Betri en Fasteignaskatturinn Davíð Stefán Reynisson skrifar 21. febrúar 2022 08:30 Það hefur ekki farið framhjá neinum að fasteignaverð í Reykjavík hefur hækkað gífurlega síðustu ár og mánuði. Ungt fólk hefur setið á hakanum því kaupmáttur launa hefur ekki hækkað í sama mæli. Flestir eru sammála að þessi staða sé vandamál en þeim kemur ekki saman um hvernig er best að taka á vandanum. Vilja sumir meina að lækka þurfi útlánsvexti bankanna en aðrir vilja meina að þetta sé bara spurning um að byggja meira. Sjálfur fagna ég áætlunum flokkana í Borginni um að byggja meira, hvort sem það er miðsvæðis eða í úthverfunum, enda er bersýnilegur framboðsskortur á húsnæði. Ég tel þessar áætlanir hins vegar ekki taka á meginrót vandans—spákaupmennsku. Spákaupmennska hefur verið og mun halda áfram að vera meginástæða þess að fasteignamarkaðurinn er óaðgengilegur fyrstu kaupendum. Svo lengi sem hægt er að nota land sem fjárfestingartól mun það alltaf endurspeglast í verði þess. Því vil ég tala fyrir lausn sem gerir spákaupmennsku með fasteignir að verri kost fyrir fjárfesta og hvetur núverandi lóðareigendur til að byggja meira og þéttar. Sú lausn felst í að skipta út fasteignaskattinum fyrir lóðamatsskatt. Lóðamatsskattur tekur allt eða hluta af virði óbætts lands sem skattstofn. Þar sem „óbætt land“ er sá hluti fasteignamats sem tekur ekki tillit til bygginga, skólplagna, trjáa og þess háttar. Það er oftar en ekki aukin eftirspurn eftir staðsetningu—ekki baðherbergjum eða bílskúrum, sem leiðir til þess að fasteignaverð hækkar ár frá ári. Þessar aðstæður skapa hvata fyrir fólk til að kaupa fasteignir sem fjárfestingartól en ekki bara sem húsnæði. Húsnæði er nauðsynlegt en það er ekki hagkvæmt til lengdar að nota takmarkaða auðlind líkt og land á þennan veg. Við getum alltaf gefið út ný hlutabréf en við getum ekki framleitt endalaust pláss. Með því að skattleggja óbætt land geta braskarar ekki lengur grætt á síhækkandi eftirspurn eftir þessari takmörkuðu auðlind. Fasteignaskatturinn, sem er næststærsta tekjulind sveitarfélaganna og nemur 0,5% af fasteignamati íbúðaeigna, gerir ekki nægilega mikið til að minnka hvatann til að nota fasteignir sem fjárfestingartól. Þvert á móti, fólk tapar á að byggja við lóðirnar sínar, því skattbyrðinn eykst þegar fasteignamatið er hærra. Þetta leiðir til þess að framboð af húsnæði nær aldrei að mæta eftirspurn og fasteignaverð helst hátt. Lóðamatsskatturinn hefur þveröfug áhrif. Í stað þess að refsa fólki fyrir að byggja við lóðirnar sínar, þá hvetur hann til þess. Þar sem skatturinn tekur bara tillit til virði óbættra lóða, þá borga lóðareigendur sem byggja meira, hlutfallslega minni skatt en þeir sem láta lóðirnar sínar ósnertar. Lóðamatsskatturinn leiðir til þess að þau sem hafa hve mest not af tiltekinni eign hverju sinni, séu þau sem eiga hana. Hugmyndin um lóðamatsskatt kom fyrst fram í lok 19. aldar þegar blaðamaður í New York sá fyrir sér skatt sem gæti komið í stað allra annara. Síðan þá hefur hugmyndin verið í sérstöku dálæti hjá mörgum hagfræðingum þar sem lóðamatsskattinum fylgir fræðilega séð ekkert allratap. Það er vegna þess að framboð lands er bundið lögmálum náttúrunar og því er ekki hægt að minnka eða auka framboð þess ef það reynist dýrara að eiga það. Samanborið við fasteignaskattinn er því hægt að rukka meira án þess að missa hagkvæmni. Fast framboð lands tryggir líka að leigusalar geta ekki skeytt skattinum á leigjendur, þar sem þeir yrðu ósamkeppnishæfir á leigumarkaði. Það fer bráðum að líða að sveitarstjórnarkosningum. Mikið af flottu og framtakssömu fólki er í framboði og tala fyrir alls konar hugmyndum. Ég biðla til þess, óhað því hvar það stendur á pólítíska litrófinu, að endurskoða fasteignaskattinn. Það er til betri kostur. Höfundur er námsmaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fasteignamarkaður Skattar og tollar Sveitarstjórnarkosningar 2022 Skoðun: Kosningar 2022 Mest lesið Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun Kennari í verkfalli Hólmfríður Þorgeirsdóttir Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun Verðbólga í boði Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Neglum niður vextina Kristrún Frostadóttir Skoðun Ekki láta kaupa atkvæði þitt Alexandra Briem Skoðun Krónur, evrur og fullveldi Bjarni Benediktsson Skoðun Ísland 2074 Kjartan Magnússon Skoðun 200 þúsund til að búa í fatahengi LOL Derek T. Allen Skoðun Skoðun Skoðun Á að vera landbúnaður á Íslandi? Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Miðflokkurinn stendur vörð um bændur Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Fjármál Kópavogsbæjar - hin hliðin Theódóra Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Feður eiga undir högg að sækja í forsjármálum Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Mikill má máttur Viðreisnar og áhrif um alla Evrópu, líka á Pútín, vera Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Frír hádegisverður í boði Friedmans Róbert Björnsson skrifar Skoðun Höldum áfram með íslenskuna og konuna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Ekki láta kaupa atkvæði þitt Alexandra Briem skrifar Skoðun Afnemum fátæktina Helgi Máni Sigurðsson skrifar Skoðun Krónur, evrur og fullveldi Bjarni Benediktsson skrifar Skoðun Ný ríkisstjórn styrki meistarakerfi löggiltra iðngreina Hópur formanna fag- og meistarafélaga innan SI skrifar Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Farsældarlögin snúast ekki um börnin Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Víðtæk og öflug barátta gegn einmanaleika á Íslandi Guðrún Svava Viðarsdóttir skrifar Skoðun Framsókn í geðheilbrigðismálum Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun 200 þúsund til að búa í fatahengi LOL Derek T. Allen skrifar Skoðun Kennari í verkfalli Hólmfríður Þorgeirsdóttir skrifar Skoðun Við viljum – kröfugerð fólks með fötlun! Unnur Hrefna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar Skoðun Óæskilegar uppskerur Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Úreltar og óréttmætar hvalveiðar Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Bætum umhverfið svo öll börn geti blómstrað Kristín Kolbrún Kolbeinsdóttir Waage skrifar Skoðun Neglum niður vextina Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Áhyggjulaust ævikvöld Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Verðbólga í boði Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Afsláttur af mannréttindum Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Er 0,145% bankaskattur virkilega nóg? Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Útrýmum kjaragliðnun Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun 16 ára aldurstakmark á samfélagsmiðlum Skúli Bragi Geirdal skrifar Sjá meira
Það hefur ekki farið framhjá neinum að fasteignaverð í Reykjavík hefur hækkað gífurlega síðustu ár og mánuði. Ungt fólk hefur setið á hakanum því kaupmáttur launa hefur ekki hækkað í sama mæli. Flestir eru sammála að þessi staða sé vandamál en þeim kemur ekki saman um hvernig er best að taka á vandanum. Vilja sumir meina að lækka þurfi útlánsvexti bankanna en aðrir vilja meina að þetta sé bara spurning um að byggja meira. Sjálfur fagna ég áætlunum flokkana í Borginni um að byggja meira, hvort sem það er miðsvæðis eða í úthverfunum, enda er bersýnilegur framboðsskortur á húsnæði. Ég tel þessar áætlanir hins vegar ekki taka á meginrót vandans—spákaupmennsku. Spákaupmennska hefur verið og mun halda áfram að vera meginástæða þess að fasteignamarkaðurinn er óaðgengilegur fyrstu kaupendum. Svo lengi sem hægt er að nota land sem fjárfestingartól mun það alltaf endurspeglast í verði þess. Því vil ég tala fyrir lausn sem gerir spákaupmennsku með fasteignir að verri kost fyrir fjárfesta og hvetur núverandi lóðareigendur til að byggja meira og þéttar. Sú lausn felst í að skipta út fasteignaskattinum fyrir lóðamatsskatt. Lóðamatsskattur tekur allt eða hluta af virði óbætts lands sem skattstofn. Þar sem „óbætt land“ er sá hluti fasteignamats sem tekur ekki tillit til bygginga, skólplagna, trjáa og þess háttar. Það er oftar en ekki aukin eftirspurn eftir staðsetningu—ekki baðherbergjum eða bílskúrum, sem leiðir til þess að fasteignaverð hækkar ár frá ári. Þessar aðstæður skapa hvata fyrir fólk til að kaupa fasteignir sem fjárfestingartól en ekki bara sem húsnæði. Húsnæði er nauðsynlegt en það er ekki hagkvæmt til lengdar að nota takmarkaða auðlind líkt og land á þennan veg. Við getum alltaf gefið út ný hlutabréf en við getum ekki framleitt endalaust pláss. Með því að skattleggja óbætt land geta braskarar ekki lengur grætt á síhækkandi eftirspurn eftir þessari takmörkuðu auðlind. Fasteignaskatturinn, sem er næststærsta tekjulind sveitarfélaganna og nemur 0,5% af fasteignamati íbúðaeigna, gerir ekki nægilega mikið til að minnka hvatann til að nota fasteignir sem fjárfestingartól. Þvert á móti, fólk tapar á að byggja við lóðirnar sínar, því skattbyrðinn eykst þegar fasteignamatið er hærra. Þetta leiðir til þess að framboð af húsnæði nær aldrei að mæta eftirspurn og fasteignaverð helst hátt. Lóðamatsskatturinn hefur þveröfug áhrif. Í stað þess að refsa fólki fyrir að byggja við lóðirnar sínar, þá hvetur hann til þess. Þar sem skatturinn tekur bara tillit til virði óbættra lóða, þá borga lóðareigendur sem byggja meira, hlutfallslega minni skatt en þeir sem láta lóðirnar sínar ósnertar. Lóðamatsskatturinn leiðir til þess að þau sem hafa hve mest not af tiltekinni eign hverju sinni, séu þau sem eiga hana. Hugmyndin um lóðamatsskatt kom fyrst fram í lok 19. aldar þegar blaðamaður í New York sá fyrir sér skatt sem gæti komið í stað allra annara. Síðan þá hefur hugmyndin verið í sérstöku dálæti hjá mörgum hagfræðingum þar sem lóðamatsskattinum fylgir fræðilega séð ekkert allratap. Það er vegna þess að framboð lands er bundið lögmálum náttúrunar og því er ekki hægt að minnka eða auka framboð þess ef það reynist dýrara að eiga það. Samanborið við fasteignaskattinn er því hægt að rukka meira án þess að missa hagkvæmni. Fast framboð lands tryggir líka að leigusalar geta ekki skeytt skattinum á leigjendur, þar sem þeir yrðu ósamkeppnishæfir á leigumarkaði. Það fer bráðum að líða að sveitarstjórnarkosningum. Mikið af flottu og framtakssömu fólki er í framboði og tala fyrir alls konar hugmyndum. Ég biðla til þess, óhað því hvar það stendur á pólítíska litrófinu, að endurskoða fasteignaskattinn. Það er til betri kostur. Höfundur er námsmaður.
Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Skoðun Mikill má máttur Viðreisnar og áhrif um alla Evrópu, líka á Pútín, vera Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar
Skoðun Ný ríkisstjórn styrki meistarakerfi löggiltra iðngreina Hópur formanna fag- og meistarafélaga innan SI skrifar
Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar
Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun