Jós fúkyrðum yfir rússneska sendiherrann Snorri Másson skrifar 25. febrúar 2022 07:59 Kristófer Gajowski, til vinstri á mynd með hljóðnema. Vísir/Vilhelm Mikill fjöldi fólks stóð við sendiráð Rússa við Túngötu síðdegis í gær og mótmæltu innrás Rússa í Úkraínu. Á meðal þeirra sem mótmælti var Kristófer Gajowski. „Þetta er alveg sjokk. Allir eru að hringja í mig og að tala um að þau séu til dæmis nálægt Póllandi, eða í Kiev, og segja: Það er byrjað stríð. Þetta er ekki í lagi. Hvernig líður rússneska sendiherranum, sem er að fela sig hérna helvítið í búri? Hvernig líður honum í dag? Og af hverju er hann ekki vanur að koma fram og útskýra fyrir okkur?“ Svetlana Graudt, rússnesk kona á mótmælunum, kvaðst hafa faðmað dóttur sína sorgmædd þegar hún heyrði fréttirnar í morgun. „Enginn sem ég þekki trúir að þetta sé að eiga sér stað,“ sagði Svetlana. Vísir/Vilhelm Ragna Sigurðardóttir forseti Ungra jafnaðarmanna sagði að fjöldi fulltrúa frá ungliðahreyfingum stjórnmálaflokkanna hafi mætt. „ Við bara vonum að íslenska ríkisstjórnin boði viðskiptaþvinganir og endurskoði viðskiptasambandið við Rússa. Og að sjálfsögðu flýti fyrir því að tekið verði á móti þeim sem nú flýja stríð og hörmungar í Úkraínu,“ sagði Ragna. Andrei Menshenin, rússneskur blaðamaður sem stóð fyrir mótmælunum, sagði flesta Rússa á hans aldri óánægða með aðgerðir Pútín, nema ef vera skyldi þá sem eldri eru og horfi aðallega á ríkissjónvarpið. Þeir séu heldir óánægðir sem noti netið í meiri mæli. Vísir/Vilhelm Rússneski sendiherrann á Íslandi, Mikhail Noskov, sagði í samtali við fréttastofu í gær að markmið innrásarinnar væri í afhernaðarvæða Úkraínu sem hafi ógnað öryggi Rússlands. Nauðsynlegt væri að ganga milli bols og höfuðs á „nasistum“ í Úkraínu. Þá var sendiherrann sömuleiðis með skilaboð til mótmælenda. Sjá má frétt Stöðvar 2 þar sem rætt er við sendiherrann Mikhail Noskov. Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Reykjavík Tengdar fréttir Vaktin: Íbúar leita skjóls í sprengjuskýlum Loftárásir Rússa hófust aftur klukkan fjögur í nótt að staðartíma í Úkraínu. Nú er sólarhringur liðinn síðan Rússar hófu allsherjarinnrás í Úkraínu og talið er að tæplega 140 Úkraínumenn hafi fallið í átökunum. 25. febrúar 2022 06:54 Mest lesið Gefa út lag með látnum syni og félaga Innlent Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Innlent Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Innlent Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Innlent Árásarmaðurinn keyrði um tuttugu húsaraðir eftir stígnum Erlent Fengu ekki lendingarleyfi í París: „Maður er alveg miður sín yfir þessu“ Innlent Fleiri fréttir Gefa út lag með látnum syni og félaga Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Lýsti Íslandi sem „augum og eyrum“ Nató Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATO Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Sjá meira
Á meðal þeirra sem mótmælti var Kristófer Gajowski. „Þetta er alveg sjokk. Allir eru að hringja í mig og að tala um að þau séu til dæmis nálægt Póllandi, eða í Kiev, og segja: Það er byrjað stríð. Þetta er ekki í lagi. Hvernig líður rússneska sendiherranum, sem er að fela sig hérna helvítið í búri? Hvernig líður honum í dag? Og af hverju er hann ekki vanur að koma fram og útskýra fyrir okkur?“ Svetlana Graudt, rússnesk kona á mótmælunum, kvaðst hafa faðmað dóttur sína sorgmædd þegar hún heyrði fréttirnar í morgun. „Enginn sem ég þekki trúir að þetta sé að eiga sér stað,“ sagði Svetlana. Vísir/Vilhelm Ragna Sigurðardóttir forseti Ungra jafnaðarmanna sagði að fjöldi fulltrúa frá ungliðahreyfingum stjórnmálaflokkanna hafi mætt. „ Við bara vonum að íslenska ríkisstjórnin boði viðskiptaþvinganir og endurskoði viðskiptasambandið við Rússa. Og að sjálfsögðu flýti fyrir því að tekið verði á móti þeim sem nú flýja stríð og hörmungar í Úkraínu,“ sagði Ragna. Andrei Menshenin, rússneskur blaðamaður sem stóð fyrir mótmælunum, sagði flesta Rússa á hans aldri óánægða með aðgerðir Pútín, nema ef vera skyldi þá sem eldri eru og horfi aðallega á ríkissjónvarpið. Þeir séu heldir óánægðir sem noti netið í meiri mæli. Vísir/Vilhelm Rússneski sendiherrann á Íslandi, Mikhail Noskov, sagði í samtali við fréttastofu í gær að markmið innrásarinnar væri í afhernaðarvæða Úkraínu sem hafi ógnað öryggi Rússlands. Nauðsynlegt væri að ganga milli bols og höfuðs á „nasistum“ í Úkraínu. Þá var sendiherrann sömuleiðis með skilaboð til mótmælenda. Sjá má frétt Stöðvar 2 þar sem rætt er við sendiherrann Mikhail Noskov.
Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Reykjavík Tengdar fréttir Vaktin: Íbúar leita skjóls í sprengjuskýlum Loftárásir Rússa hófust aftur klukkan fjögur í nótt að staðartíma í Úkraínu. Nú er sólarhringur liðinn síðan Rússar hófu allsherjarinnrás í Úkraínu og talið er að tæplega 140 Úkraínumenn hafi fallið í átökunum. 25. febrúar 2022 06:54 Mest lesið Gefa út lag með látnum syni og félaga Innlent Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Innlent Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Innlent Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Innlent Árásarmaðurinn keyrði um tuttugu húsaraðir eftir stígnum Erlent Fengu ekki lendingarleyfi í París: „Maður er alveg miður sín yfir þessu“ Innlent Fleiri fréttir Gefa út lag með látnum syni og félaga Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Lýsti Íslandi sem „augum og eyrum“ Nató Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATO Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Sjá meira
Vaktin: Íbúar leita skjóls í sprengjuskýlum Loftárásir Rússa hófust aftur klukkan fjögur í nótt að staðartíma í Úkraínu. Nú er sólarhringur liðinn síðan Rússar hófu allsherjarinnrás í Úkraínu og talið er að tæplega 140 Úkraínumenn hafi fallið í átökunum. 25. febrúar 2022 06:54