Getur siðlaus maður orðið mannréttindadómari? Skúli Gunnar Sigfússon skrifar 23. febrúar 2022 15:01 Árið 2017 skrifaði ung kona blaðagrein þar sem hún lýsti ógnandi hegðun og frelsissviptingu á vinnustað. Konan lýsir aðstæðum og málavöxtum í smáatriðum, þar sem tveir menn héldu henni nauðugri í fundarherbergi og þvinguðu til að undirrita skjal til staðfestingar á brottrekstri hennar úr starfi. Hún var þá gengin fjóra mánuði með ófætt barn. Hún lýsir því hvernig henni var ýtt ofan í stól og meinað að yfirgefa herbergið, hvernig mennirnir sem sátu yfir henni lokuðu fyrir símann hennar og sýndu af sér hegðun sem hún upplifði sem kynbundið ofbeldi. Hún var þá ekki orðin þrítug en mennirnir tveir báðir umtalsvert eldri. Annar þessara manna – Stefán Geir Þórisson – sækist nú eftir því að verða dómari við Mannréttindadómstól Evrópu og þar með fulltrúi Íslands. Stefán Geir verður sextugur á árinu og sækist ítrekað eftir þægilegu starfi hjá skattgreiðendum á lokametrum starfsævinnar. Auk skyndilegs áhuga á mannréttindamálum sótti hann nýlega um að verða landsréttardómari og fékk á liðnu ári starf við Endurupptökudóm, að skipan Dómstólasýslunnar. Formaður Dómstólasýslunnar er Sigurður Tómas Magnússon, sem fékk embættið frá vini sínum Benedikt Bogasyni þegar sá nældi sér í embætti forseta Hæstaréttar. Félagarnir þrír – Stefán Geir, Sigurður Tómas og Benedikt – þekkjast vel innbyrðis og tilheyra klíku miðaldra karla, svarta genginu, sem útskrifuðust úr lagadeild Háskóla Íslands um og upp úr 1990. Svarta gengið hefur að miklu leyti tekið yfir íslenska dómsýslu og félagarnir gæta vel hagsmuna hver annars. Stefán Geir á að baki skrautlegan feril sem lögmaður og í viðskiptum. Hann var t.d. um árabil varaformaður erlends knattspyrnufélags í eigu Íslendinga. Sú fjárfesting reyndist ævintýri sem fjölmargir fjárfestar brenndu sig illa á. Hann hefur um áratugaskeið verið skósveinn einnar auðugustu fjölskyldu Íslands, sem hefur komið milljörðum úr landi með stofnun eignarhaldsfélags í evrópskri skattaparadís. Með útgáfu skuldabréfa erlendis er íslensku fyrirtæki fjölskyldunnar gert að greiða vexti til aflandsfélags, sem gerir þeim kleift að koma sér undan skattgreiðslum hérlendis upp á hundruð milljóna og fá vextina skattfrjálst upp í hendurnar erlendis. Slíkir gjörningar eru tæpast gerðir án aðkomu einkalögmanns fjölskyldunnar – manns sem nú telur sig hæfan til að dæma í samfélagslega mikilvægum málum. Auk Stefáns Geirs sækjast tveir aðrir Íslendingar eftir dómarastarfinu hjá Mannréttindadómstóli Evrópu. Forsætisráðherra fól fimm manna sérfæðinganefnd að meta hæfi þeirra, og komst þannig undan ábyrgð á hæfnismatinu eins og nú tíðkast hjá ráðamönnum. Nefndin komst svo að þeirri fyrirsjáanlegu niðurstöðu að allir umsækjendur væru jafnhæfir og raðaði þeim ekki í hæfnisröð. Stjórnsýslan hefur því séð til þess að maður með vafasama fortíð gæti fengið dómarastarf og orðið fulltrúi Íslands hjá Mannréttindadómstól Evrópu. Sú niðurstaða er sorgleg en kannski fyrirsjáanleg, enda tilnefndi Hæstiréttur (Benedikt) og Dómstólasýslan (Sigurður Tómas) tvo fulltrúa í sérfræðinganefndina sem vottaði mannkosti og hæfni lögmannsins, sem eitt sitt lokaði inni ófríska konu og þvingaði til að undirrita skjal um brottrekstur úr starfi. Höfundur er athafnamaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skúli Gunnar Sigfússon Mest lesið Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Börn passa ekki í kassa Elín Hoe Hinriksdóttir Skoðun Mýtan um óumflýjanlegan rússneskan sigur Erlingur Erlingsson Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon Skoðun Skoðun Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen skrifar Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller skrifar Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar Skoðun Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun Tilgáta um brjálsemi þjóðarleiðtoga Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Blóðbað í Súdan: Framtíðarannáll? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Á tímamótum: Sameinuðu þjóðirnar í 80 ár Vala Karen Viðarsdóttir,Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Borgar sig að vanmeta menntun? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Samfylkingin hækkar gjöld á háskólanema Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Sjá meira
Árið 2017 skrifaði ung kona blaðagrein þar sem hún lýsti ógnandi hegðun og frelsissviptingu á vinnustað. Konan lýsir aðstæðum og málavöxtum í smáatriðum, þar sem tveir menn héldu henni nauðugri í fundarherbergi og þvinguðu til að undirrita skjal til staðfestingar á brottrekstri hennar úr starfi. Hún var þá gengin fjóra mánuði með ófætt barn. Hún lýsir því hvernig henni var ýtt ofan í stól og meinað að yfirgefa herbergið, hvernig mennirnir sem sátu yfir henni lokuðu fyrir símann hennar og sýndu af sér hegðun sem hún upplifði sem kynbundið ofbeldi. Hún var þá ekki orðin þrítug en mennirnir tveir báðir umtalsvert eldri. Annar þessara manna – Stefán Geir Þórisson – sækist nú eftir því að verða dómari við Mannréttindadómstól Evrópu og þar með fulltrúi Íslands. Stefán Geir verður sextugur á árinu og sækist ítrekað eftir þægilegu starfi hjá skattgreiðendum á lokametrum starfsævinnar. Auk skyndilegs áhuga á mannréttindamálum sótti hann nýlega um að verða landsréttardómari og fékk á liðnu ári starf við Endurupptökudóm, að skipan Dómstólasýslunnar. Formaður Dómstólasýslunnar er Sigurður Tómas Magnússon, sem fékk embættið frá vini sínum Benedikt Bogasyni þegar sá nældi sér í embætti forseta Hæstaréttar. Félagarnir þrír – Stefán Geir, Sigurður Tómas og Benedikt – þekkjast vel innbyrðis og tilheyra klíku miðaldra karla, svarta genginu, sem útskrifuðust úr lagadeild Háskóla Íslands um og upp úr 1990. Svarta gengið hefur að miklu leyti tekið yfir íslenska dómsýslu og félagarnir gæta vel hagsmuna hver annars. Stefán Geir á að baki skrautlegan feril sem lögmaður og í viðskiptum. Hann var t.d. um árabil varaformaður erlends knattspyrnufélags í eigu Íslendinga. Sú fjárfesting reyndist ævintýri sem fjölmargir fjárfestar brenndu sig illa á. Hann hefur um áratugaskeið verið skósveinn einnar auðugustu fjölskyldu Íslands, sem hefur komið milljörðum úr landi með stofnun eignarhaldsfélags í evrópskri skattaparadís. Með útgáfu skuldabréfa erlendis er íslensku fyrirtæki fjölskyldunnar gert að greiða vexti til aflandsfélags, sem gerir þeim kleift að koma sér undan skattgreiðslum hérlendis upp á hundruð milljóna og fá vextina skattfrjálst upp í hendurnar erlendis. Slíkir gjörningar eru tæpast gerðir án aðkomu einkalögmanns fjölskyldunnar – manns sem nú telur sig hæfan til að dæma í samfélagslega mikilvægum málum. Auk Stefáns Geirs sækjast tveir aðrir Íslendingar eftir dómarastarfinu hjá Mannréttindadómstóli Evrópu. Forsætisráðherra fól fimm manna sérfæðinganefnd að meta hæfi þeirra, og komst þannig undan ábyrgð á hæfnismatinu eins og nú tíðkast hjá ráðamönnum. Nefndin komst svo að þeirri fyrirsjáanlegu niðurstöðu að allir umsækjendur væru jafnhæfir og raðaði þeim ekki í hæfnisröð. Stjórnsýslan hefur því séð til þess að maður með vafasama fortíð gæti fengið dómarastarf og orðið fulltrúi Íslands hjá Mannréttindadómstól Evrópu. Sú niðurstaða er sorgleg en kannski fyrirsjáanleg, enda tilnefndi Hæstiréttur (Benedikt) og Dómstólasýslan (Sigurður Tómas) tvo fulltrúa í sérfræðinganefndina sem vottaði mannkosti og hæfni lögmannsins, sem eitt sitt lokaði inni ófríska konu og þvingaði til að undirrita skjal um brottrekstur úr starfi. Höfundur er athafnamaður.
Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun
Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar
Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar
Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun