Spánverjar áhyggjufullir - öfgahægriflokkur í mikilli sókn Jóhann Hlíðar Harðarson skrifar 5. mars 2022 09:26 Santiago Abascal er formaður VOX. Eduardo Parra/Getty Meirihluti Spánverja hefur miklar áhyggjur af því að þjóðernisflokkur yst á hægri væng stjórnmála gæti sest í ríkisstjórn landsins. 30 prósent þjóðarinnar telja flokkinn hreinræktaðan fasistaflokk. Stjórnmálaflokkurinn VOX er innan við 10 ára gamall. Framan af afgreiddi lungi fólks hann sem jaðarflokk sem ekki væri líklegur til stórræðanna. Almenningur á Spáni virtist einfaldlega ekki ekki jafn ginnkeyptur fyrir öfgakenndum þjóðernisboðskap og margar aðrar þjóðir í Evrópu. Aðallega kannski vegna þess að Spánverjar bjuggu á síðustu öld við 40 ára einræði byggt á hugmyndafræði fasisma. Og enn eru of margir sem muna þá tíma. VOX vex hratt En VOX vex, og það hratt. Flokkurinn er nú 3. stærsti flokkurinn á spænska þinginu og í síðustu viku vann hann stórsigur í kosningum í sjálfsstjórnarhéraðinu Kastilía-León á Mið-Spáni, fór úr einum þingmanni í 13 og erfitt að sjá hvernig hægt verður að mynda stjórn þar án hans. Mjög stór hluti spænsku þjóðarinnar hefur miklar áhyggjur af uppgangi VOX. Í stórri könnun sem kynnt var í vikunni kemur fram að 70% þjóðarinnar telja flokkinn vera öfgahægriflokk og 30% telja hann hreinræktaðan fasistaflokk. Tæp 60% kjósenda hafa áhyggjur eða eru beinlínis hrædd við að flokkurinn komist í ríkisstjórn landsins. Vill banna stjórnmálaflokka sem berjast fyrir sjálfstæði Á stefnuskrá VOX er meðal annars að banna með lögum flokka sem berjast fyrir sjálfstæði Katalóníu, Baskalands eða annarra sjálfsstjórnarhéraða, flokkurinn er andsnúinn innflytjendum, leiðtogar flokksins fullyrtu meðal annars í fyrra að auknir glæpir gegn samkynhneigðum væru innflytjendum að kenna, flokkurinn vill afnema lög sem ætlað er að sporna við kynbundnu ofbeldi, sem og lög sem heimila þungunarrof og líknardráp. Þá vill flokkurinn auka að nýju miðstýringu ríkisins, hefja kirkjuna til virðingar sem og nautaat sem á verulega í vök að verjast hér á Spáni. Stjórnmálaskýrendur segja að þessi dægrin sé VOX í einstaklega góðu sóknarfæri. Stærsti hægri flokkur landsins, Lýðflokkurinn, logar stafnana á milli vegna spillingarmála, formaður hans er rúinn trausti og á meðan fitnar púkinn á fjósbitanum. Formaður VOX, Santiago Abascal, er því eðlilega fullur sjálftrausts og hann fullyrti á blaðamannafundi í vikunni, að þess yrði ekki langt að bíða að VOX yrði stærsti flokkur Spánar. Til þess hefði flokkurinn alla burði. Spánn Tengdar fréttir Þúsundir mótmæltu samfélagslegum takmörkunum á Spáni Þúsundir mótmæltu í gær viðbrögðum spænskra stjórnvalda við faraldri kórónuveirunnar sem valdið getur Covid-19. Öfgahægriflokkur í landinu hvatti til mótmælanna. 24. maí 2020 07:53 Nýjar kosningar gerðu lítið til þess að höggva á hnútinn Hægri öfgaflokkurinn Vox vann stórsigur í kosningunum og bætti við sig 28 sætum og hlaut því 52 sæti í heildina. 10. nóvember 2019 23:15 Mest lesið Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Innlent Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Innlent Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Lögreglan lýsir eftir Sindra Péturssyni Innlent Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Innlent Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Innlent Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Innlent Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar Innlent Fleiri fréttir Ríkisstjórn Bandaríkjanna og Harvard takast á fyrir dómstólum Nítján látnir eftir að herflugvél brotlenti á skólabyggingu Rússar opnir fyrir friðarviðræðum en hyggist ekki slá af kröfum sínum Hátt í sjötíu drepnir í biðröð eftir mat Ökumaðurinn skotinn af vitnum á vettvangi Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Ísrael og Sýrland hafi samið um vopnahlé Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Rappsveitin sem sætti hryðjuverkarannsókn sleppur með skrekkinn Skotinn til bana þegar hann söng Linkin Park á karókíkvöldi Bretar hyggjast lækka kosningaaldur í sextán ár Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Ísrael sprengir í Sýrlandi: Þrír látnir og tugir særðir Fimm glæpamenn fluttir frá Bandaríkjunum til Esvatíní Sjá meira
Stjórnmálaflokkurinn VOX er innan við 10 ára gamall. Framan af afgreiddi lungi fólks hann sem jaðarflokk sem ekki væri líklegur til stórræðanna. Almenningur á Spáni virtist einfaldlega ekki ekki jafn ginnkeyptur fyrir öfgakenndum þjóðernisboðskap og margar aðrar þjóðir í Evrópu. Aðallega kannski vegna þess að Spánverjar bjuggu á síðustu öld við 40 ára einræði byggt á hugmyndafræði fasisma. Og enn eru of margir sem muna þá tíma. VOX vex hratt En VOX vex, og það hratt. Flokkurinn er nú 3. stærsti flokkurinn á spænska þinginu og í síðustu viku vann hann stórsigur í kosningum í sjálfsstjórnarhéraðinu Kastilía-León á Mið-Spáni, fór úr einum þingmanni í 13 og erfitt að sjá hvernig hægt verður að mynda stjórn þar án hans. Mjög stór hluti spænsku þjóðarinnar hefur miklar áhyggjur af uppgangi VOX. Í stórri könnun sem kynnt var í vikunni kemur fram að 70% þjóðarinnar telja flokkinn vera öfgahægriflokk og 30% telja hann hreinræktaðan fasistaflokk. Tæp 60% kjósenda hafa áhyggjur eða eru beinlínis hrædd við að flokkurinn komist í ríkisstjórn landsins. Vill banna stjórnmálaflokka sem berjast fyrir sjálfstæði Á stefnuskrá VOX er meðal annars að banna með lögum flokka sem berjast fyrir sjálfstæði Katalóníu, Baskalands eða annarra sjálfsstjórnarhéraða, flokkurinn er andsnúinn innflytjendum, leiðtogar flokksins fullyrtu meðal annars í fyrra að auknir glæpir gegn samkynhneigðum væru innflytjendum að kenna, flokkurinn vill afnema lög sem ætlað er að sporna við kynbundnu ofbeldi, sem og lög sem heimila þungunarrof og líknardráp. Þá vill flokkurinn auka að nýju miðstýringu ríkisins, hefja kirkjuna til virðingar sem og nautaat sem á verulega í vök að verjast hér á Spáni. Stjórnmálaskýrendur segja að þessi dægrin sé VOX í einstaklega góðu sóknarfæri. Stærsti hægri flokkur landsins, Lýðflokkurinn, logar stafnana á milli vegna spillingarmála, formaður hans er rúinn trausti og á meðan fitnar púkinn á fjósbitanum. Formaður VOX, Santiago Abascal, er því eðlilega fullur sjálftrausts og hann fullyrti á blaðamannafundi í vikunni, að þess yrði ekki langt að bíða að VOX yrði stærsti flokkur Spánar. Til þess hefði flokkurinn alla burði.
Spánn Tengdar fréttir Þúsundir mótmæltu samfélagslegum takmörkunum á Spáni Þúsundir mótmæltu í gær viðbrögðum spænskra stjórnvalda við faraldri kórónuveirunnar sem valdið getur Covid-19. Öfgahægriflokkur í landinu hvatti til mótmælanna. 24. maí 2020 07:53 Nýjar kosningar gerðu lítið til þess að höggva á hnútinn Hægri öfgaflokkurinn Vox vann stórsigur í kosningunum og bætti við sig 28 sætum og hlaut því 52 sæti í heildina. 10. nóvember 2019 23:15 Mest lesið Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Innlent Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Innlent Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Lögreglan lýsir eftir Sindra Péturssyni Innlent Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Innlent Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Innlent Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Innlent Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar Innlent Fleiri fréttir Ríkisstjórn Bandaríkjanna og Harvard takast á fyrir dómstólum Nítján látnir eftir að herflugvél brotlenti á skólabyggingu Rússar opnir fyrir friðarviðræðum en hyggist ekki slá af kröfum sínum Hátt í sjötíu drepnir í biðröð eftir mat Ökumaðurinn skotinn af vitnum á vettvangi Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Ísrael og Sýrland hafi samið um vopnahlé Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Rappsveitin sem sætti hryðjuverkarannsókn sleppur með skrekkinn Skotinn til bana þegar hann söng Linkin Park á karókíkvöldi Bretar hyggjast lækka kosningaaldur í sextán ár Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Ísrael sprengir í Sýrlandi: Þrír látnir og tugir særðir Fimm glæpamenn fluttir frá Bandaríkjunum til Esvatíní Sjá meira
Þúsundir mótmæltu samfélagslegum takmörkunum á Spáni Þúsundir mótmæltu í gær viðbrögðum spænskra stjórnvalda við faraldri kórónuveirunnar sem valdið getur Covid-19. Öfgahægriflokkur í landinu hvatti til mótmælanna. 24. maí 2020 07:53
Nýjar kosningar gerðu lítið til þess að höggva á hnútinn Hægri öfgaflokkurinn Vox vann stórsigur í kosningunum og bætti við sig 28 sætum og hlaut því 52 sæti í heildina. 10. nóvember 2019 23:15