Skýrsla Ríkisendurskoðunar hrekur ásakanir um tollasvindl Ólafur Stephensen skrifar 25. febrúar 2022 08:00 Niðurstöður nýrrar stjórnsýsluúttektar Ríkisendurskoðunar á tollframkvæmd vegna landbúnaðarafurða sýna með óyggjandi hætti að ásakanir Bændasamtaka Íslands og Mjólkursamsölunnar á hendur innflutningsfyrirtækjum, um stórfellt svindl við innflutning á pitsuosti, áttu ekki við nein rök að styðjast. Þá staðfestir skýrsla Ríkisendurskoðunar allar þær niðurstöður sem Félag atvinnurekenda komst að, eftir að hafa skoðað innflutning eigin félagsmanna á pitsuosti. Ásökunum um tollasvindl svarað Haustið 2020 höfðu ýmsir talsmenn landbúnaðarins uppi stór orð um lögbrot, misferli og smygl á vegum innflytjenda matvöru vegna misræmis í tölum um útflutning búvara frá ríkjum Evrópusambandsins og tölum Hagstofunnar um innflutning til Íslands. Í því samhengi var sérstaklega nefndur innflutningur á pitsuosti, sem inniheldur jurtaolíu og hafði um langt skeið verið fluttur inn til landsins án tolla. Í sjónvarpsþætti í apríl í fyrra bætti Erna Bjarnadóttir, talsmaður Mjólkursamsölunnar, um betur og sakaði innflutningsfyrirtæki um fölsun á tollskýrslum og að skrá pitsuosta í rangan tollflokk. Þessum ásökunum svaraði Félag atvinnurekenda ýtarlega, eftir að hafa gert eigin athugun hjá félagsmönnum sem flytja inn pitsuosta þar sem jurtaolíu er blandað saman við ost úr kúamjólk. Niðurstöðurnar voru m.a. að í öllum tilvikum væri verið að flytja ost inn til Íslands á sama tollnúmeri og hann hefði verið fluttur út frá Evrópusambandinu, þannig að skýringuna á misræmi í tölum væri ekki að finna í því að tollflokkaskráningu væri breytt. Þá væri í öllum tilvikum um það að ræða að fyrirtækin hefðu flutt vörurnar inn á tilteknum tollnúmerum með fullri vitneskju og samþykki íslenzkra tollayfirvalda. Umræddar vörur hefðu þannig verið flokkaðar í þann tollflokk sem bæði framleiðendur þeirra og íslenzk tollayfirvöld hefðu talið að ætti að flokka þær í. Almennt væri viðurkennt, af tollayfirvöldum flestra landa og Alþjóðatollamálastofnuninni, að við blöndun jurtaolíu við ost teldist varan ekki lengur hefðbundinn ostur og færðist á milli tollflokka. Það sem í raun átti sér stað í pitsuostamálinu var að fjármálaráðuneytið og atvinnuvegaráðuneytið, undir miklum þrýstingi frá hagsmunaaðilum í landbúnaði, beittu Skattinn þrýstingi til að þvinga fram endurtollflokkun pitsuostanna, þvert á álit sérfræðinga tollgæslustjóra. Tollframkvæmdin var í samræmi við flokkun ESB Í skýrslu Ríkisendurskoðunar segir: „Ríkisendurskoðun vekur athygli á að misræmið á milli tollflokkunar Íslands annars vegar og Evrópusambandsins hins vegar á þessari tilteknu vöru er nú á annan veg en talið var þegar hagsmunaaðilar hófu athugun sína á málinu í ársbyrjun 2020. Þá var talið að íslensk tollyfirvöld væru að tollafgreiða jurtaost sem fluttur væri út frá Evrópusambandinu undir 4. kafla inn til Íslands undir 21. kafla. Af gögnum málsins virðist þetta ekki hafa verið raunin því eldri tollframkvæmd Skattsins mun þá hafa verið í samræmi við tollflokkun Evrópusambandsins. Ósamræmi í hagtölum milli Íslands og Evrópusambandsins hvað þessa tilteknu vöru varðar virðist því fyrst verða til eftir að Skatturinn ákveður að varan skuli tollflokkast í 4. kafla tollskrár.“ Dómur Landsréttar ekki í samræmi við gögn málsins Ríkisendurskoðun fjallar um nýlegt dómsmál, þar sem staðfestur var úrskurður tollgæslustjóra um að pitsuostur sem félagsmaður FA flutti inn skyldi færast í 4. kafla tollskrárinnar, sem ber háa tolla. Stofnunin fer ýtarlega yfir gögn málsins og segir að þau gögn, sem hún hafi undir höndum, bendi til þess að osturinn sem um ræðir flokkist í 21. kafla tollskrár innan Evrópusambandsins. Hér á landi bera vörur í 21. kafla ekki tolla. Ríkisendurskoðun vísar bæði til bindandi álits belgískra tollayfirvalda um tollflokkun vörunnar og til formlegrar staðfestingar framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins til Skattsins á því að vöruna beri að flokka í þann tollflokk. Þess ber að geta að fjármála- og atvinnuvegaráðuneytið, auk Bændasamtakanna og Mjólkursamsölunnar, byggðu allan sinn rökstuðning í málinu á einum tölvupósti frá starfsmanni Evrópusambandsins sem nú er hættur störfum, um að varan ætti að flokkast á annan hátt. Framkvæmdastjórnin hefur síðar staðfest, m.a. við FA, að sá tölvupóstur sé ekki formleg afstaða ESB. Þá vitnar Ríkisendurskoðun til nýlegs bréfs Alþjóðatollamálastofnunarinnar, WCO, til Skattsins um að ekki sé grundvöllur til að tollflokka ost í 4. kafla tollskrár, hafi mjólkurfitu að einhverju leyti verið skipt út við jurtafitu við framleiðslu vörunnar. Áðurnefndum dómi Landsréttar verður áfrýjað til Hæstaréttar og er ljóst að þau gögn, sem Ríkisendurskoðun byggir niðurstöður sínar á, setja málflutning íslenzka ríkisins í því máli í alveg nýtt ljós. Tekið skal fram að ríkið lagði umrædd gögn ekki fram í málinu, en innflytjandinn fékk fyrst vitneskju um þau þegar lögmaður ríkisins vísaði til þeirra í munnlegum málflutningi fyrir Landsrétti. Erfitt fyrir fyrirtæki að sitja undir ásökunum um misferli FA fagnar þessum niðurstöðum Ríkisendurskoðunar og því að stofnunin leiði fram gögn sem varpa skýru ljósi á málið. Það er að sjálfsögðu alltaf erfitt fyrir fyrirtæki að sitja undir ásökunum um lögbrot og misferli. Félag atvinnurekenda hefur fyrir hönd sinna félagsmanna svarað þeim ásökunum málefnalega og eftir beztu vitund og kemur ekki á óvart að Ríkisendurskoðun skuli staðfesta allt sem félagið hefur haldið fram í málinu. Talsmenn landbúnaðarins mættu hins vegar gjarnan biðjast afsökunar á stóryrðunum. Höfundur er framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólafur Stephensen Skattar og tollar Stjórnsýsla Mest lesið D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir Skoðun Við vitum alveg upphafið Guðný Níelsen Skoðun Ríkisstofnun rassskellt Björn Ólafsson Skoðun Leiðréttingin leiðrétt Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson Skoðun Varalitur á skattagrísinum Helgi Brynjarsson Skoðun Mun mannkynið lifa af gervigreindina? Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Hugrekki getur af sér hugrekki Þorbjörg Þorvaldsdóttir Skoðun Hvað skiptir okkur mestu máli? Dóra Guðrún Guðmundsdóttir Skoðun Mikilvægt skref til sáttar Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Það er flókið að eiga næstum 500 milljarða króna á Íslandi Þórður Snær Júlíusson Skoðun Skoðun Skoðun Deja Vu Sverrir Agnarsson skrifar Skoðun Mun mannkynið lifa af gervigreindina? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ríkisstofnun rassskellt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Gjaldfrjálsar skólamáltíðir – margþættur ávinningur Ludvig Guðmundsson,Guðrún E. Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Orkuöflun á eyjaklösum - Vestmannaeyjar og Orkneyjar Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Hugrekki getur af sér hugrekki Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Húmanisminn í kærleikanum og kærleikurinn í húmanismanum Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Helför gyðinga gegn íbúum Palestínu Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Leiðréttingin leiðrétt Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson skrifar Skoðun Hvað skiptir okkur mestu máli? Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægt skref til sáttar Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Staðið með þjóðinni Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Við vitum alveg upphafið Guðný Níelsen skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 3/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Varalitur á skattagrísinum Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Við eigum ekki efni á vonleysi né uppgjöf Magnús Magnússon skrifar Skoðun Hingað og ekki lengra Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Kafli eitt: Tómlæti Íslendinga Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Þegar líða fer að jólum Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Svansvottaðar íbúðir – fjárfesting í lífsgæðum Bergþóra Góa Kvaran skrifar Skoðun D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hættulegt tal Sjálfstæðisflokksins og Viðskiptaráðs Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Þetta má ekki gerast aftur! - Álag á útsvar Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Meistaragráða í lífsreynslu Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld, Óskar á heima hér! Þóra Andrésdóttir skrifar Skoðun Dvel þú í draumahöll Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Níðingsverk Jón Daníelsson skrifar Skoðun Umhverfi, heilsa og skólamáltíðir Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Æji nei innflytjendur Davíð Aron Routley skrifar Sjá meira
Niðurstöður nýrrar stjórnsýsluúttektar Ríkisendurskoðunar á tollframkvæmd vegna landbúnaðarafurða sýna með óyggjandi hætti að ásakanir Bændasamtaka Íslands og Mjólkursamsölunnar á hendur innflutningsfyrirtækjum, um stórfellt svindl við innflutning á pitsuosti, áttu ekki við nein rök að styðjast. Þá staðfestir skýrsla Ríkisendurskoðunar allar þær niðurstöður sem Félag atvinnurekenda komst að, eftir að hafa skoðað innflutning eigin félagsmanna á pitsuosti. Ásökunum um tollasvindl svarað Haustið 2020 höfðu ýmsir talsmenn landbúnaðarins uppi stór orð um lögbrot, misferli og smygl á vegum innflytjenda matvöru vegna misræmis í tölum um útflutning búvara frá ríkjum Evrópusambandsins og tölum Hagstofunnar um innflutning til Íslands. Í því samhengi var sérstaklega nefndur innflutningur á pitsuosti, sem inniheldur jurtaolíu og hafði um langt skeið verið fluttur inn til landsins án tolla. Í sjónvarpsþætti í apríl í fyrra bætti Erna Bjarnadóttir, talsmaður Mjólkursamsölunnar, um betur og sakaði innflutningsfyrirtæki um fölsun á tollskýrslum og að skrá pitsuosta í rangan tollflokk. Þessum ásökunum svaraði Félag atvinnurekenda ýtarlega, eftir að hafa gert eigin athugun hjá félagsmönnum sem flytja inn pitsuosta þar sem jurtaolíu er blandað saman við ost úr kúamjólk. Niðurstöðurnar voru m.a. að í öllum tilvikum væri verið að flytja ost inn til Íslands á sama tollnúmeri og hann hefði verið fluttur út frá Evrópusambandinu, þannig að skýringuna á misræmi í tölum væri ekki að finna í því að tollflokkaskráningu væri breytt. Þá væri í öllum tilvikum um það að ræða að fyrirtækin hefðu flutt vörurnar inn á tilteknum tollnúmerum með fullri vitneskju og samþykki íslenzkra tollayfirvalda. Umræddar vörur hefðu þannig verið flokkaðar í þann tollflokk sem bæði framleiðendur þeirra og íslenzk tollayfirvöld hefðu talið að ætti að flokka þær í. Almennt væri viðurkennt, af tollayfirvöldum flestra landa og Alþjóðatollamálastofnuninni, að við blöndun jurtaolíu við ost teldist varan ekki lengur hefðbundinn ostur og færðist á milli tollflokka. Það sem í raun átti sér stað í pitsuostamálinu var að fjármálaráðuneytið og atvinnuvegaráðuneytið, undir miklum þrýstingi frá hagsmunaaðilum í landbúnaði, beittu Skattinn þrýstingi til að þvinga fram endurtollflokkun pitsuostanna, þvert á álit sérfræðinga tollgæslustjóra. Tollframkvæmdin var í samræmi við flokkun ESB Í skýrslu Ríkisendurskoðunar segir: „Ríkisendurskoðun vekur athygli á að misræmið á milli tollflokkunar Íslands annars vegar og Evrópusambandsins hins vegar á þessari tilteknu vöru er nú á annan veg en talið var þegar hagsmunaaðilar hófu athugun sína á málinu í ársbyrjun 2020. Þá var talið að íslensk tollyfirvöld væru að tollafgreiða jurtaost sem fluttur væri út frá Evrópusambandinu undir 4. kafla inn til Íslands undir 21. kafla. Af gögnum málsins virðist þetta ekki hafa verið raunin því eldri tollframkvæmd Skattsins mun þá hafa verið í samræmi við tollflokkun Evrópusambandsins. Ósamræmi í hagtölum milli Íslands og Evrópusambandsins hvað þessa tilteknu vöru varðar virðist því fyrst verða til eftir að Skatturinn ákveður að varan skuli tollflokkast í 4. kafla tollskrár.“ Dómur Landsréttar ekki í samræmi við gögn málsins Ríkisendurskoðun fjallar um nýlegt dómsmál, þar sem staðfestur var úrskurður tollgæslustjóra um að pitsuostur sem félagsmaður FA flutti inn skyldi færast í 4. kafla tollskrárinnar, sem ber háa tolla. Stofnunin fer ýtarlega yfir gögn málsins og segir að þau gögn, sem hún hafi undir höndum, bendi til þess að osturinn sem um ræðir flokkist í 21. kafla tollskrár innan Evrópusambandsins. Hér á landi bera vörur í 21. kafla ekki tolla. Ríkisendurskoðun vísar bæði til bindandi álits belgískra tollayfirvalda um tollflokkun vörunnar og til formlegrar staðfestingar framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins til Skattsins á því að vöruna beri að flokka í þann tollflokk. Þess ber að geta að fjármála- og atvinnuvegaráðuneytið, auk Bændasamtakanna og Mjólkursamsölunnar, byggðu allan sinn rökstuðning í málinu á einum tölvupósti frá starfsmanni Evrópusambandsins sem nú er hættur störfum, um að varan ætti að flokkast á annan hátt. Framkvæmdastjórnin hefur síðar staðfest, m.a. við FA, að sá tölvupóstur sé ekki formleg afstaða ESB. Þá vitnar Ríkisendurskoðun til nýlegs bréfs Alþjóðatollamálastofnunarinnar, WCO, til Skattsins um að ekki sé grundvöllur til að tollflokka ost í 4. kafla tollskrár, hafi mjólkurfitu að einhverju leyti verið skipt út við jurtafitu við framleiðslu vörunnar. Áðurnefndum dómi Landsréttar verður áfrýjað til Hæstaréttar og er ljóst að þau gögn, sem Ríkisendurskoðun byggir niðurstöður sínar á, setja málflutning íslenzka ríkisins í því máli í alveg nýtt ljós. Tekið skal fram að ríkið lagði umrædd gögn ekki fram í málinu, en innflytjandinn fékk fyrst vitneskju um þau þegar lögmaður ríkisins vísaði til þeirra í munnlegum málflutningi fyrir Landsrétti. Erfitt fyrir fyrirtæki að sitja undir ásökunum um misferli FA fagnar þessum niðurstöðum Ríkisendurskoðunar og því að stofnunin leiði fram gögn sem varpa skýru ljósi á málið. Það er að sjálfsögðu alltaf erfitt fyrir fyrirtæki að sitja undir ásökunum um lögbrot og misferli. Félag atvinnurekenda hefur fyrir hönd sinna félagsmanna svarað þeim ásökunum málefnalega og eftir beztu vitund og kemur ekki á óvart að Ríkisendurskoðun skuli staðfesta allt sem félagið hefur haldið fram í málinu. Talsmenn landbúnaðarins mættu hins vegar gjarnan biðjast afsökunar á stóryrðunum. Höfundur er framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda.
Skoðun Gjaldfrjálsar skólamáltíðir – margþættur ávinningur Ludvig Guðmundsson,Guðrún E. Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Húmanisminn í kærleikanum og kærleikurinn í húmanismanum Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar