Lífið

Söngvari Procol Harum er fallinn frá

Atli Ísleifsson skrifar
Gary Brooker á tónleikum í Lundúnum árið 2017.
Gary Brooker á tónleikum í Lundúnum árið 2017. Getty

Breski söngvarinn Gary Brooker, forsprakki sveitarinnar Procol Harum, er látinn, 76 ára að aldri. Brooker var einn höfunda og söng vinsælasta lag sveitarinnar, A Whiter Shade of Pale, frá árinu 1967 sem fjölmargir tónlistarmanna hafa einnig tekið upp á sína arma.

Rokksveitin Procol Harum sló í gegn á sjöunda áratugnum og var starfandi í heil 55 ár.

Útgáfufyrirtæki Brooker greindi frá andlátinu og segir hann hafa látist á heimili sínu af völdum krabbameins.

Brooker spilaði á ferli sínum einnig með fjölda heimsþekktra tónlistarmanna, meðal annars Eric Clapton, Ringo Starr, Sir Paul McCartney, Bill Wyman, George Harrison, Alan Parsons Project og fjölda annarra.

Árið 1996 birtist hann svo á hvíta tjaldinu í mynd Alans Parker, Evitu, sem skartaði Madonnu í titilhlutverkinu. Í myndinni fór Brooker með hlutverk argentínska utanríkisráðherrans Juan Atilio Bramuglia.

Mikill fjöldi tónlistarmanna hafa gert ábreiðu af laginu A Whiter Shade of Pale, þeirra á meðal Annie Lennox, Joe Cocker og King Curtis.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.