Halda ró sinni en tilbúin með vegabréfið ef allt fer á versta veg Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 25. febrúar 2022 20:00 Jóhann Guðmundsson, Arna Pálsdóttir og Edda Þórunn Þórarinsdóttir. vísir Fólk er ekki bara óttaslegið í Úkraínu. Í Slóvakíu og Ungverjalandi búa um 200 íslenskir læknanemar sem hafa áhyggjur af næstu skrefum. Læknanemar á báðum stöðum halda ró sinni en eru tilbúnir með vegabréfin ef að allt fer á versta veg. Fjöldi íslenskra læknanema er búsettur í Slóvakíu og Ungverjalandi, en löndin eiga landamæri að Úkraínu. Læknanemar á svæðinu segja flesta óttaslegna en að fólk haldi ró sinni. „Maður er svolítið hræddur því maður hefur ekki verið í þessari stöðu áður en við metum þetta frá degi til dags og sjáum hvað næsti dagur hefur í för með sér. Það er það eina í stöðunni akkúrat núna,“ segir Edda Þórunn Þórarinsdóttir, læknanemi í Slóvakíu. Formenn félags íslenskra læknanema í Slóvakíu og Ungverjalandi höfðu samband við Utanríkisráðuneytið og létu vita af hópnum og var ráðuneytið með þessi skilaboð. „Við eigum bara að vera tilbúin ef eitthvað gerist. Vera tilbúin með vegabréf og helstu nauðsynjar,“ sagði Jóhann Guðmundsson, formaður Félags íslenskra læknanema í Ungverjalandi. Þau segjast ekki vita af Íslendingum sem ætla heim vegna ástandsins. Skólahald helst óbreytt og því lítið annað að gera en að bíða eftir fregnum og sjá hvernig næstu skref verða. Jóhann segir að fjölskyldan heima á Íslandi sé helst áhyggjufull og stelpurnar taka undir það. „Ég er búin að fá símhringingar frá vinkonum, mömmu og fleirum. Allir að spyrja hvort við séum örugg en við vitum ekki neitt. Við lesum bara fréttir eins og hver annar Íslendingur,“ sagði Edda Þórunn. „Ég held að það sé bara mikilvægt að halda ró sinni. Auðvitað er fólki brugðið og áhyggjufullt en það þýðir ekki að æða áfram í einhverri hræðslu. Meta stöðuna frá degi til dags,“ sagði Arna Pálsdóttir, formaður Félags íslenskra læknanema í Slóvakíu. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem íslenskir nemar þurfa að vera tilbúnir til þess að bregðast hratt við í óvissuástandi því að fyrir einu og hálfu ári þurftu þeir að flýja í kappi við tímann yfir landamæri sem voru á barmi þess að lokast vegna heimsfaraldurs. „Þetta hefur verið mjög skrítið í mjög langan tíma og þetta er ekki beint að batna,“ sagði Jóhann. Íslendingar erlendis Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Slóvakía Ungverjaland Mest lesið Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Innlent Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Erlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Innlent Inga mundaði skófluna við Sóltún Innlent Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Innlent Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Innlent Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Innlent Fleiri fréttir Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Engar fréttir af þinglokum en veiðigjöldin ekki á dagskrá í dag Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Fjöldi ökumanna stöðvaður í umferðinni Sjá meira
Fjöldi íslenskra læknanema er búsettur í Slóvakíu og Ungverjalandi, en löndin eiga landamæri að Úkraínu. Læknanemar á svæðinu segja flesta óttaslegna en að fólk haldi ró sinni. „Maður er svolítið hræddur því maður hefur ekki verið í þessari stöðu áður en við metum þetta frá degi til dags og sjáum hvað næsti dagur hefur í för með sér. Það er það eina í stöðunni akkúrat núna,“ segir Edda Þórunn Þórarinsdóttir, læknanemi í Slóvakíu. Formenn félags íslenskra læknanema í Slóvakíu og Ungverjalandi höfðu samband við Utanríkisráðuneytið og létu vita af hópnum og var ráðuneytið með þessi skilaboð. „Við eigum bara að vera tilbúin ef eitthvað gerist. Vera tilbúin með vegabréf og helstu nauðsynjar,“ sagði Jóhann Guðmundsson, formaður Félags íslenskra læknanema í Ungverjalandi. Þau segjast ekki vita af Íslendingum sem ætla heim vegna ástandsins. Skólahald helst óbreytt og því lítið annað að gera en að bíða eftir fregnum og sjá hvernig næstu skref verða. Jóhann segir að fjölskyldan heima á Íslandi sé helst áhyggjufull og stelpurnar taka undir það. „Ég er búin að fá símhringingar frá vinkonum, mömmu og fleirum. Allir að spyrja hvort við séum örugg en við vitum ekki neitt. Við lesum bara fréttir eins og hver annar Íslendingur,“ sagði Edda Þórunn. „Ég held að það sé bara mikilvægt að halda ró sinni. Auðvitað er fólki brugðið og áhyggjufullt en það þýðir ekki að æða áfram í einhverri hræðslu. Meta stöðuna frá degi til dags,“ sagði Arna Pálsdóttir, formaður Félags íslenskra læknanema í Slóvakíu. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem íslenskir nemar þurfa að vera tilbúnir til þess að bregðast hratt við í óvissuástandi því að fyrir einu og hálfu ári þurftu þeir að flýja í kappi við tímann yfir landamæri sem voru á barmi þess að lokast vegna heimsfaraldurs. „Þetta hefur verið mjög skrítið í mjög langan tíma og þetta er ekki beint að batna,“ sagði Jóhann.
Íslendingar erlendis Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Slóvakía Ungverjaland Mest lesið Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Innlent Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Erlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Innlent Inga mundaði skófluna við Sóltún Innlent Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Innlent Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Innlent Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Innlent Fleiri fréttir Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Engar fréttir af þinglokum en veiðigjöldin ekki á dagskrá í dag Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Fjöldi ökumanna stöðvaður í umferðinni Sjá meira