Miskunnarlaus klámherferð herjar á Íslendinga Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 20. febrúar 2022 23:01 Erlendar klámsíður virðast nú vera í miðri auglýsingaherferð sem angrar marga Íslendinga. Óumbeðin og óviðeigandi skilaboð hrúgast nú inn á Facebook. Við sýnum ykkur hér í myndbandi sem fylgir fréttinni hvernig hægt er að losna við þetta hvimleiða vandamál á einfaldan máta. Flestir kannast við að fá óumbeðin og algerlega óþolandi skilaboð frá Facebook-notendum sem þykjast vera erlendar konur sem segjast elska kynlíf. Núna er ástandið hins vegar sérstaklega slæmt og síðustu vikuna hafa skilaboðin verið að hrannast inn á Facebook hjá mörgum. Skilaboð sem þessi skjóta nokkuð reglulega upp kollinum á Facebook oftast ein á nokkurra vikna eða jafnvel mánaða fresti. Undanfarið hefur þetta plagað allmarga og má nánast tala um faraldur í þessu sambandi. Skilaboðin eru hjá mörgum orðin þónokkur á dag. „Ég veit ekki af hverju þetta er að gerast en ég veit að þeir sem eru að gera þetta eru í einhvers konar herferð að gera þetta akkúrat núna. Og það virðist vera allavega fullt af Íslendingum sem eru partur af þessari herferð hjá þessum aðilum sem standa á bak við þetta,“ segir Theodór Ragnar Gíslason, tæknistjóri netöryggisfyrirtækisins Syndis. Theodór Ragnar Gíslason, tæknistjóri Syndis.Vísir/Baldur „Þeir eru að herja mikið á okkur þessa dagana og vonandi fer þetta nú að minnka eitthvað,“ segir Theodór. Skondnar þýðingarvillur Skilaboðin eru augljóslega ekki frá alvörufólki og öll greinilega þýdd yfir á erlendu tungumáli með hjálp þýðingarforrita. Þau geta því komið dálítið skemmtilega út. Hér er eitt dæmi: Þýðing hennar Fino Alinu virðist hafa farið dálítið úrskeiðis, líklega í gegn um Google Translate. Kisur hinna enskumælandi má skilja á dálítið annan hátt en okkar íslensku kisur.vísir „Ég elska að stunda kynlíf hér ókeypis til að sjá fallegu kisuna mína Fáðu hana núna“ Og annað: „Hæ ég er kynþokkafull kona sem elskar að vera nakin. En ég get ekki birt myndbandið á síðunni sem opnast. Ef þú vilt sjá mig nakinn. Smelltu hér á myndbandið mitt.“ Skilaboðin eru alls konar. En öll vísa þau manni á erlendar klámsíður.VÍSIR Alltaf einhverjir sem falla fyrir skilaboðunum „Þó að við kannski hlæjum að þessu; þetta er svo fáránlegt... þetta er bara pirrandi. En auðvitað eru alltaf einhverjir sem eru ginnkeyptir fyrir svona svikaskilaboðum,“ segir Theodór. Að hans sögn virðast klámsíðurnar greiða þeim sem senda skilaboðin fyrir það hversu marga þeir fá til að opna síðurnar sem skilaboðin vísa á eða þá sem skrá sig á þær eftir að hafa fundið þær í gegn um skilaboð sem þessi. En hver er leiðin til að losna undan þessu óþolandi áreiti? Hún er í raun sáraeinföld og við förum yfir hana í lok fréttarinnar sem sýnd var í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. Hana er hægt að sjá hér að neðan: Klám Facebook Samfélagsmiðlar Auglýsinga- og markaðsmál Netöryggi Mest lesið Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Innlent Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Innlent Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Erlent NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Innlent Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Erlent Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Erlent Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Innlent Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Innlent Fleiri fréttir Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Esjustofa í endurnýjun lífdaga Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Bandaríkin muni semja Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Hryðjuverkaógn, setustofa á Esjunni og milljarðar í húfi Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Sauð á starfsmanni sem löðrungaði íbúa á hjúkrunarheimili Fleiri en ein hópnauðgun til rannsóknar Kynnir áform um að leggja niður stjórn Sjúkratrygginga Pétur Jökull fékk átta ára dóm í Landsrétti Jómfrúarræða um Súðavíkurhlíð og skömmu síðar lenti sonur hans þar í slysi Þakgarðar og bílalyfta í stað bensínstöðvar Loftleiðir stofnuðu Cargolux til að nýta verðlitlar flugvélar Birtir niðrandi ummæli sem lýsi hatri í garð trans fólks Veiðigjöldin verði keyrð í gegn Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Markaðir kættust eftir að Trump frestaði ofurtollum Bein útsending: Geðheilbrigði fyrir öll Sjá meira
Flestir kannast við að fá óumbeðin og algerlega óþolandi skilaboð frá Facebook-notendum sem þykjast vera erlendar konur sem segjast elska kynlíf. Núna er ástandið hins vegar sérstaklega slæmt og síðustu vikuna hafa skilaboðin verið að hrannast inn á Facebook hjá mörgum. Skilaboð sem þessi skjóta nokkuð reglulega upp kollinum á Facebook oftast ein á nokkurra vikna eða jafnvel mánaða fresti. Undanfarið hefur þetta plagað allmarga og má nánast tala um faraldur í þessu sambandi. Skilaboðin eru hjá mörgum orðin þónokkur á dag. „Ég veit ekki af hverju þetta er að gerast en ég veit að þeir sem eru að gera þetta eru í einhvers konar herferð að gera þetta akkúrat núna. Og það virðist vera allavega fullt af Íslendingum sem eru partur af þessari herferð hjá þessum aðilum sem standa á bak við þetta,“ segir Theodór Ragnar Gíslason, tæknistjóri netöryggisfyrirtækisins Syndis. Theodór Ragnar Gíslason, tæknistjóri Syndis.Vísir/Baldur „Þeir eru að herja mikið á okkur þessa dagana og vonandi fer þetta nú að minnka eitthvað,“ segir Theodór. Skondnar þýðingarvillur Skilaboðin eru augljóslega ekki frá alvörufólki og öll greinilega þýdd yfir á erlendu tungumáli með hjálp þýðingarforrita. Þau geta því komið dálítið skemmtilega út. Hér er eitt dæmi: Þýðing hennar Fino Alinu virðist hafa farið dálítið úrskeiðis, líklega í gegn um Google Translate. Kisur hinna enskumælandi má skilja á dálítið annan hátt en okkar íslensku kisur.vísir „Ég elska að stunda kynlíf hér ókeypis til að sjá fallegu kisuna mína Fáðu hana núna“ Og annað: „Hæ ég er kynþokkafull kona sem elskar að vera nakin. En ég get ekki birt myndbandið á síðunni sem opnast. Ef þú vilt sjá mig nakinn. Smelltu hér á myndbandið mitt.“ Skilaboðin eru alls konar. En öll vísa þau manni á erlendar klámsíður.VÍSIR Alltaf einhverjir sem falla fyrir skilaboðunum „Þó að við kannski hlæjum að þessu; þetta er svo fáránlegt... þetta er bara pirrandi. En auðvitað eru alltaf einhverjir sem eru ginnkeyptir fyrir svona svikaskilaboðum,“ segir Theodór. Að hans sögn virðast klámsíðurnar greiða þeim sem senda skilaboðin fyrir það hversu marga þeir fá til að opna síðurnar sem skilaboðin vísa á eða þá sem skrá sig á þær eftir að hafa fundið þær í gegn um skilaboð sem þessi. En hver er leiðin til að losna undan þessu óþolandi áreiti? Hún er í raun sáraeinföld og við förum yfir hana í lok fréttarinnar sem sýnd var í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. Hana er hægt að sjá hér að neðan:
Klám Facebook Samfélagsmiðlar Auglýsinga- og markaðsmál Netöryggi Mest lesið Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Innlent Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Innlent Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Erlent NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Innlent Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Erlent Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Erlent Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Innlent Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Innlent Fleiri fréttir Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Esjustofa í endurnýjun lífdaga Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Bandaríkin muni semja Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Hryðjuverkaógn, setustofa á Esjunni og milljarðar í húfi Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Sauð á starfsmanni sem löðrungaði íbúa á hjúkrunarheimili Fleiri en ein hópnauðgun til rannsóknar Kynnir áform um að leggja niður stjórn Sjúkratrygginga Pétur Jökull fékk átta ára dóm í Landsrétti Jómfrúarræða um Súðavíkurhlíð og skömmu síðar lenti sonur hans þar í slysi Þakgarðar og bílalyfta í stað bensínstöðvar Loftleiðir stofnuðu Cargolux til að nýta verðlitlar flugvélar Birtir niðrandi ummæli sem lýsi hatri í garð trans fólks Veiðigjöldin verði keyrð í gegn Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Markaðir kættust eftir að Trump frestaði ofurtollum Bein útsending: Geðheilbrigði fyrir öll Sjá meira