Létta á reglum um einangrun og smitgát fyrir starfsmenn Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 21. febrúar 2022 14:27 Tæplega fimm hundruð starfsmenn spítalans eru nú frá vinnu í einangrun. vísir/vilhelm Landspítalinn hefur nú tekið fyrsta skref í átt að því að reyna að leysa mönnunarvanda vegna fjölda smitaðra starfsmanna. Framvegis mega þríbólusettir og einkennalausir starfsmenn spítalans mæta til vinnu beint eftir fimm daga einangrun. Hingað til hefur starfsfólk spítalans sem smitast þurft að vera frá vinnu í sjö daga þrátt fyrir að það sé einkennalaust. Eftir fimm daga einangrun tekur nefnilega við tveggja daga smitgát þar sem ekki má umgangast viðkvæma hópa. Spítalinn hefur nú ákveðið að þeir starfsmenn sem séu einkennalitlir og hitalausir í allavega 24 klukkustundir megi mæta til vinnu beint eftir einangrunina og taka tveggja daga smitgátina út við störf sín. Þeir verða þó að bera fínefnagrímu og sýna aukna varúð í umgengni við sjúklinga. Þetta á aðeins við um þríbólusetta starfsmenn eða tvíbólusetta, sem eru einnig með staðfesta fyrri Covid-sýkingu. „Þetta var bara eðlilegt næsta skref. Þetta er það sem við höfum verið að horfa til. Núna var rétti tíminn til að gera þetta og sjáum við á næstu dögum hverju þetta skilar,“ segir Hildur Helgadóttir, verkefnastjóri farsóttanefndar spítalans í samtali við Vísi. Hildur Helgadóttir er verkefnastjóri farsóttanefndar Landspítala.vísir/sigurjón Enginn skikkaður í vinnu Spítalinn hefur átt í gríðarlegum erfiðleikum með að manna vaktir síðustu vikur vegna fjölda starfsmanna sem eru í einangrun. Þeir eru til dæmis 472 í dag. Það er um sjö prósent alls starfsfólks spítalans. Til tals hefur komið að kalla einkennalausa starfsmenn beinlínis úr einangrun til að manna vaktirnar en spítalinn hefur sagt að það verði algjört neyðarúrræði sem verði vonandi hægt að komast hjá. Hildur vonast til að breytingin muni bæta stöðuna eitthvað en segir algerlega ómögulegt að reyna að giska á hversu mikil áhrif hún muni hafa. „Við rennum algjörlega blint í sjóinn með þetta. En þó það væri ekki nema helmingurinn af þessum sem eru í einangrun sem myndi skila sér tveimur dögum fyrr í vinnu þá eru það samtals rúmlega fjögur hundruð vinnudagar,“ segir Hildur. Það létti augljóslega mjög mikið undir með spítalanum. Það verður algerlega upp á starfsfólkið sjálft komið að ákveða hvort það treysti sér til að mæta á vaktina beint eftir einangrun. „Það verður enginn kallaður í vinnu. Þetta verður að frumkvæði starfsmannanna sjálfra.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Landspítalinn Mest lesið „Við munum berjast fyrir því til síðasta dags að fá pabba aftur“ Innlent Ungur karlmaður lést í slysinu á Vesturlandsvegi Innlent Sauð upp úr við athugasemd um að vændiskonan væri karl Innlent Komust yfir myndband af slysinu Innlent Ætla að berja í borðið: „Austurríki er ansi oft búið að heyrast í mín eyru“ Innlent Krúttlegi jólamarkaðurinn í félagsheimilinu endaði á borði lögreglu Innlent Unglingur réðst ítrekað á strætóbílstjóra í Reykjanesbæ Innlent Gunnar lögmaður: „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Innlent Fjórir látnir á Tenerife eftir að alda sópaði þeim úr saltvatnslaug Erlent Nú mega gæludýr aftur ferðast með eigendum sínum Innlent Fleiri fréttir Þorbjörg hættir aftur hjá Samtökunum´78 Svaraði fullum hálsi en ekki spurningu um siðareglur Styrkja báðar hliðar í Evrópuumræðunni um tíu milljónir Skólanefnd Menntaskólans á Egilsstöðum gagnrýnir skort á samráði Kynjaskiptir og ilmandi sánuklefar urðu undir í kosningu Ætla að berja í borðið: „Austurríki er ansi oft búið að heyrast í mín eyru“ Telur rétt að sniðganga Eurovision Komust yfir myndband af slysinu Sauð upp úr við athugasemd um að vændiskonan væri karl Svarar „mannfyrirlitningu“ Össurar sem segir Svandísi skorta kjörþokka Forseti biðst afsökunar og ráðherra vill sniðganga Eurovision Guðmundur Ingi kominn í veikindaleyfi og á leið í hjartaaðgerð Nú mega gæludýr aftur ferðast með eigendum sínum Bað þingheim afsökunar eftir ákall frá stjórnarandstöðu Nýr varaþingmaður stekkur inn í fjarveru Guðmundar Inga Tekur við rekstri Hornbrekku á Ólafsfirði Færslur sem veki reiði séu margfalt áhrifameiri en aðrar Ungur karlmaður lést í slysinu á Vesturlandsvegi Skilur vonbrigðin en hafnar því að hafa tekið óupplýsta ákvörðun Fjögurra og hálfs árs fangelsi fyrir fíkniefnainnflutning Vatnshæðin aðeins lækkað í Skaftá „Við munum berjast fyrir því til síðasta dags að fá pabba aftur“ Borgarsögusafn gagnrýnir rangfærslur varðandi Holtsgötu 10 Krúttlegi jólamarkaðurinn í félagsheimilinu endaði á borði lögreglu Húsbrot og líkamsárás Tæplega tvö hundruð þúsund vottorð gefin út af læknum á ári Langþráð verk í vegagerð bíða fram á næsta áratug Farþeginn enn í haldi lögreglu Unglingur réðst ítrekað á strætóbílstjóra í Reykjanesbæ Slökkvilið kallað út vegna ammoníakleka Sjá meira
Hingað til hefur starfsfólk spítalans sem smitast þurft að vera frá vinnu í sjö daga þrátt fyrir að það sé einkennalaust. Eftir fimm daga einangrun tekur nefnilega við tveggja daga smitgát þar sem ekki má umgangast viðkvæma hópa. Spítalinn hefur nú ákveðið að þeir starfsmenn sem séu einkennalitlir og hitalausir í allavega 24 klukkustundir megi mæta til vinnu beint eftir einangrunina og taka tveggja daga smitgátina út við störf sín. Þeir verða þó að bera fínefnagrímu og sýna aukna varúð í umgengni við sjúklinga. Þetta á aðeins við um þríbólusetta starfsmenn eða tvíbólusetta, sem eru einnig með staðfesta fyrri Covid-sýkingu. „Þetta var bara eðlilegt næsta skref. Þetta er það sem við höfum verið að horfa til. Núna var rétti tíminn til að gera þetta og sjáum við á næstu dögum hverju þetta skilar,“ segir Hildur Helgadóttir, verkefnastjóri farsóttanefndar spítalans í samtali við Vísi. Hildur Helgadóttir er verkefnastjóri farsóttanefndar Landspítala.vísir/sigurjón Enginn skikkaður í vinnu Spítalinn hefur átt í gríðarlegum erfiðleikum með að manna vaktir síðustu vikur vegna fjölda starfsmanna sem eru í einangrun. Þeir eru til dæmis 472 í dag. Það er um sjö prósent alls starfsfólks spítalans. Til tals hefur komið að kalla einkennalausa starfsmenn beinlínis úr einangrun til að manna vaktirnar en spítalinn hefur sagt að það verði algjört neyðarúrræði sem verði vonandi hægt að komast hjá. Hildur vonast til að breytingin muni bæta stöðuna eitthvað en segir algerlega ómögulegt að reyna að giska á hversu mikil áhrif hún muni hafa. „Við rennum algjörlega blint í sjóinn með þetta. En þó það væri ekki nema helmingurinn af þessum sem eru í einangrun sem myndi skila sér tveimur dögum fyrr í vinnu þá eru það samtals rúmlega fjögur hundruð vinnudagar,“ segir Hildur. Það létti augljóslega mjög mikið undir með spítalanum. Það verður algerlega upp á starfsfólkið sjálft komið að ákveða hvort það treysti sér til að mæta á vaktina beint eftir einangrun. „Það verður enginn kallaður í vinnu. Þetta verður að frumkvæði starfsmannanna sjálfra.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Landspítalinn Mest lesið „Við munum berjast fyrir því til síðasta dags að fá pabba aftur“ Innlent Ungur karlmaður lést í slysinu á Vesturlandsvegi Innlent Sauð upp úr við athugasemd um að vændiskonan væri karl Innlent Komust yfir myndband af slysinu Innlent Ætla að berja í borðið: „Austurríki er ansi oft búið að heyrast í mín eyru“ Innlent Krúttlegi jólamarkaðurinn í félagsheimilinu endaði á borði lögreglu Innlent Unglingur réðst ítrekað á strætóbílstjóra í Reykjanesbæ Innlent Gunnar lögmaður: „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Innlent Fjórir látnir á Tenerife eftir að alda sópaði þeim úr saltvatnslaug Erlent Nú mega gæludýr aftur ferðast með eigendum sínum Innlent Fleiri fréttir Þorbjörg hættir aftur hjá Samtökunum´78 Svaraði fullum hálsi en ekki spurningu um siðareglur Styrkja báðar hliðar í Evrópuumræðunni um tíu milljónir Skólanefnd Menntaskólans á Egilsstöðum gagnrýnir skort á samráði Kynjaskiptir og ilmandi sánuklefar urðu undir í kosningu Ætla að berja í borðið: „Austurríki er ansi oft búið að heyrast í mín eyru“ Telur rétt að sniðganga Eurovision Komust yfir myndband af slysinu Sauð upp úr við athugasemd um að vændiskonan væri karl Svarar „mannfyrirlitningu“ Össurar sem segir Svandísi skorta kjörþokka Forseti biðst afsökunar og ráðherra vill sniðganga Eurovision Guðmundur Ingi kominn í veikindaleyfi og á leið í hjartaaðgerð Nú mega gæludýr aftur ferðast með eigendum sínum Bað þingheim afsökunar eftir ákall frá stjórnarandstöðu Nýr varaþingmaður stekkur inn í fjarveru Guðmundar Inga Tekur við rekstri Hornbrekku á Ólafsfirði Færslur sem veki reiði séu margfalt áhrifameiri en aðrar Ungur karlmaður lést í slysinu á Vesturlandsvegi Skilur vonbrigðin en hafnar því að hafa tekið óupplýsta ákvörðun Fjögurra og hálfs árs fangelsi fyrir fíkniefnainnflutning Vatnshæðin aðeins lækkað í Skaftá „Við munum berjast fyrir því til síðasta dags að fá pabba aftur“ Borgarsögusafn gagnrýnir rangfærslur varðandi Holtsgötu 10 Krúttlegi jólamarkaðurinn í félagsheimilinu endaði á borði lögreglu Húsbrot og líkamsárás Tæplega tvö hundruð þúsund vottorð gefin út af læknum á ári Langþráð verk í vegagerð bíða fram á næsta áratug Farþeginn enn í haldi lögreglu Unglingur réðst ítrekað á strætóbílstjóra í Reykjanesbæ Slökkvilið kallað út vegna ammoníakleka Sjá meira