland lokar fyrir flugumferð Rússa og vegabréfaáritun ekki í boði fyrir diplómata Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 27. febrúar 2022 10:19 Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra. Vísir/Egill Ísland hefur lokað fyrir flugumferð Rússa í loftrými Íslands. Þá fá rússneskir diplómatar og viðskiptamenn ekki að koma til landsins en búið er að loka fyrir vegabréfsáritanir þeirra. Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir tilkynnti lokun loftrýmisins á Twitter nú í morgun og bætist Ísland þar með í hóp Finnlands, Búlgaríu, Tékklands, Eistlands, Þýskalands, Litháen og Póllands sem öll hafa lokað á rússneskar flugvélar. Iceland has decided to close its airspace to Russian air traffic, in solidarity with #Ukraine — Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir (@thordiskolbrun) February 27, 2022 Þá munu rússneskir diplómatar, viðskiptafólk, þingmenn og fulltrúar stjórnvalda ekki fá að koma hingað til lands en það tilkynnti Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra í Sprengisandi á Bylgjunni nú rétt eftir tíu. „Við vorum að upplýsa fulltrúa rússneskra stjórnvalda um lokun lofthelginnar núna í morgun, hér á Íslandi. Öll loftför skráð í Rússlandi geta ekki flogið um íslenska lofthelgi. Síðar í dag verður tilkynnt um vegabréfsáritanir, að það verður sett stopp á þær,“ sagði Katrín. Hægt er að hlusta á Sprengisand í beinni útsendingu í spilaranum hér að neðan. Uppfært klukkan 11:30 Árétting hefur borist frá utanríkisráðuneyti Íslands þess efnis að aðgerðum stjórnvalda er miða að vegabréfsáritunum sé ekki beint að almennum rússneskum ferðamönnum, námsmönnum og öðrum sem fá áfram venjubundna afgreiðslu umsókna sinna um áritun. Þeim sé beint að rússneskum diplómötum, viðskiptafólki, þingmönnum og fulltrúum stjórnvalda, sem fái ekki að koma hingað til lands. Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Ferðamennska á Íslandi Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Utanríkismál Tengdar fréttir Boða til mótmæla um allt land í dag Boðað hefur verið til mótmæla- og samstöðufunda í Reykjavík, á Akureyri og Reyðarfirði í dag vegna innrásar Rússa inn í Úkraínu. 27. febrúar 2022 10:17 Sprengisandur: Úkraína, blaðamanna-og símamálið og KSÍ Margt verður rætt í þjóðmálaþættinum Sprengisandi í dag en þátturinn er sem fyrr á Bylgjunni klukkan tíu. Kristján Kristjánsson mun byrja á því að ræða við Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra um afstöðu íslenskra stjórnvalda til ástandsins í Úkraínu. 27. febrúar 2022 09:30 Götubardagar og sprengingar í Kænugarði í alla nótt en nú dauðaþögn Enn ein erfið nótt er liðin í Úkraínu og var hart barist í öllum stærstu borgum landsins. Útgöngubann er í gildi í Kænugarði og verður í gildi þar til klukkan átta í fyrramálið. Íbúi í Kænugarði segir hörðustu bardagana háða í skjóli nætur. 27. febrúar 2022 08:37 Mest lesið Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Innlent Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Innlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug Innlent Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Innlent Fleiri fréttir Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Sjá meira
Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir tilkynnti lokun loftrýmisins á Twitter nú í morgun og bætist Ísland þar með í hóp Finnlands, Búlgaríu, Tékklands, Eistlands, Þýskalands, Litháen og Póllands sem öll hafa lokað á rússneskar flugvélar. Iceland has decided to close its airspace to Russian air traffic, in solidarity with #Ukraine — Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir (@thordiskolbrun) February 27, 2022 Þá munu rússneskir diplómatar, viðskiptafólk, þingmenn og fulltrúar stjórnvalda ekki fá að koma hingað til lands en það tilkynnti Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra í Sprengisandi á Bylgjunni nú rétt eftir tíu. „Við vorum að upplýsa fulltrúa rússneskra stjórnvalda um lokun lofthelginnar núna í morgun, hér á Íslandi. Öll loftför skráð í Rússlandi geta ekki flogið um íslenska lofthelgi. Síðar í dag verður tilkynnt um vegabréfsáritanir, að það verður sett stopp á þær,“ sagði Katrín. Hægt er að hlusta á Sprengisand í beinni útsendingu í spilaranum hér að neðan. Uppfært klukkan 11:30 Árétting hefur borist frá utanríkisráðuneyti Íslands þess efnis að aðgerðum stjórnvalda er miða að vegabréfsáritunum sé ekki beint að almennum rússneskum ferðamönnum, námsmönnum og öðrum sem fá áfram venjubundna afgreiðslu umsókna sinna um áritun. Þeim sé beint að rússneskum diplómötum, viðskiptafólki, þingmönnum og fulltrúum stjórnvalda, sem fái ekki að koma hingað til lands.
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Ferðamennska á Íslandi Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Utanríkismál Tengdar fréttir Boða til mótmæla um allt land í dag Boðað hefur verið til mótmæla- og samstöðufunda í Reykjavík, á Akureyri og Reyðarfirði í dag vegna innrásar Rússa inn í Úkraínu. 27. febrúar 2022 10:17 Sprengisandur: Úkraína, blaðamanna-og símamálið og KSÍ Margt verður rætt í þjóðmálaþættinum Sprengisandi í dag en þátturinn er sem fyrr á Bylgjunni klukkan tíu. Kristján Kristjánsson mun byrja á því að ræða við Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra um afstöðu íslenskra stjórnvalda til ástandsins í Úkraínu. 27. febrúar 2022 09:30 Götubardagar og sprengingar í Kænugarði í alla nótt en nú dauðaþögn Enn ein erfið nótt er liðin í Úkraínu og var hart barist í öllum stærstu borgum landsins. Útgöngubann er í gildi í Kænugarði og verður í gildi þar til klukkan átta í fyrramálið. Íbúi í Kænugarði segir hörðustu bardagana háða í skjóli nætur. 27. febrúar 2022 08:37 Mest lesið Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Innlent Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Innlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug Innlent Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Innlent Fleiri fréttir Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Sjá meira
Boða til mótmæla um allt land í dag Boðað hefur verið til mótmæla- og samstöðufunda í Reykjavík, á Akureyri og Reyðarfirði í dag vegna innrásar Rússa inn í Úkraínu. 27. febrúar 2022 10:17
Sprengisandur: Úkraína, blaðamanna-og símamálið og KSÍ Margt verður rætt í þjóðmálaþættinum Sprengisandi í dag en þátturinn er sem fyrr á Bylgjunni klukkan tíu. Kristján Kristjánsson mun byrja á því að ræða við Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra um afstöðu íslenskra stjórnvalda til ástandsins í Úkraínu. 27. febrúar 2022 09:30
Götubardagar og sprengingar í Kænugarði í alla nótt en nú dauðaþögn Enn ein erfið nótt er liðin í Úkraínu og var hart barist í öllum stærstu borgum landsins. Útgöngubann er í gildi í Kænugarði og verður í gildi þar til klukkan átta í fyrramálið. Íbúi í Kænugarði segir hörðustu bardagana háða í skjóli nætur. 27. febrúar 2022 08:37