Íslenski boltinn

Vanda með veiruna og missir af ársþingi

Sindri Sverrisson skrifar
Vanda Sigurgeirsdóttir, formaður KSÍ, missir af lokaspretti kosningabaráttunnar.
Vanda Sigurgeirsdóttir, formaður KSÍ, missir af lokaspretti kosningabaráttunnar. vísir/vilhelm

Vanda Sigurgeirsdóttir, sitjandi formaður Knattspyrnusambands Íslands, missir af síðustu dögum kosningabaráttunnar fyrir formannsembættið þar sem hún hefur greinst með kórónuveirusmit.

Vanda verður því að öllum líkindum ekki viðstödd ársþing KSÍ á laugardaginn nema þá mögulega í gegnum fjarfundabúnað en hún sagði í samtali við Vísi að það ætti eftir að koma í ljós. Hún væri rétt búin að greinast á heimaprófi.

Vanda og Sævar Pétursson, keppinautur hennar um framboðsembættið, áttu að mætast í Pallborðinu á Vísi síðar í dag en ljóst er að ekkert verður af því. Vanda missir jafnframt af kynningarfundi ÍTF sem stendur yfir í Bæjarbíói, þar sem nýtt vörumerki efstu deildanna í fótbolta er kynnt.

Aðspurð hvort það sé ekki verulegur skellur að geta ekki klárað kosningabaráttuna og mætt á ársþingið svaraði ansi nefmælt Vanda:

„Jú, jú, þetta er það náttúrulega. En þessi faraldur er eitthvað sem hefur verið skellur fyrir okkur öll í gegnum þennan tíma. Þetta eru samt auðvitað vonbrigði, því það hefur verið gaman að fara um og hitta fólk og leiðinlegt að geta ekki klárað þetta allt til enda. Svona er þetta bara,“ og kvaðst vonast til að hennar boðskapur hefði að mestu þegar komist til skila.


Tengdar fréttir

Vanda og Sævar ósammála varðandi ráðningu Jóhannesar Karls

Vanda Sigurgeirsdóttir og Sævar Pétursson, sem berjast um formannsembættið hjá KSÍ, hafa ólíka sýn á ráðningu KSÍ á Jóhannesi Karli Guðjónssyni sem aðstoðarlandsliðsþjálfara en hann stýrði karlaliði ÍA áður en hann var ráðinn í síðasta mánuði.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×