Ljóst er að Lettinn Madars Razma, Litháinn Darius Labanauskas og Daninn Vladimir Andersen keppa fyrir hönd Norður- og Eystrasaltslandanna á Nordic Darts Masters. Auk þeirra verða tveir keppendur frá Danmörku, einn frá Finnlandi, einn frá Svíþjóð og einn frá Íslandi, í fyrsta sinn.
The invite criterias for the Nordic Darts Masters 2022 are here. And it is already known, that we will see at least two new players at the event, as Vladimir Andersen and an Icelander will get a spot at the event.https://t.co/8HZCmmQ6mM
— PDC Nordic & Baltic (@PDCNordic) February 23, 2022
Sá Íslendingur sem verður efstur á stigalista PDC Nordic&Baltic mótaraðarinnar 5. júní fær þátttökurétt á mótinu í Kaupmannahöfn.
Eins og staðan er núna er Íslandsmeistarinn Matthías Örn Friðriksson langefstur Íslendinganna á stigalistanum. Hann er með fjögur hundruð stig í 7. sæti listans. Þar á eftir kemur Hallgrímur Egilsson sem er í 24. sæti með hundrað stig. Pétur Rúðrik Guðmundsson er svo í 35. sætinu með fimmtíu stig.
Tvö mót eiga eftir að fara fram á PDC Nordic&Baltic mótaröðinni áður en Nordic Darts Masters hefst. Þau fara fram í Finnlandi helgina 4.-5. júní.
Michael van Gerwen vann Nordic Darts Masters í fyrra en hann sigraði Fallon Sherrock í úrslitaleik, 11-7. Meðal annarra sem kepptu á mótinu á síðasta ári má nefna Gerwyn Price, Jonny Clayton, Gary Anderson og heimsmeistarann Peter Wright.