Falla frá málinu og greiða Hafdísi Helgu miskabætur Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 25. febrúar 2022 15:04 Það var harðlega gagnrýnt þegar Lilja Alfreðsdóttir ákvað að áfrýja málinu til Landsréttar. Hún vísaði til þess að það hefði verið gert eftir ráðgjöf hjá sérfræðingum og ákvörðunin hefði ekki verið léttvæg. Vísir/vilhelm Mennta- og barnamálaráðuneytið hefur ákveðið að falla frá áframhaldandi málarekstri gegn Hafdísi Helgu Ólafsdóttur. Í tilkynningu frá ráðuneytinu segir að sáttin hljóði upp á 2,3 milljóna króna miskabótagreiðslu auk málskostnaðar. Hafdís Helga var á meðal umsækjenda um sarf ráðuneytisstjóra í menntamálaráðuneytinu. Páll Magnússon var ráðinn í starfið og kærði Hafdís Helga niðurstöðuna til kærunefndar jafnréttismála. Niðurstaða kærunefndar jafnréttismála var sú að Lilja Alfreðsdóttir, þáverandi mennta- og menningarmálaráðherra, hefði brotið gegn jafnréttislögum þegar hún réð Pál. Páll var skipaður í embættið frá 1. desember 2019 en hann var lengi virkur í Framsóknarflokknum og hefur meðal annars starfað sem aðstoðarmaður ráðherra og bæjarritari Kópavogs. Ásmundur Einar Daðason, mennta- og barnamálaráðherra, ákvað á síðustu stundu að falla frá frekari málarekstri og greiða bætur.Vísir/vilhelm Þegar tilkynnt var um ráðninguna kom fram að þrettán hefðu sótt um stöðuna en ráðherra hefði metið það sem svo að Páll væri hæfastur umsækjenda vegna fjölþættrar menntunar og reynslu af stjórnunarstörfum hjá hinu opinbera. Hæfisnefnd mat fjóra umsækjendur hæfasta og var Páll á meðal þeirra. Auk Páls var að finna tvær konur og einn karl í hópnum. Hafdís Helga, sem er skrifstofustjóri í forsætisráðuneytinu, var ekki í þeim hópi. Lilja krafðist ógildingar á úrskurðinum fyrir héraðsdómi en hafði ekki erindi sem erfiði. Héraðsdómur staðfesti niðurstöðu úrskurðarnefndar og var íslenska ríkið dæmt til að greiða málskostnað Hafdísar Helgu upp á 4,5 milljónir króna. Lilja áfrýjaði niðurstöðunni í héraði til Landsréttar og átti að taka málið fyrir í Landsrétti á mánudaginn. Ekki verður af því. Harðræðinu sé loks lokið Hafdís Helga tjáir sig um málið á Facebook-síðu sinni. Hún segir málsókn Lilju Alfreðsdóttur fordæmalausa. „Hún byggðist á því að kærunefnd jafnréttismála hefði farið út fyrir valdsvið sitt og ekki farið að jafnréttislögum þegar nefndin úrskurðaði 27. maí 2020 um brot ráðherrans við skipun í embætti ráðuneytisstjóra í mennta- og menningarmálaráðuneyti haustið 2019. Ráðherra freistaði þess sem sagt að fá þeim úrskurði kærunefndarinnar hnekkt að hún hefði sjálf brotið jafnréttislög. Til þess þurfti hún að draga mig persónulega fyrir dóm sem þvældist nú ekki fyrir henni. Ekki tókst henni ætlunarverk sitt. Dómur féll í Héraðsdómi Reykjavíkur 5. mars 2021 í máli E- 5061/2020 þar sem ekki var fallist á eina einustu málsástæðu ráðherrans og voru þær allnokkrar,“ segir Hafdís Helga. „Hún kaus nú samt að áfrýja til Landsréttar fjórum klukkutímum síðar þrátt fyrir sterkan dóm - sem er fáheyrt - og náði því að teygja lopann fram yfir kosningar. Allir vita hvernig þær fóru en málið komst svo loks á dagskrá Landsréttar 28. febrúar 2022. Það hefur nú hins vegar verið afturkallað af hálfu ríkisins og eftir stendur afdráttarlaus héraðsdómur um brot ráðherrans Lilju Alfreðsdóttur á jafnréttislögum - sært stolt hennar hefur reynst dýru verði keypt fyrir skattgreiðendur.“ Harðræðinu sé lokið og skilaboð Hafdísar Helgu einföld: Áslaug Árnadóttir lögmaður Hafdísar Helgu sem taldi á sér brotið þegar gengið var fram hjá henni við ráðningu ráðuneytisstjóra í mennta- og menningarmálaráðuneytinu. „Þetta má ekki endurtaka sig, hvorki á þessu sviði né öðrum. Að slík valdbeiting sé viðhöfð og þjösnast á einstaklingi fyrir engar sakir svo mánuðum og árum skiptir í skjóli ríkisins og á kostnað skattgreiðenda. Ég bíð síðan spennt eftir því hvað umboðsmaður Alþingis leggur til í málum þeirra einstaklinga sem verða fyrir því óláni - svo vísað sé til orða hans sjálfs í ágúst sl. á Lagadeginum - að kæra til stjórnvalda, vinna og þurfa svo að sæta því að þurfa að taka til varna.“ Málið hefur fengið mikið á Hafdísi Helgu og sérstaklega óvissan. „Á þessu langa óvissutímabili, samhliða m.a. jarðskjálftum, eldgosi og Covid hefur rifið í bæði í mínu vinnulífi og fjölskyldulífi, já fyrir þær sakir einar að leita réttar míns eftir lögboðnum leiðum, í kjölfar þess að sækja um starf sem ég fékk sem betur fer ekki. Varð svo hluti af besta skets í áramótaskaupi fyrr og síðar með hestinum Blesa frá Hafurstöðum. Dæmi svo bara hver fyrir sig hvort það sé þess virði að leita réttar síns í jafnréttisparadísinni Íslandi.“ Skipan ráðuneytisstjóra í menntamálaráðuneytinu Stjórnsýsla Jafnréttismál Mest lesið „Liggur maður þarna á jörðinni og það var verið að berja hann í stöppu“ Innlent Björg sökuð um brot á kosningareglum Viðreisnar Innlent „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Innlent „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ Innlent „Erum rétt byrjuð að sjá ofan í þennan forarpytt“ Erlent Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent Vaktin: Viðreisn velur oddvita Innlent Mette-Marit biðst afsökunar á tengslum sínum við Epstein Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Fleiri fréttir Sjálfstæðismenn í Reykjanesbæ velja sér oddvita „Vinna er heilsuefling“ Björg sökuð um brot á kosningareglum Viðreisnar Blótað í Grindavík á nýjan leik Vaktin: Viðreisn velur oddvita „Liggur maður þarna á jörðinni og það var verið að berja hann í stöppu“ Vilja Hjallastefnugrunnskóla í Árborg Skjálftinn í Bárðarbungu 5,3 að stærð Rýnt í Epstein-skjölin, prófkjör Viðreisnar og árás ungmenna „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Fjórðungur kosið í prófkjöri Viðreisnar Maður hlotið stórfellt líkamstjón eftir árás ungmenna „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ „Mjög áhugaverð umræða“ Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Sjá meira
Hafdís Helga var á meðal umsækjenda um sarf ráðuneytisstjóra í menntamálaráðuneytinu. Páll Magnússon var ráðinn í starfið og kærði Hafdís Helga niðurstöðuna til kærunefndar jafnréttismála. Niðurstaða kærunefndar jafnréttismála var sú að Lilja Alfreðsdóttir, þáverandi mennta- og menningarmálaráðherra, hefði brotið gegn jafnréttislögum þegar hún réð Pál. Páll var skipaður í embættið frá 1. desember 2019 en hann var lengi virkur í Framsóknarflokknum og hefur meðal annars starfað sem aðstoðarmaður ráðherra og bæjarritari Kópavogs. Ásmundur Einar Daðason, mennta- og barnamálaráðherra, ákvað á síðustu stundu að falla frá frekari málarekstri og greiða bætur.Vísir/vilhelm Þegar tilkynnt var um ráðninguna kom fram að þrettán hefðu sótt um stöðuna en ráðherra hefði metið það sem svo að Páll væri hæfastur umsækjenda vegna fjölþættrar menntunar og reynslu af stjórnunarstörfum hjá hinu opinbera. Hæfisnefnd mat fjóra umsækjendur hæfasta og var Páll á meðal þeirra. Auk Páls var að finna tvær konur og einn karl í hópnum. Hafdís Helga, sem er skrifstofustjóri í forsætisráðuneytinu, var ekki í þeim hópi. Lilja krafðist ógildingar á úrskurðinum fyrir héraðsdómi en hafði ekki erindi sem erfiði. Héraðsdómur staðfesti niðurstöðu úrskurðarnefndar og var íslenska ríkið dæmt til að greiða málskostnað Hafdísar Helgu upp á 4,5 milljónir króna. Lilja áfrýjaði niðurstöðunni í héraði til Landsréttar og átti að taka málið fyrir í Landsrétti á mánudaginn. Ekki verður af því. Harðræðinu sé loks lokið Hafdís Helga tjáir sig um málið á Facebook-síðu sinni. Hún segir málsókn Lilju Alfreðsdóttur fordæmalausa. „Hún byggðist á því að kærunefnd jafnréttismála hefði farið út fyrir valdsvið sitt og ekki farið að jafnréttislögum þegar nefndin úrskurðaði 27. maí 2020 um brot ráðherrans við skipun í embætti ráðuneytisstjóra í mennta- og menningarmálaráðuneyti haustið 2019. Ráðherra freistaði þess sem sagt að fá þeim úrskurði kærunefndarinnar hnekkt að hún hefði sjálf brotið jafnréttislög. Til þess þurfti hún að draga mig persónulega fyrir dóm sem þvældist nú ekki fyrir henni. Ekki tókst henni ætlunarverk sitt. Dómur féll í Héraðsdómi Reykjavíkur 5. mars 2021 í máli E- 5061/2020 þar sem ekki var fallist á eina einustu málsástæðu ráðherrans og voru þær allnokkrar,“ segir Hafdís Helga. „Hún kaus nú samt að áfrýja til Landsréttar fjórum klukkutímum síðar þrátt fyrir sterkan dóm - sem er fáheyrt - og náði því að teygja lopann fram yfir kosningar. Allir vita hvernig þær fóru en málið komst svo loks á dagskrá Landsréttar 28. febrúar 2022. Það hefur nú hins vegar verið afturkallað af hálfu ríkisins og eftir stendur afdráttarlaus héraðsdómur um brot ráðherrans Lilju Alfreðsdóttur á jafnréttislögum - sært stolt hennar hefur reynst dýru verði keypt fyrir skattgreiðendur.“ Harðræðinu sé lokið og skilaboð Hafdísar Helgu einföld: Áslaug Árnadóttir lögmaður Hafdísar Helgu sem taldi á sér brotið þegar gengið var fram hjá henni við ráðningu ráðuneytisstjóra í mennta- og menningarmálaráðuneytinu. „Þetta má ekki endurtaka sig, hvorki á þessu sviði né öðrum. Að slík valdbeiting sé viðhöfð og þjösnast á einstaklingi fyrir engar sakir svo mánuðum og árum skiptir í skjóli ríkisins og á kostnað skattgreiðenda. Ég bíð síðan spennt eftir því hvað umboðsmaður Alþingis leggur til í málum þeirra einstaklinga sem verða fyrir því óláni - svo vísað sé til orða hans sjálfs í ágúst sl. á Lagadeginum - að kæra til stjórnvalda, vinna og þurfa svo að sæta því að þurfa að taka til varna.“ Málið hefur fengið mikið á Hafdísi Helgu og sérstaklega óvissan. „Á þessu langa óvissutímabili, samhliða m.a. jarðskjálftum, eldgosi og Covid hefur rifið í bæði í mínu vinnulífi og fjölskyldulífi, já fyrir þær sakir einar að leita réttar míns eftir lögboðnum leiðum, í kjölfar þess að sækja um starf sem ég fékk sem betur fer ekki. Varð svo hluti af besta skets í áramótaskaupi fyrr og síðar með hestinum Blesa frá Hafurstöðum. Dæmi svo bara hver fyrir sig hvort það sé þess virði að leita réttar síns í jafnréttisparadísinni Íslandi.“
Skipan ráðuneytisstjóra í menntamálaráðuneytinu Stjórnsýsla Jafnréttismál Mest lesið „Liggur maður þarna á jörðinni og það var verið að berja hann í stöppu“ Innlent Björg sökuð um brot á kosningareglum Viðreisnar Innlent „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Innlent „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ Innlent „Erum rétt byrjuð að sjá ofan í þennan forarpytt“ Erlent Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent Vaktin: Viðreisn velur oddvita Innlent Mette-Marit biðst afsökunar á tengslum sínum við Epstein Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Fleiri fréttir Sjálfstæðismenn í Reykjanesbæ velja sér oddvita „Vinna er heilsuefling“ Björg sökuð um brot á kosningareglum Viðreisnar Blótað í Grindavík á nýjan leik Vaktin: Viðreisn velur oddvita „Liggur maður þarna á jörðinni og það var verið að berja hann í stöppu“ Vilja Hjallastefnugrunnskóla í Árborg Skjálftinn í Bárðarbungu 5,3 að stærð Rýnt í Epstein-skjölin, prófkjör Viðreisnar og árás ungmenna „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Fjórðungur kosið í prófkjöri Viðreisnar Maður hlotið stórfellt líkamstjón eftir árás ungmenna „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ „Mjög áhugaverð umræða“ Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Sjá meira