Miskunnarlaus klámherferð herjar á Íslendinga Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 20. febrúar 2022 23:01 Erlendar klámsíður virðast nú vera í miðri auglýsingaherferð sem angrar marga Íslendinga. Óumbeðin og óviðeigandi skilaboð hrúgast nú inn á Facebook. Við sýnum ykkur hér í myndbandi sem fylgir fréttinni hvernig hægt er að losna við þetta hvimleiða vandamál á einfaldan máta. Flestir kannast við að fá óumbeðin og algerlega óþolandi skilaboð frá Facebook-notendum sem þykjast vera erlendar konur sem segjast elska kynlíf. Núna er ástandið hins vegar sérstaklega slæmt og síðustu vikuna hafa skilaboðin verið að hrannast inn á Facebook hjá mörgum. Skilaboð sem þessi skjóta nokkuð reglulega upp kollinum á Facebook oftast ein á nokkurra vikna eða jafnvel mánaða fresti. Undanfarið hefur þetta plagað allmarga og má nánast tala um faraldur í þessu sambandi. Skilaboðin eru hjá mörgum orðin þónokkur á dag. „Ég veit ekki af hverju þetta er að gerast en ég veit að þeir sem eru að gera þetta eru í einhvers konar herferð að gera þetta akkúrat núna. Og það virðist vera allavega fullt af Íslendingum sem eru partur af þessari herferð hjá þessum aðilum sem standa á bak við þetta,“ segir Theodór Ragnar Gíslason, tæknistjóri netöryggisfyrirtækisins Syndis. Theodór Ragnar Gíslason, tæknistjóri Syndis.Vísir/Baldur „Þeir eru að herja mikið á okkur þessa dagana og vonandi fer þetta nú að minnka eitthvað,“ segir Theodór. Skondnar þýðingarvillur Skilaboðin eru augljóslega ekki frá alvörufólki og öll greinilega þýdd yfir á erlendu tungumáli með hjálp þýðingarforrita. Þau geta því komið dálítið skemmtilega út. Hér er eitt dæmi: Þýðing hennar Fino Alinu virðist hafa farið dálítið úrskeiðis, líklega í gegn um Google Translate. Kisur hinna enskumælandi má skilja á dálítið annan hátt en okkar íslensku kisur.vísir „Ég elska að stunda kynlíf hér ókeypis til að sjá fallegu kisuna mína Fáðu hana núna“ Og annað: „Hæ ég er kynþokkafull kona sem elskar að vera nakin. En ég get ekki birt myndbandið á síðunni sem opnast. Ef þú vilt sjá mig nakinn. Smelltu hér á myndbandið mitt.“ Skilaboðin eru alls konar. En öll vísa þau manni á erlendar klámsíður.VÍSIR Alltaf einhverjir sem falla fyrir skilaboðunum „Þó að við kannski hlæjum að þessu; þetta er svo fáránlegt... þetta er bara pirrandi. En auðvitað eru alltaf einhverjir sem eru ginnkeyptir fyrir svona svikaskilaboðum,“ segir Theodór. Að hans sögn virðast klámsíðurnar greiða þeim sem senda skilaboðin fyrir það hversu marga þeir fá til að opna síðurnar sem skilaboðin vísa á eða þá sem skrá sig á þær eftir að hafa fundið þær í gegn um skilaboð sem þessi. En hver er leiðin til að losna undan þessu óþolandi áreiti? Hún er í raun sáraeinföld og við förum yfir hana í lok fréttarinnar sem sýnd var í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. Hana er hægt að sjá hér að neðan: Klám Facebook Samfélagsmiðlar Auglýsinga- og markaðsmál Netöryggi Mest lesið Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Innlent Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Erlent Lýstu yfir hættustigi vegna flugvélar í vanda Innlent Kynfræðsla ekki endilega forgangsatriði í fermingarfræðslu Innlent Fjölgun á þeim sem lögregla fylgir úr landi Innlent Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Erlent „Þessi starfsemi er komin til að vera“ Innlent Kannast ekki við gagnrýni á fegurðarsamkeppni ungmenna Innlent Ekki sé gagnlegt að etja Krabbameinsfélaginu og Ljósinu saman Innlent Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Erlent Fleiri fréttir „Alvarlegt áfall á Grundartanga” sem beri að bregðast við hratt Ný samnorræn og baltnesk gervigreindarmiðstöð opnuð í dag „Það getur einhver verið að tæla barnið þitt fyrir framan þig“ Lýstu yfir hættustigi vegna flugvélar í vanda Fjölgun á þeim sem lögregla fylgir úr landi Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Kynfræðsla ekki endilega forgangsatriði í fermingarfræðslu Fleiri stöðugildi sjúkraþjálfara muni fara í skriffinnsku „Þessi starfsemi er komin til að vera“ Samþykktu leiðtogaprófkjör hjá Viðreisn í Reykjavík Kannast ekki við gagnrýni á fegurðarsamkeppni ungmenna Ekki sé gagnlegt að etja Krabbameinsfélaginu og Ljósinu saman Stöðva framleiðslu í álverinu á Grundartanga Óvissustig vegna snjóflóðahættu í Ólafsfjarðarmúla Olíuboranir að hefjast beint norður af Íslandi Óttast afleiðingar þess að fjársterkari kaupendur sitji einir að markaðnum Fermingarfræðslan umdeilda stappi nærri sturlun Fundi frestað þar til á morgun Stopp á fasteignamarkaði, Miðflokkur á flugi og fegurðarsamkeppni Barn flutt á sjúkrahús eftir að hafa lent undir bíl Flugvél snúið til Keflavíkur vegna bilunar Skipta út hraðhleðslustöðinni vegna bilunar Verktakar hyggjast leita réttar síns eftir að ríkið rifti samningi Fuglaflensa greinist í refum Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Eyvindur tekur varanlegt sæti í Landsrétti Hlýða á kröfu um mun þyngri refsingu tvíburanna og Samúels Jóa Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Hefði haldið að Halla gæti vitnað í aðra en Maó og hans líka Sjá meira
Flestir kannast við að fá óumbeðin og algerlega óþolandi skilaboð frá Facebook-notendum sem þykjast vera erlendar konur sem segjast elska kynlíf. Núna er ástandið hins vegar sérstaklega slæmt og síðustu vikuna hafa skilaboðin verið að hrannast inn á Facebook hjá mörgum. Skilaboð sem þessi skjóta nokkuð reglulega upp kollinum á Facebook oftast ein á nokkurra vikna eða jafnvel mánaða fresti. Undanfarið hefur þetta plagað allmarga og má nánast tala um faraldur í þessu sambandi. Skilaboðin eru hjá mörgum orðin þónokkur á dag. „Ég veit ekki af hverju þetta er að gerast en ég veit að þeir sem eru að gera þetta eru í einhvers konar herferð að gera þetta akkúrat núna. Og það virðist vera allavega fullt af Íslendingum sem eru partur af þessari herferð hjá þessum aðilum sem standa á bak við þetta,“ segir Theodór Ragnar Gíslason, tæknistjóri netöryggisfyrirtækisins Syndis. Theodór Ragnar Gíslason, tæknistjóri Syndis.Vísir/Baldur „Þeir eru að herja mikið á okkur þessa dagana og vonandi fer þetta nú að minnka eitthvað,“ segir Theodór. Skondnar þýðingarvillur Skilaboðin eru augljóslega ekki frá alvörufólki og öll greinilega þýdd yfir á erlendu tungumáli með hjálp þýðingarforrita. Þau geta því komið dálítið skemmtilega út. Hér er eitt dæmi: Þýðing hennar Fino Alinu virðist hafa farið dálítið úrskeiðis, líklega í gegn um Google Translate. Kisur hinna enskumælandi má skilja á dálítið annan hátt en okkar íslensku kisur.vísir „Ég elska að stunda kynlíf hér ókeypis til að sjá fallegu kisuna mína Fáðu hana núna“ Og annað: „Hæ ég er kynþokkafull kona sem elskar að vera nakin. En ég get ekki birt myndbandið á síðunni sem opnast. Ef þú vilt sjá mig nakinn. Smelltu hér á myndbandið mitt.“ Skilaboðin eru alls konar. En öll vísa þau manni á erlendar klámsíður.VÍSIR Alltaf einhverjir sem falla fyrir skilaboðunum „Þó að við kannski hlæjum að þessu; þetta er svo fáránlegt... þetta er bara pirrandi. En auðvitað eru alltaf einhverjir sem eru ginnkeyptir fyrir svona svikaskilaboðum,“ segir Theodór. Að hans sögn virðast klámsíðurnar greiða þeim sem senda skilaboðin fyrir það hversu marga þeir fá til að opna síðurnar sem skilaboðin vísa á eða þá sem skrá sig á þær eftir að hafa fundið þær í gegn um skilaboð sem þessi. En hver er leiðin til að losna undan þessu óþolandi áreiti? Hún er í raun sáraeinföld og við förum yfir hana í lok fréttarinnar sem sýnd var í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. Hana er hægt að sjá hér að neðan:
Klám Facebook Samfélagsmiðlar Auglýsinga- og markaðsmál Netöryggi Mest lesið Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Innlent Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Erlent Lýstu yfir hættustigi vegna flugvélar í vanda Innlent Kynfræðsla ekki endilega forgangsatriði í fermingarfræðslu Innlent Fjölgun á þeim sem lögregla fylgir úr landi Innlent Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Erlent „Þessi starfsemi er komin til að vera“ Innlent Kannast ekki við gagnrýni á fegurðarsamkeppni ungmenna Innlent Ekki sé gagnlegt að etja Krabbameinsfélaginu og Ljósinu saman Innlent Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Erlent Fleiri fréttir „Alvarlegt áfall á Grundartanga” sem beri að bregðast við hratt Ný samnorræn og baltnesk gervigreindarmiðstöð opnuð í dag „Það getur einhver verið að tæla barnið þitt fyrir framan þig“ Lýstu yfir hættustigi vegna flugvélar í vanda Fjölgun á þeim sem lögregla fylgir úr landi Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Kynfræðsla ekki endilega forgangsatriði í fermingarfræðslu Fleiri stöðugildi sjúkraþjálfara muni fara í skriffinnsku „Þessi starfsemi er komin til að vera“ Samþykktu leiðtogaprófkjör hjá Viðreisn í Reykjavík Kannast ekki við gagnrýni á fegurðarsamkeppni ungmenna Ekki sé gagnlegt að etja Krabbameinsfélaginu og Ljósinu saman Stöðva framleiðslu í álverinu á Grundartanga Óvissustig vegna snjóflóðahættu í Ólafsfjarðarmúla Olíuboranir að hefjast beint norður af Íslandi Óttast afleiðingar þess að fjársterkari kaupendur sitji einir að markaðnum Fermingarfræðslan umdeilda stappi nærri sturlun Fundi frestað þar til á morgun Stopp á fasteignamarkaði, Miðflokkur á flugi og fegurðarsamkeppni Barn flutt á sjúkrahús eftir að hafa lent undir bíl Flugvél snúið til Keflavíkur vegna bilunar Skipta út hraðhleðslustöðinni vegna bilunar Verktakar hyggjast leita réttar síns eftir að ríkið rifti samningi Fuglaflensa greinist í refum Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Eyvindur tekur varanlegt sæti í Landsrétti Hlýða á kröfu um mun þyngri refsingu tvíburanna og Samúels Jóa Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Hefði haldið að Halla gæti vitnað í aðra en Maó og hans líka Sjá meira