Typpi skíðagarps fraus í annað sinn á einu ári: „Einn versti sársauki sem ég hef fundið“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 20. febrúar 2022 17:02 Remi Lindholm var líklega feginn þegar hann kom í mark í 30 km skíagöngu karla með frjálsri aðferð í gær. Tom Weller/VOIGT/DeFodi Images via Getty Images Þrátt fyrir að 50 km skíðaganga karla hafi verið stytt um 20 km á seinustu stundu í gær til að vernda keppendur frá veðri og vindum kom það ekki í veg fyrir að finnski skíðagarpurinn Remi Lindholm þurfti að afþýða sérstaklega viðkvæman líkamspart að keppni lokinni. Lindholm kom í mark í 28. sæti á tímanum 1:15:55.6, fimm sætum á eftir íslenska gönguskíðagarpnum Snorra Einarssyni sem náði besta árangri Íslendings í skíðagöngu á Ólympíuleikum. Eins og áður segir var ákveðið að stytta keppnina umtalsvert þar sem að nístandi kuldi og mikill vindur hafði áhrif á keppendur. Veðrið fór greinilega ekki vel í alla, eins og Remi Lindholm getur sjálfur vitnað til um. Þetta er í annað sinn á innan við einu ári sem Lindholm lendir í því að þurfa að afþýða typpið á sér eftir keppni, en hann lenti í svipuðu atviki í Ruka í Finnlandi á seinasta ári. „Þið getið giskað á hvaða líkamspartur var aðeins frosinn þegar ég kom í mark,“ sagði Lindholm eftir keppnina. „Þetta var ein versta keppni sem ég hef tekið þátt í. Þetta snérist bara um að berjast í gegnum sársaukann.“ Lindholm segir að hann hafi notað hitapoka til að afþýða svæðið að keppni lokinni. „Þegar líkamsparturinn fór að hitna eftir keppnina þá var það einn versti sársauki sem ég hef fundið,“ bætti kappinn við að lokum. ⚠️ This information may offend the sensibilities of some people.🧊 Finnish skier's penis froze in the middle of the competition: "Pretty unbearable pain"@RemiLindholm put a heat bag on his penis after the race.🔗 https://t.co/2q5AdQvShT pic.twitter.com/y19MnzWYTD— XC Skiing Warriors (@XCSwarriors) February 19, 2022 Skíðaíþróttir Vetrarólympíuleikar 2022 í Peking Finnland Mest lesið Þurftu að aflýsa síðasta leggnum vegna mótmæla Sport „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ Fótbolti Skoraði hundraðasta markið eftir 637 daga fjarveru Fótbolti Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna Íslenski boltinn Glódís langbest Íslendinga í nýja leiknum Fótbolti Daníel Tristan skoraði tvö og benti á Guðjohnsen-nafnið Fótbolti Dagskráin í dag: Mikilvægir leikir í lokaumferðinni Sport Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Íslenski boltinn „Hrikalega sáttur með þetta“ Fótbolti Þjóðverjar Evrópumeistarar í annað sinn Körfubolti Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Mikilvægir leikir í lokaumferðinni Skoraði hundraðasta markið eftir 637 daga fjarveru Þurftu að aflýsa síðasta leggnum vegna mótmæla Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna Glódís langbest Íslendinga í nýja leiknum Þjóðverjar Evrópumeistarar í annað sinn „Hrikalega sáttur með þetta“ „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ Börsungar fóru illa með Valencia Hildur lagði upp í Madrídarslagnum „Búnir að æfa það að setja Sigurjón upp í senterinn“ Daníel Tristan skoraði tvö og benti á Guðjohnsen-nafnið Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Guðjón Valur fagnaði sigri gegn meisturunum Uppgjörið: Valur - Tindastóll 6-2 | Fanndís fór hamförum Grikkir stálheppnir að landa bronsinu Uppgjör: FHL - Breiðablik 1-5 | Breiðablik náði 11 stiga forystu á toppnum og felldi FHL um leið Uppgjörið: FH - Fram 2-2 | Dramatík í Krikanum Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Víti í blálokin dugði Liverpool Tvö frá Haaland og Manchester er blá Mikael hraunaði yfir dómarann í hálfleik og lagði svo upp Glódís ekki enn spilað á tímabilinu Fljótasta fólk heims er frá Jamaíku og Bandaríkjunum Hlín fagnaði sætum sigri gegn Liverpool Ricky Hatton látinn Hvoru megin í Manchester er meiri krísa? Áfall fyrir Norðmenn: „Þetta var mun verra en ég hélt“ Vandræðalegt víti frá Messi Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? Sjá meira
Lindholm kom í mark í 28. sæti á tímanum 1:15:55.6, fimm sætum á eftir íslenska gönguskíðagarpnum Snorra Einarssyni sem náði besta árangri Íslendings í skíðagöngu á Ólympíuleikum. Eins og áður segir var ákveðið að stytta keppnina umtalsvert þar sem að nístandi kuldi og mikill vindur hafði áhrif á keppendur. Veðrið fór greinilega ekki vel í alla, eins og Remi Lindholm getur sjálfur vitnað til um. Þetta er í annað sinn á innan við einu ári sem Lindholm lendir í því að þurfa að afþýða typpið á sér eftir keppni, en hann lenti í svipuðu atviki í Ruka í Finnlandi á seinasta ári. „Þið getið giskað á hvaða líkamspartur var aðeins frosinn þegar ég kom í mark,“ sagði Lindholm eftir keppnina. „Þetta var ein versta keppni sem ég hef tekið þátt í. Þetta snérist bara um að berjast í gegnum sársaukann.“ Lindholm segir að hann hafi notað hitapoka til að afþýða svæðið að keppni lokinni. „Þegar líkamsparturinn fór að hitna eftir keppnina þá var það einn versti sársauki sem ég hef fundið,“ bætti kappinn við að lokum. ⚠️ This information may offend the sensibilities of some people.🧊 Finnish skier's penis froze in the middle of the competition: "Pretty unbearable pain"@RemiLindholm put a heat bag on his penis after the race.🔗 https://t.co/2q5AdQvShT pic.twitter.com/y19MnzWYTD— XC Skiing Warriors (@XCSwarriors) February 19, 2022
Skíðaíþróttir Vetrarólympíuleikar 2022 í Peking Finnland Mest lesið Þurftu að aflýsa síðasta leggnum vegna mótmæla Sport „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ Fótbolti Skoraði hundraðasta markið eftir 637 daga fjarveru Fótbolti Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna Íslenski boltinn Glódís langbest Íslendinga í nýja leiknum Fótbolti Daníel Tristan skoraði tvö og benti á Guðjohnsen-nafnið Fótbolti Dagskráin í dag: Mikilvægir leikir í lokaumferðinni Sport Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Íslenski boltinn „Hrikalega sáttur með þetta“ Fótbolti Þjóðverjar Evrópumeistarar í annað sinn Körfubolti Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Mikilvægir leikir í lokaumferðinni Skoraði hundraðasta markið eftir 637 daga fjarveru Þurftu að aflýsa síðasta leggnum vegna mótmæla Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna Glódís langbest Íslendinga í nýja leiknum Þjóðverjar Evrópumeistarar í annað sinn „Hrikalega sáttur með þetta“ „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ Börsungar fóru illa með Valencia Hildur lagði upp í Madrídarslagnum „Búnir að æfa það að setja Sigurjón upp í senterinn“ Daníel Tristan skoraði tvö og benti á Guðjohnsen-nafnið Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Guðjón Valur fagnaði sigri gegn meisturunum Uppgjörið: Valur - Tindastóll 6-2 | Fanndís fór hamförum Grikkir stálheppnir að landa bronsinu Uppgjör: FHL - Breiðablik 1-5 | Breiðablik náði 11 stiga forystu á toppnum og felldi FHL um leið Uppgjörið: FH - Fram 2-2 | Dramatík í Krikanum Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Víti í blálokin dugði Liverpool Tvö frá Haaland og Manchester er blá Mikael hraunaði yfir dómarann í hálfleik og lagði svo upp Glódís ekki enn spilað á tímabilinu Fljótasta fólk heims er frá Jamaíku og Bandaríkjunum Hlín fagnaði sætum sigri gegn Liverpool Ricky Hatton látinn Hvoru megin í Manchester er meiri krísa? Áfall fyrir Norðmenn: „Þetta var mun verra en ég hélt“ Vandræðalegt víti frá Messi Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? Sjá meira