Arfleiddi félagið sitt óvænt að öllum milljónunum sínum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 23. febrúar 2022 12:31 Karlbergs Bollklubb minntist Lennart Alm á miðlum sínum. Instagram/@karlbergs_bollklubb Svíinn Lennart Alm kom félagi sínu mikið á óvart eftir að hann kvaddi þessa jörð. Alm átti enga að. Engin börn, enga fjölskyldu og enga ættingja. Hann elskaði hins vegar félagið sitt Karlbergs BK. Lennart Alm hafði keppt fyrir Karlbergs BK á sínum yngri árum og stutt það allar götur síðan. Liðið er lítið félag í Stokkhólmi en er orðið meira en hundrað ára gamalt. Fótboltaliðið er í fjórðu deildinni og hefur lengst spilað í neðstu deildunum. Lennart Alm hade ingen familj, men han hade sin klubb och åtta miljoner nu har hans sista vilja uppfylltshttps://t.co/EDNrbobhoN pic.twitter.com/EZJkiqdjzd— Aftonbladet (@Aftonbladet) February 20, 2022 Það kom hins vegar ekki í ljós fyrr eftir hans dauðdaga hversu miklu máli félagið skipti hann Lennart Alm. Lennart lést á sjúkrahúsi eftir veikindi en þegar menn sáu erfðaskrána kom sannleikurinn í ljós. „Allt fer til Karlbergs BK,“ skrifaði hann utan á bréfið með erfðaskránni og þar var hann einnig búinn að ganga frá öllu. Aftonbladet segir frá. Í búðinni hans mátti einnig finna alls konar hluti sem minnti á félagið. Verðlaun frá hans ferli, úrklippur og margskonar hlutir merktir Karlbergs BK. Þeir sem þekktu til þessa gamla manns gátu nú ekki búist við því að hann ætti mikil til að gefa. Margir hlutanna hans eiga vissulega heima á safni félagsins en þegar betur var að gáð þá hafði hann heilmikið að gefa. Lennart Alm hafði náð að safna að sér átta milljónum sænskra króna sem gera meira en 106 milljónir íslenskra króna. Forráðamenn Karlbergs BK trúðu varla sínum eigin augum þegar þeir komust að hinu sanna en eftir mjög erfiða tíma í tengslum við kórónuveirufaraldurinn þá er ljóst að þessar milljónir munu eiga mikinn þátt í að halda rekstri félagsins gangandi. View this post on Instagram A post shared by Karlbergs Bollklubb 1912 (@karlbergs_bollklubb) Sænski boltinn Svíþjóð Mest lesið Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Atli og Eiður í KR Fótbolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Fótbolti Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Sport Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Fótbolti Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Fótbolti Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Handbolti Fleiri fréttir Atli og Eiður í KR Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Framarar sótt fjóra bita í næstu deild „Hefurðu enga sómakennd?“ Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Ævintýri Róberts og félaga heldur áfram Ingibjörg og Hafrún nálgast Emilíu Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Sjá meira
Alm átti enga að. Engin börn, enga fjölskyldu og enga ættingja. Hann elskaði hins vegar félagið sitt Karlbergs BK. Lennart Alm hafði keppt fyrir Karlbergs BK á sínum yngri árum og stutt það allar götur síðan. Liðið er lítið félag í Stokkhólmi en er orðið meira en hundrað ára gamalt. Fótboltaliðið er í fjórðu deildinni og hefur lengst spilað í neðstu deildunum. Lennart Alm hade ingen familj, men han hade sin klubb och åtta miljoner nu har hans sista vilja uppfylltshttps://t.co/EDNrbobhoN pic.twitter.com/EZJkiqdjzd— Aftonbladet (@Aftonbladet) February 20, 2022 Það kom hins vegar ekki í ljós fyrr eftir hans dauðdaga hversu miklu máli félagið skipti hann Lennart Alm. Lennart lést á sjúkrahúsi eftir veikindi en þegar menn sáu erfðaskrána kom sannleikurinn í ljós. „Allt fer til Karlbergs BK,“ skrifaði hann utan á bréfið með erfðaskránni og þar var hann einnig búinn að ganga frá öllu. Aftonbladet segir frá. Í búðinni hans mátti einnig finna alls konar hluti sem minnti á félagið. Verðlaun frá hans ferli, úrklippur og margskonar hlutir merktir Karlbergs BK. Þeir sem þekktu til þessa gamla manns gátu nú ekki búist við því að hann ætti mikil til að gefa. Margir hlutanna hans eiga vissulega heima á safni félagsins en þegar betur var að gáð þá hafði hann heilmikið að gefa. Lennart Alm hafði náð að safna að sér átta milljónum sænskra króna sem gera meira en 106 milljónir íslenskra króna. Forráðamenn Karlbergs BK trúðu varla sínum eigin augum þegar þeir komust að hinu sanna en eftir mjög erfiða tíma í tengslum við kórónuveirufaraldurinn þá er ljóst að þessar milljónir munu eiga mikinn þátt í að halda rekstri félagsins gangandi. View this post on Instagram A post shared by Karlbergs Bollklubb 1912 (@karlbergs_bollklubb)
Sænski boltinn Svíþjóð Mest lesið Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Atli og Eiður í KR Fótbolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Fótbolti Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Sport Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Fótbolti Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Fótbolti Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Handbolti Fleiri fréttir Atli og Eiður í KR Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Framarar sótt fjóra bita í næstu deild „Hefurðu enga sómakennd?“ Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Ævintýri Róberts og félaga heldur áfram Ingibjörg og Hafrún nálgast Emilíu Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Sjá meira