Fótbolti

Skoraði þrennu af sjálfsmörkum í fyrri hálfleik

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Úr leiknum vestanhafs.
Úr leiknum vestanhafs. vísir/Getty

Hreint ótrúleg atburðarás átti sér stað í leik Bandaríkjanna og Nýja Sjálands sem nú stendur yfir á SheBelievesCup í fótbolta.

Bandaríkjakonur leiða með þremur mörkum gegn engu og hafa öll mörkin verið skoruð af Meikayla Moore, leikmanni enska úrvalsdeildarliðsins Liverpool.

Það sem er svo ótrúlegt við það er sú staðreynd að Moore leikur fyrir Nýja Sjáland og er miðvörður en hún skoraði þrjú sjálfsmörk á hálftíma kafla í fyrri hálfleiknum.

Moore kom Bandaríkjunum yfir á fimmtu mínútum og skoraði svo annað sjálfsmark nokkrum sekúndum síðar.

Eftir 35 mínútna leik skoraði hún svo í þriðja sinn í eigið net og var svo í kjölfarið skipt af velli á 40.mínútu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×