KKÍ vísar öllum ásökunum Aþenu á bug Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 23. febrúar 2022 12:08 Hannes S. Jónsson er formaður KKÍ. vísir/vilhelm Stjórn Körfuknattleikssambands Íslands hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna ásakana Aþenu um þöggun og aðgerðarleysi vegna kynbundins ofbeldis innan körfuboltahreyfingarinnar á Íslandi. Fyrr í þessum mánuði stigu forráðamenn Aþenu fram í myndbandi og kröfðust aðgerða að hálfu KKÍ vegna kynbundins ofbeldis, meðal annars til að konur og stúlkur gætu stundað körfubolta án þess að eiga á hættu að vera áreittar kynferðislega. Í yfirlýsingu stjórnar KKÍ vísar hún öllum fullyrðingum Aþenu um þöggun og aðgerðarleysi vegna kynbundins ofbeldis á bug. Þar segir einnig að KKÍ fordæmi allt ofbeldi og tekið hafi verið á þeim málum sem borist hafa sambandinu með formlegum hætti. Hefðu brugðist öðruvísi við í dag Í yfirlýsingu stjórnar KKÍ eru þrjú atriði sem Aþena fjallar um í myndbandi sínu áréttuð. Það fyrsta snýr að landsliðsþjálfara kvenna sem var rekinn 2009 en ráðinn aftur til sambandsins nokkrum árum seinna. Samkvæmt yfirlýsingu stjórnar KKÍ hefur umræddur þjálfari látið af störfum hjá sambandinu vegna umræðu síðustu daga. Annar punkturinn snýr að leikmanni sem var dæmdur fyrir nauðgun og var valinn í landsliðið eftir að hafa afplánað dóm sinn. Í yfirlýsingunni segir stjórn KKÍ að hún hefði tekið öðruvísi á málinu í dag. Í þriðja lagi segir að dómari á vegum sambandsins hafi verið rekinn eftir að þolandi leitaði til KKÍ vegna óviðeigandi skilaboða sem henni bárust frá dómaranum. Í yfirlýsingunni segir KKÍ að sambandið hafi tekið á þeim ofbeldis- og áreitismálum borist hafa því með formlegum hætti og að þeir sem leiti til KKÍ geti treyst því að fyllsta trúnaðar sé gætt. Yfirlýsing stjórnar KKÍ Undanfarið hafa forsvarsmenn íþróttafélagsins Aþenu borið forystu KKÍ þungum sökum. Ásakanir þessar hafa ekki borist frá félaginu til KKÍ heldur aðeins verið birtar í fjölmiðlum. KKÍ vísar á bug öllum ásökunum Aþenu um þöggun eða aðgerðarleysi varðandi kynbundið ofbeldi. KKÍ fordæmir allt ofbeldi og bendir á að tekið hefur verið á þeim málum sem borist hafa KKÍ með formlegum hætti. Eftirfarandi atriði skulu áréttuð: -Árið 2009 var þjálfara kvennalandsliðsins sagt upp störfum vegna trúnaðarbrests. Sex árum síðar var viðkomandi endurráðinn til sambandsins og hefur hann frá þeim tíma starfað þar að fjölbreyttum verkefnum. Í ljósi umræðu síðustu daga hefur þjálfarinn að eigin ósk látið af störfum hjá sambandinu. -Árið 2014 lék einstaklingur tvo leiki með karlalandsliðinu eftir að hafa afplánað dóm vegna nauðgunar árið 2009. Ljóst má vera að forysta KKÍ tæki með öðrum hætti á slíku máli í dag. -Árið 2020 var dómara á vegum sambandsins sagt upp störfum eftir að þolandi leitaði til forystu KKÍ með upplýsingar um ósæmileg samskipti dómarans við leikmenn á samfélagsmiðlum. Í ræðu formanns og skýrslu stjórnar á körfuknattleiksþingi 2021 kom skýrt fram að sambandið hefur sannarlega tekið á þeim ofbeldis- og áreitismálum sem komið hafa með formlegum hætti inn á borð þess. Þeir sem leita til sambandsins með mál sín geta treyst því að trúnaðar sé gætt. KKÍ er ávallt reiðubúið til samtals og samstarfs um hvernig efla megi traust í hreyfingunni. Mikilvægt er að brotaþolar geti fundið málum sínum farveg innan KKÍ, hjá samskiptaráðgjafa íþrótta- og æskulýðsstarfs eða hjá þar til bærum yfirvöldum. Stjórn KKÍ áréttar við körfuknattleikshreyfinguna að til að hægt sé að taka á málum verða þau að berast til KKÍ. Stjórn KKÍ Hannes S. Jónsson, formaður Guðbjörg Norðfjörð Elíasdóttir, varaformaður Birna Lárusdóttir, 2. varaformaður Guðni Hafsteinsson, gjaldkeri Einar Karl Birgisson Erlingur Hannesson Guðrún Kristmundsdóttir Herbert S. Arnarson Jón Bender Lárus Blöndal Íslenski körfuboltinn Körfubolti MeToo Íþróttir barna Mest lesið Sá besti í heimi opnar sig: Þetta er ekki fullnægjandi líf Golf Norskur ólympíumedalíuhafi látinn eftir að eldingu laust í höfuð honum Sport Dæmdur fyrir að myrða tengdaföður sinn Sport Meistaramót Golfklúbbs Grindavíkur átti að byrja í dag: „Við hinkrum aðeins“ Golf Settur í bann fyrir að hjálpa fátækum krökkum Sport Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Körfubolti Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Handbolti Vilja hefja golfmótið á morgun: „Látum þetta ekki á okkur fá“ Golf Cecilía Rán fékk á sig fastasta skot EM til þessa Fótbolti Steven Gerrard orðinn afi Enski boltinn Fleiri fréttir Íslensku strákarnir töpuðu stórt í sextán liða úrslitunum Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur „Getum ekki beðið eftir að sjá þig gera kraftaverk“ Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Elvar Már til Póllands Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Oladipo með augastað á endurkomu Enginn Kobe Bryant á topp tíu yfir þá bestu í sögunni Wembanyama fær grænt ljós frá læknateymi Spurs Raggi Nat á Nesið Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Stólarnir semja við spænskan leikstjórnanda Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Strákarnir unnu Slóvena á EM Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Stjarna Cavs trúlofuð Grammy verðlaunahafa Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Skellur í fyrsta leik hjá guttunum okkar Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Birkir Hrafn í NBA akademíunni „Þetta gerist rosa hratt“ Sengun í fantaformi í sumarfríinu Hægt að gista í glæsihúsi Michael Jordan Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Sengun í fantaformi í sumarfríinu Jokic framlengir ekki að sinni Sjá meira
Fyrr í þessum mánuði stigu forráðamenn Aþenu fram í myndbandi og kröfðust aðgerða að hálfu KKÍ vegna kynbundins ofbeldis, meðal annars til að konur og stúlkur gætu stundað körfubolta án þess að eiga á hættu að vera áreittar kynferðislega. Í yfirlýsingu stjórnar KKÍ vísar hún öllum fullyrðingum Aþenu um þöggun og aðgerðarleysi vegna kynbundins ofbeldis á bug. Þar segir einnig að KKÍ fordæmi allt ofbeldi og tekið hafi verið á þeim málum sem borist hafa sambandinu með formlegum hætti. Hefðu brugðist öðruvísi við í dag Í yfirlýsingu stjórnar KKÍ eru þrjú atriði sem Aþena fjallar um í myndbandi sínu áréttuð. Það fyrsta snýr að landsliðsþjálfara kvenna sem var rekinn 2009 en ráðinn aftur til sambandsins nokkrum árum seinna. Samkvæmt yfirlýsingu stjórnar KKÍ hefur umræddur þjálfari látið af störfum hjá sambandinu vegna umræðu síðustu daga. Annar punkturinn snýr að leikmanni sem var dæmdur fyrir nauðgun og var valinn í landsliðið eftir að hafa afplánað dóm sinn. Í yfirlýsingunni segir stjórn KKÍ að hún hefði tekið öðruvísi á málinu í dag. Í þriðja lagi segir að dómari á vegum sambandsins hafi verið rekinn eftir að þolandi leitaði til KKÍ vegna óviðeigandi skilaboða sem henni bárust frá dómaranum. Í yfirlýsingunni segir KKÍ að sambandið hafi tekið á þeim ofbeldis- og áreitismálum borist hafa því með formlegum hætti og að þeir sem leiti til KKÍ geti treyst því að fyllsta trúnaðar sé gætt. Yfirlýsing stjórnar KKÍ Undanfarið hafa forsvarsmenn íþróttafélagsins Aþenu borið forystu KKÍ þungum sökum. Ásakanir þessar hafa ekki borist frá félaginu til KKÍ heldur aðeins verið birtar í fjölmiðlum. KKÍ vísar á bug öllum ásökunum Aþenu um þöggun eða aðgerðarleysi varðandi kynbundið ofbeldi. KKÍ fordæmir allt ofbeldi og bendir á að tekið hefur verið á þeim málum sem borist hafa KKÍ með formlegum hætti. Eftirfarandi atriði skulu áréttuð: -Árið 2009 var þjálfara kvennalandsliðsins sagt upp störfum vegna trúnaðarbrests. Sex árum síðar var viðkomandi endurráðinn til sambandsins og hefur hann frá þeim tíma starfað þar að fjölbreyttum verkefnum. Í ljósi umræðu síðustu daga hefur þjálfarinn að eigin ósk látið af störfum hjá sambandinu. -Árið 2014 lék einstaklingur tvo leiki með karlalandsliðinu eftir að hafa afplánað dóm vegna nauðgunar árið 2009. Ljóst má vera að forysta KKÍ tæki með öðrum hætti á slíku máli í dag. -Árið 2020 var dómara á vegum sambandsins sagt upp störfum eftir að þolandi leitaði til forystu KKÍ með upplýsingar um ósæmileg samskipti dómarans við leikmenn á samfélagsmiðlum. Í ræðu formanns og skýrslu stjórnar á körfuknattleiksþingi 2021 kom skýrt fram að sambandið hefur sannarlega tekið á þeim ofbeldis- og áreitismálum sem komið hafa með formlegum hætti inn á borð þess. Þeir sem leita til sambandsins með mál sín geta treyst því að trúnaðar sé gætt. KKÍ er ávallt reiðubúið til samtals og samstarfs um hvernig efla megi traust í hreyfingunni. Mikilvægt er að brotaþolar geti fundið málum sínum farveg innan KKÍ, hjá samskiptaráðgjafa íþrótta- og æskulýðsstarfs eða hjá þar til bærum yfirvöldum. Stjórn KKÍ áréttar við körfuknattleikshreyfinguna að til að hægt sé að taka á málum verða þau að berast til KKÍ. Stjórn KKÍ Hannes S. Jónsson, formaður Guðbjörg Norðfjörð Elíasdóttir, varaformaður Birna Lárusdóttir, 2. varaformaður Guðni Hafsteinsson, gjaldkeri Einar Karl Birgisson Erlingur Hannesson Guðrún Kristmundsdóttir Herbert S. Arnarson Jón Bender Lárus Blöndal
Undanfarið hafa forsvarsmenn íþróttafélagsins Aþenu borið forystu KKÍ þungum sökum. Ásakanir þessar hafa ekki borist frá félaginu til KKÍ heldur aðeins verið birtar í fjölmiðlum. KKÍ vísar á bug öllum ásökunum Aþenu um þöggun eða aðgerðarleysi varðandi kynbundið ofbeldi. KKÍ fordæmir allt ofbeldi og bendir á að tekið hefur verið á þeim málum sem borist hafa KKÍ með formlegum hætti. Eftirfarandi atriði skulu áréttuð: -Árið 2009 var þjálfara kvennalandsliðsins sagt upp störfum vegna trúnaðarbrests. Sex árum síðar var viðkomandi endurráðinn til sambandsins og hefur hann frá þeim tíma starfað þar að fjölbreyttum verkefnum. Í ljósi umræðu síðustu daga hefur þjálfarinn að eigin ósk látið af störfum hjá sambandinu. -Árið 2014 lék einstaklingur tvo leiki með karlalandsliðinu eftir að hafa afplánað dóm vegna nauðgunar árið 2009. Ljóst má vera að forysta KKÍ tæki með öðrum hætti á slíku máli í dag. -Árið 2020 var dómara á vegum sambandsins sagt upp störfum eftir að þolandi leitaði til forystu KKÍ með upplýsingar um ósæmileg samskipti dómarans við leikmenn á samfélagsmiðlum. Í ræðu formanns og skýrslu stjórnar á körfuknattleiksþingi 2021 kom skýrt fram að sambandið hefur sannarlega tekið á þeim ofbeldis- og áreitismálum sem komið hafa með formlegum hætti inn á borð þess. Þeir sem leita til sambandsins með mál sín geta treyst því að trúnaðar sé gætt. KKÍ er ávallt reiðubúið til samtals og samstarfs um hvernig efla megi traust í hreyfingunni. Mikilvægt er að brotaþolar geti fundið málum sínum farveg innan KKÍ, hjá samskiptaráðgjafa íþrótta- og æskulýðsstarfs eða hjá þar til bærum yfirvöldum. Stjórn KKÍ áréttar við körfuknattleikshreyfinguna að til að hægt sé að taka á málum verða þau að berast til KKÍ. Stjórn KKÍ Hannes S. Jónsson, formaður Guðbjörg Norðfjörð Elíasdóttir, varaformaður Birna Lárusdóttir, 2. varaformaður Guðni Hafsteinsson, gjaldkeri Einar Karl Birgisson Erlingur Hannesson Guðrún Kristmundsdóttir Herbert S. Arnarson Jón Bender Lárus Blöndal
Íslenski körfuboltinn Körfubolti MeToo Íþróttir barna Mest lesið Sá besti í heimi opnar sig: Þetta er ekki fullnægjandi líf Golf Norskur ólympíumedalíuhafi látinn eftir að eldingu laust í höfuð honum Sport Dæmdur fyrir að myrða tengdaföður sinn Sport Meistaramót Golfklúbbs Grindavíkur átti að byrja í dag: „Við hinkrum aðeins“ Golf Settur í bann fyrir að hjálpa fátækum krökkum Sport Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Körfubolti Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Handbolti Vilja hefja golfmótið á morgun: „Látum þetta ekki á okkur fá“ Golf Cecilía Rán fékk á sig fastasta skot EM til þessa Fótbolti Steven Gerrard orðinn afi Enski boltinn Fleiri fréttir Íslensku strákarnir töpuðu stórt í sextán liða úrslitunum Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur „Getum ekki beðið eftir að sjá þig gera kraftaverk“ Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Elvar Már til Póllands Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Oladipo með augastað á endurkomu Enginn Kobe Bryant á topp tíu yfir þá bestu í sögunni Wembanyama fær grænt ljós frá læknateymi Spurs Raggi Nat á Nesið Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Stólarnir semja við spænskan leikstjórnanda Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Strákarnir unnu Slóvena á EM Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Stjarna Cavs trúlofuð Grammy verðlaunahafa Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Skellur í fyrsta leik hjá guttunum okkar Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Birkir Hrafn í NBA akademíunni „Þetta gerist rosa hratt“ Sengun í fantaformi í sumarfríinu Hægt að gista í glæsihúsi Michael Jordan Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Sengun í fantaformi í sumarfríinu Jokic framlengir ekki að sinni Sjá meira