Sveit í borg – Álftanes Áslaug Hulda Jónsdóttir skrifar 25. febrúar 2022 15:31 Garðabær er einstakt samfélag og hvert hverfi innan bæjarfélagsins hefur sína sérstöðu. Álftanes er eitt af þeim, strjálbýlt sveitaþorp, sveit í borg. Það er mikilvægt að við gætum að sérkennum þess. Umhverfi Álftaness, fuglalíf og söguminjar eru verðmæti sem við þurfum að varðveita áfram. Mikil lífsgæði eru fólgin í því að geta notið útivistar og friðsældar í ósnortinni náttúru í nálægð við heimili sitt. Gott skipulag hefur ekki aðeins áhrif á það að við komumst örugglega á milli staða heldur hefur það líka áhrif á líðan okkar. Góð tenging á milli hverfa er jafn mikilvæg og tenging við náttúruna. Með betra stígakerfi og bættum samgöngum aukum við öryggi íbúa, barna og fullorðinna. Félagsauður og vellíðan Öflugt félagsstarf ber þess glögglega merki að Álftanes er samheldið samfélag þar sem mannauður er mikill. Þetta er mikilvægt. Góðir innviðir, aðstaða og búnaður stuðla að aukinni virkni og þátttöku bæjarbúa. Við þurfum að tryggja góðan aðbúnað, sinna viðhaldi betur og auka framboð á fjölbreyttum valkostum um leið og við hvetjum alla aldurshópa til þátttöku. Með því að efla innviði, auðveldum við fólki að hittast hvort sem það er í sundi, á æfingu, golfi, skátafundi, kaffihúsi eða í göngu. Rannsóknir sýna að heimsfaraldurinn hefur haft alvarlegar afleiðingar á líðan fólks. Þátttaka í íþrótta- og tómstundastarfi eykur vellíðan og virkni og spornar gegn félagslegri einangrun. Öflugt íþrótta- og tómstundastarf hefur sennilega aldrei verið jafn mikilvægt og nú. Miðgarður mun nýtast öllum Garðbæingum vel og efla íþrótta- og tómstundastarf í bænum. Uppbygging og endurnýjun hefur verið á íþróttamannvirkjum á Álftanesi, í sumar verður ákveðnum áföngum lokið í kringum íþróttasvæðið en við þurfum að klára heildarskipulag svæðisins. Eftirspurn og innviðir Það er eftirsóknarvert að búa á Álftanesi. Ótvíræður vitnisburður þess er gríðarmikill áhugi á húsnæði þar og einnig á úthlutun lóða. Framundan er frekari uppbygging á Álftanesi og tryggja þarf áframhaldandi samtal og samráð við íbúa. Uppbyggingu og vexti fylgja fjárfestingar í innviðum. Í allri umræðu um innviði sveitarfélaga er mikilvægt að félagslegir innviðir gleymist ekki. Það væri okkur svo til mikils sóma að fegra hringtorgið við Bessastaði. Höfundur er formaður bæjarráðs Garðabæjar og býður sig fram í 1. sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Áslaug Hulda Jónsdóttir Garðabær Sjálfstæðisflokkurinn Skoðun: Kosningar 2022 Mest lesið Tími kominn til að hugsa um landið allt Ingibjörg Isaksen Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Milljarðakostnaður sérfræðinga Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Hvað þýðir „að vera nóg“ Sigurður Árni Reynisson Skoðun Snýst um deilur Dags og Kristrúnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Of sein til að ættleiða Silja Dögg Gunnarsdóttir Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Halldór 15.11.2025 Halldór Fjör á fjármálamarkaði Fastir pennar Hver er uppruni íslam? Finnur Thorlacius Eiríksson Skoðun Skoðun Skoðun Hver er uppruni íslam? Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvað þýðir „að vera nóg“ Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Nýjar lóðir í betri og bjartari borg Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Tími kominn til að hugsa um landið allt Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Milljarðakostnaður sérfræðinga Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Snýst um deilur Dags og Kristrúnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „Mamma, eru loftgæðin á grænu?“ Sara björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur utanríkisráðherra Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Samfélag þar sem börn mæta afgangi Grímur Atlason skrifar Skoðun „Samræði“ við barn er ekki til - það er alltaf ofbeldi Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Staða íslenskrar fornleifafræði Gylfi Helgason skrifar Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tími jarðefnaeldsneytis að líða undir lok Nótt Thorberg skrifar Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar Skoðun Ríkið græðir á eigin framkvæmdum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenska sem annað tungumál Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Sykursýki snýst ekki bara um tölur Erla Kristófersdóttir,Kristín Linnet Einarsdóttir skrifar Skoðun Íslenskan er í góðum höndum Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Ójafn leikur á Atlantshafi Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Höfnum óráðsíunni og blásum til sóknar Guðbergur Reynisson skrifar Skoðun Stór baráttumál Flokks fólksins orðin að lögum Inga Sæland skrifar Skoðun Víð Sýn Páll Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvenær er nóg orðið nóg? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hringekjuspuni bankastjórans: Kjósum frekar breytilega og háa vexti Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Þegar útborgunin hverfur: Svona geta fjölskyldur tapað öllu Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hugleiðingar um Sundabraut Kristín Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem virka: Garðabær í fremstu röð Almar Guðmundsson,Margrét Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Garðabær er einstakt samfélag og hvert hverfi innan bæjarfélagsins hefur sína sérstöðu. Álftanes er eitt af þeim, strjálbýlt sveitaþorp, sveit í borg. Það er mikilvægt að við gætum að sérkennum þess. Umhverfi Álftaness, fuglalíf og söguminjar eru verðmæti sem við þurfum að varðveita áfram. Mikil lífsgæði eru fólgin í því að geta notið útivistar og friðsældar í ósnortinni náttúru í nálægð við heimili sitt. Gott skipulag hefur ekki aðeins áhrif á það að við komumst örugglega á milli staða heldur hefur það líka áhrif á líðan okkar. Góð tenging á milli hverfa er jafn mikilvæg og tenging við náttúruna. Með betra stígakerfi og bættum samgöngum aukum við öryggi íbúa, barna og fullorðinna. Félagsauður og vellíðan Öflugt félagsstarf ber þess glögglega merki að Álftanes er samheldið samfélag þar sem mannauður er mikill. Þetta er mikilvægt. Góðir innviðir, aðstaða og búnaður stuðla að aukinni virkni og þátttöku bæjarbúa. Við þurfum að tryggja góðan aðbúnað, sinna viðhaldi betur og auka framboð á fjölbreyttum valkostum um leið og við hvetjum alla aldurshópa til þátttöku. Með því að efla innviði, auðveldum við fólki að hittast hvort sem það er í sundi, á æfingu, golfi, skátafundi, kaffihúsi eða í göngu. Rannsóknir sýna að heimsfaraldurinn hefur haft alvarlegar afleiðingar á líðan fólks. Þátttaka í íþrótta- og tómstundastarfi eykur vellíðan og virkni og spornar gegn félagslegri einangrun. Öflugt íþrótta- og tómstundastarf hefur sennilega aldrei verið jafn mikilvægt og nú. Miðgarður mun nýtast öllum Garðbæingum vel og efla íþrótta- og tómstundastarf í bænum. Uppbygging og endurnýjun hefur verið á íþróttamannvirkjum á Álftanesi, í sumar verður ákveðnum áföngum lokið í kringum íþróttasvæðið en við þurfum að klára heildarskipulag svæðisins. Eftirspurn og innviðir Það er eftirsóknarvert að búa á Álftanesi. Ótvíræður vitnisburður þess er gríðarmikill áhugi á húsnæði þar og einnig á úthlutun lóða. Framundan er frekari uppbygging á Álftanesi og tryggja þarf áframhaldandi samtal og samráð við íbúa. Uppbyggingu og vexti fylgja fjárfestingar í innviðum. Í allri umræðu um innviði sveitarfélaga er mikilvægt að félagslegir innviðir gleymist ekki. Það væri okkur svo til mikils sóma að fegra hringtorgið við Bessastaði. Höfundur er formaður bæjarráðs Garðabæjar og býður sig fram í 1. sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins.
Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar
Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar
Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar
Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar