Innlent

Í­búar himin­lifandi með að búið sé að bjarga húsunum

Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar
Hjónin Magnús Reyr og Sæunn Ingibjörg Marinósdóttir eru ánægð með nýjustu vendingar í málinu og líður nú öruggum með húsnæði sitt.
Hjónin Magnús Reyr og Sæunn Ingibjörg Marinósdóttir eru ánægð með nýjustu vendingar í málinu og líður nú öruggum með húsnæði sitt. vísir/egill

Í­búar við Reykja­víkur­veg í Hafnar­firði fagna því að bærinn hafi fallið frá því að veita heimild til að fjar­lægja 19 hús við vestur­hlið vegarins til að rýmka til fyrir borgar­línu. For­maður skipu­lags- og byggingar­ráðs segir málið hafa verið byggt á mis­skilningi; aldrei hafi staðið til að fjar­lægja húsin, sem verði nú færð inn á verndar­svæði svo í­búum líði enn öruggari.

„Þetta er auð­vitað bara mikið fagnaðar­efni og það sem við vildum. Allir í húsunum hérna í götunni eru búnir að vera læstir inni með sínar eignir. Það hefur enginn viljað fara í endur­bætur eða fram­kvæmdir á húsunum af ótta við að þau yrðu svo bara færð í burtu eða rifin,“ segir Magnús Reyr Agnars­son, einn íbúa við veginn.

Heimildin olli misskilningi

Fjallað var um það í kvöld­fréttum Stöðvar 2 á sínum tíma hve ó­sáttir í­búar væru við bæinn í málinu en á nýju deili­skipu­lagi sem er í um­sóknar­ferli var upp­runa­lega veitt heimild til að fjar­lægja þessi 19 hús við vestur­hlið Reykja­víkur­vegar til að rýmka til fyrir borgar­línu, sem á að liggja um veginn.

Nú hefur þessi heimild hins vegar verið tekin út úr deili­skipu­laginu.

„Þetta var farið að valda á­kveðnum mis­skilningi þannig við tókum þessa heimild út úr skipu­laginu,“ segir Ólafur Ingi Tómas­son, for­maður skipu­lags- og byggingar­ráðs Hafnar­fjarðar í sam­tali við Vísi.

Hann segir að aldrei hafi staðið til að fjar­lægja húsin.

„Það er alveg vitað að það gerist ekkert nema í­búarnir séu með í því. Það komu at­huga­semdir frá þeim um þetta at­riði, þær voru teknar fyrir í bæjar­stjórn og sam­þykkt að taka þetta út. Það hefur núna verið tekið til­lit til lang­flestra at­huga­semdanna við þetta skipu­lag,“ segir Ólafur Ingi.

Ólafur Ingi segir að ráðið hafi einnig ákveðið að stækka verndarsvæðið í Vesturbænum.vísir/egill

Verða vernduð fyrir framtíðar bæjarstjórnum

Þá stendur einnig til að stækka fyrir­hugað verndar­svæði í hverfinu, sem kallast gamli Vestur­bærinn, þannig að um­rædd hús verði innan þess. Í­búarnir höfðu ein­mitt gagn­rýnt það að húsin sem stæðu næst Reykja­víkur­vegi næðu ekki inn á nefndar­sviðið.

Ólafur Ingi segir að allir í skipu­lags- og byggingar­ráði séu sam­mála um að stækka verndar­svæðið svo það nái yfir húsin, en það hefur ekki verið sam­þykkt enn.

„Við erum sam­mála um það í nefndinni, já, og það verður sam­þykkt bráð­lega,“ segir hann.

Vesturbær Hafnarfjarðar er hér hvítlitaður og verndarsvæðið innan hans litað daufblátt.Hafnarfjarðarbær

Á myndinni hér að ofan má sjá Vestur­bæ Hafnar­fjarðar. Verndar­svæðið eins og það var teiknað upp fyrst er dauf­blátt á myndinni. Rauða línan sýnir hvar verndar­svæðið átti að taka enda í austur­átt en bláa línan sýnir Reykja­víkur­veginn. Þau hús sem lentu þarna á milli línanna átti því að vera hægt að fjar­lægja í fram­tíðinni. Sam­kvæmt Ólafi Inga verður verndar­línan færð alveg upp að Reykja­víkur­vegi svo húsin falli undir svæðið.

Því fagnar í­búinn Magnús Reyr.

„Það er mikil­vægt að húsin séu á þessu verndar­svæði svo þau væru þá ekki að bjóða fram­tíðar­bæjar­stjórnum upp á það að þær gætu farið inn og tekið þessi hús. Það er ekki hægt þegar þau eru komin inn á verndar­svæðið,“ segir hann.

Verndar­svæðið verður lík­lega að raun­veru­leika á fyrri hluta þessa árs en það er ekki á valdi Hafnar­fjarðar­bæjar eins að koma því á heldur þurfa nú ráðu­neyti og Skipu­lags­stofnun að sam­þykkja það.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×