Íslenskur pílukastari keppir við þá bestu í heimi í Köben í sumar Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 24. febrúar 2022 09:46 Jonny Clayton og Michael van Gerwen kepptu báðir á Nordic Darts Masters í fyrra og sá síðarnefndi vann mótið. Í ár verður Íslendingur meðal þátttakenda og langlíklegast þykir að það verði Íslandsmeistarinn Matthías Örn Friðriksson. getty/alex burstow Í fyrsta sinn mun Íslendingur keppa á Nordic Darts Masters þar sem átta bestu pílukastarar heims mæta átta keppendum frá Norður- og Eystrasaltslöndunum. Mótið fer fram í Kaupmannahöfn 10. og 11. júní. Ljóst er að Lettinn Madars Razma, Litháinn Darius Labanauskas og Daninn Vladimir Andersen keppa fyrir hönd Norður- og Eystrasaltslandanna á Nordic Darts Masters. Auk þeirra verða tveir keppendur frá Danmörku, einn frá Finnlandi, einn frá Svíþjóð og einn frá Íslandi, í fyrsta sinn. The invite criterias for the Nordic Darts Masters 2022 are here. And it is already known, that we will see at least two new players at the event, as Vladimir Andersen and an Icelander will get a spot at the event.https://t.co/8HZCmmQ6mM— PDC Nordic & Baltic (@PDCNordic) February 23, 2022 Sá Íslendingur sem verður efstur á stigalista PDC Nordic&Baltic mótaraðarinnar 5. júní fær þátttökurétt á mótinu í Kaupmannahöfn. Eins og staðan er núna er Íslandsmeistarinn Matthías Örn Friðriksson langefstur Íslendinganna á stigalistanum. Hann er með fjögur hundruð stig í 7. sæti listans. Þar á eftir kemur Hallgrímur Egilsson sem er í 24. sæti með hundrað stig. Pétur Rúðrik Guðmundsson er svo í 35. sætinu með fimmtíu stig. Tvö mót eiga eftir að fara fram á PDC Nordic&Baltic mótaröðinni áður en Nordic Darts Masters hefst. Þau fara fram í Finnlandi helgina 4.-5. júní. Michael van Gerwen vann Nordic Darts Masters í fyrra en hann sigraði Fallon Sherrock í úrslitaleik, 11-7. Meðal annarra sem kepptu á mótinu á síðasta ári má nefna Gerwyn Price, Jonny Clayton, Gary Anderson og heimsmeistarann Peter Wright. Pílukast Mest lesið Bætti heimsmetið aftur Sport Tveir sterkir póstar úr leik hjá Frökkum fyrir leikinn gegn Íslandi Fótbolti Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Körfubolti Crouch tapaði í Fantasy og tók út refsingu í utandeildinni Fótbolti Kobe Bryant á ennþá langvinælustu skóna í NBA deildinni Körfubolti Glugginn opinn til Tyrklands fyrir Onana Fótbolti Tapið gegn Íslandi kornið sem fyllti mælinn Fótbolti Dagskráin í dag: Formúlan og fleira Sport Fjölnir fallinn og rafmögnuð lokaumferð í kortunum Fótbolti „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Fótbolti Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Formúlan og fleira Kobe Bryant á ennþá langvinælustu skóna í NBA deildinni Crouch tapaði í Fantasy og tók út refsingu í utandeildinni Glugginn opinn til Tyrklands fyrir Onana Tveir sterkir póstar úr leik hjá Frökkum fyrir leikinn gegn Íslandi Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Bætti heimsmetið aftur „Gríðarlega mikilvægur sigur“ Viggó markahæstur í eins marks tapi „Ekki boðlegt fyrir lið eins og Þór/KA“ KA lagði nýliðana á Selfossi Fjölnir fallinn og rafmögnuð lokaumferð í kortunum Stórleikur Porzingis dugði Lettum skammt Stórleikur Söndru tryggði ÍBV sigur Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Hófu titilvörnina með sigri og Sara með stórleik á Ásvöllum „Verður ekki meira svekkjandi en þetta“ Ómar Ingi skyggði á Gidsel Torsóttur sigur enskra gegn Andorra Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Unnu lokaleikhlutann með 26 stigum Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Tapið gegn Íslandi kornið sem fyllti mælinn Emilía sneri aftur eftir meiðsli Elín Klara markahæst í risasigri Eiga von á breytingum og þyngri miðju gegn Frökkum Sengün stórkostlegur þegar Tyrkir komust í átta liða úrslit Stærsti heimasigur Íslands í keppnisleik Albert ekki með gegn Frakklandi Luis Enrique þarf að fara í aðgerð eftir hjólaslys Sjá meira
Ljóst er að Lettinn Madars Razma, Litháinn Darius Labanauskas og Daninn Vladimir Andersen keppa fyrir hönd Norður- og Eystrasaltslandanna á Nordic Darts Masters. Auk þeirra verða tveir keppendur frá Danmörku, einn frá Finnlandi, einn frá Svíþjóð og einn frá Íslandi, í fyrsta sinn. The invite criterias for the Nordic Darts Masters 2022 are here. And it is already known, that we will see at least two new players at the event, as Vladimir Andersen and an Icelander will get a spot at the event.https://t.co/8HZCmmQ6mM— PDC Nordic & Baltic (@PDCNordic) February 23, 2022 Sá Íslendingur sem verður efstur á stigalista PDC Nordic&Baltic mótaraðarinnar 5. júní fær þátttökurétt á mótinu í Kaupmannahöfn. Eins og staðan er núna er Íslandsmeistarinn Matthías Örn Friðriksson langefstur Íslendinganna á stigalistanum. Hann er með fjögur hundruð stig í 7. sæti listans. Þar á eftir kemur Hallgrímur Egilsson sem er í 24. sæti með hundrað stig. Pétur Rúðrik Guðmundsson er svo í 35. sætinu með fimmtíu stig. Tvö mót eiga eftir að fara fram á PDC Nordic&Baltic mótaröðinni áður en Nordic Darts Masters hefst. Þau fara fram í Finnlandi helgina 4.-5. júní. Michael van Gerwen vann Nordic Darts Masters í fyrra en hann sigraði Fallon Sherrock í úrslitaleik, 11-7. Meðal annarra sem kepptu á mótinu á síðasta ári má nefna Gerwyn Price, Jonny Clayton, Gary Anderson og heimsmeistarann Peter Wright.
Pílukast Mest lesið Bætti heimsmetið aftur Sport Tveir sterkir póstar úr leik hjá Frökkum fyrir leikinn gegn Íslandi Fótbolti Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Körfubolti Crouch tapaði í Fantasy og tók út refsingu í utandeildinni Fótbolti Kobe Bryant á ennþá langvinælustu skóna í NBA deildinni Körfubolti Glugginn opinn til Tyrklands fyrir Onana Fótbolti Tapið gegn Íslandi kornið sem fyllti mælinn Fótbolti Dagskráin í dag: Formúlan og fleira Sport Fjölnir fallinn og rafmögnuð lokaumferð í kortunum Fótbolti „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Fótbolti Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Formúlan og fleira Kobe Bryant á ennþá langvinælustu skóna í NBA deildinni Crouch tapaði í Fantasy og tók út refsingu í utandeildinni Glugginn opinn til Tyrklands fyrir Onana Tveir sterkir póstar úr leik hjá Frökkum fyrir leikinn gegn Íslandi Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Bætti heimsmetið aftur „Gríðarlega mikilvægur sigur“ Viggó markahæstur í eins marks tapi „Ekki boðlegt fyrir lið eins og Þór/KA“ KA lagði nýliðana á Selfossi Fjölnir fallinn og rafmögnuð lokaumferð í kortunum Stórleikur Porzingis dugði Lettum skammt Stórleikur Söndru tryggði ÍBV sigur Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Hófu titilvörnina með sigri og Sara með stórleik á Ásvöllum „Verður ekki meira svekkjandi en þetta“ Ómar Ingi skyggði á Gidsel Torsóttur sigur enskra gegn Andorra Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Unnu lokaleikhlutann með 26 stigum Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Tapið gegn Íslandi kornið sem fyllti mælinn Emilía sneri aftur eftir meiðsli Elín Klara markahæst í risasigri Eiga von á breytingum og þyngri miðju gegn Frökkum Sengün stórkostlegur þegar Tyrkir komust í átta liða úrslit Stærsti heimasigur Íslands í keppnisleik Albert ekki með gegn Frakklandi Luis Enrique þarf að fara í aðgerð eftir hjólaslys Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni