Fannst á lífi eftir 53 tíma um borð í logandi skipi Samúel Karl Ólason skrifar 20. febrúar 2022 11:37 Vörubílstjórinn sem bjargaðist úr skipinu eftir 53 klukkustundir. AP/Stamatis Katopodis Einn af tólf farþegum sem saknað var eftir að eldur kviknaði um borð í farþegaskipi fannst á lífi í morgun, 53 klukkustundum eftir að eldurinn kviknaði. Björgunaraðilar vonast til þess að hinir séu einnig á lífi. Það fyrsta sem hinn 21 árs gamli vörubílstjóri frá Hvíta-Rússlandi sagði þegar hann fannst var: „Segið mér að ég sé á lífi“. Björgunarmenn fundu hann í skuti skipsins en BBC hefur eftir fjölmiðlum í Grikklandi að maðurinn sagðist hafa heyrt aðrar raddir um borð. Eldur kviknaði um borð í ítalska skipinu Olympia á aðfaranótt föstudags er verið var að sigla því frá Igoumenitsa í Grikklandi til Brindisi á Ítalíu. Síðan þá hefur mikill eldur logað í skipinu og hitastig þar um borð hefur náð allt að sex hundruð gráðum. Mikill eldur hefur logað um borð í Euroferry Olympia undan ströndum Grikklands.AP/Petros Giannakouris 280 manns voru um borð. Þar af 51 í áhöfn skipsins. Mikil óreiða myndaðist um borð eftir að eldurinn kviknaði og ljóst var að áhöfnin hefði misst tök á honum. Ekki liggur fyrir hvernig eldurinn kviknaði og er rannsókn á upptökum hans hafin. Samkvæmt fjölmiðlum ytra hefur fundur mannsins vakið vonir um að hinir ellefu farþegarnir sem saknað er, gætu enn verið á lífi. Allir eru þeir vörubílstjórar og voru sofandi í bílum sínum þegar eldurinn kviknaði. Grikkland Tengdar fréttir Tæplega þrjú hundruð í björgunarbátum eftir að kviknaði í ferju á Miðjarðarhafi 288 voru um borð í ferju, sem kviknaði í á leiðinni frá Grikklandi til Ítalíu í morgun. Gríska landhelgisgæslan segir að allir farþegar séu öryggir um borð í björgunarbátum. 18. febrúar 2022 09:07 Mest lesið Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Erlent Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Innlent 27 daga frostlausum kafla lokið Veður Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Erlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Sæti Artúrs logar Erlent Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Innlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Innlent Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið Innlent Fleiri fréttir Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Ástralir hyggjast viðurkenna sjálfstæða Palestínu Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Sæti Artúrs logar Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Stór skjálfti reið yfir í Tyrklandi Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Nyrsta olíuvinnslusvæði Noregs formlega opnað Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Gefur ekkert landsvæði eftir Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Geimfari Apollo 13 látinn Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Ákvörðun öryggisráðsins til marks um enn frekari stigmögnun Skipar hernum í hart við glæpasamtök Stefni á tilraun með kjarnorkuknúna eldflaug á norðurslóðum Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Sjá meira
Það fyrsta sem hinn 21 árs gamli vörubílstjóri frá Hvíta-Rússlandi sagði þegar hann fannst var: „Segið mér að ég sé á lífi“. Björgunarmenn fundu hann í skuti skipsins en BBC hefur eftir fjölmiðlum í Grikklandi að maðurinn sagðist hafa heyrt aðrar raddir um borð. Eldur kviknaði um borð í ítalska skipinu Olympia á aðfaranótt föstudags er verið var að sigla því frá Igoumenitsa í Grikklandi til Brindisi á Ítalíu. Síðan þá hefur mikill eldur logað í skipinu og hitastig þar um borð hefur náð allt að sex hundruð gráðum. Mikill eldur hefur logað um borð í Euroferry Olympia undan ströndum Grikklands.AP/Petros Giannakouris 280 manns voru um borð. Þar af 51 í áhöfn skipsins. Mikil óreiða myndaðist um borð eftir að eldurinn kviknaði og ljóst var að áhöfnin hefði misst tök á honum. Ekki liggur fyrir hvernig eldurinn kviknaði og er rannsókn á upptökum hans hafin. Samkvæmt fjölmiðlum ytra hefur fundur mannsins vakið vonir um að hinir ellefu farþegarnir sem saknað er, gætu enn verið á lífi. Allir eru þeir vörubílstjórar og voru sofandi í bílum sínum þegar eldurinn kviknaði.
Grikkland Tengdar fréttir Tæplega þrjú hundruð í björgunarbátum eftir að kviknaði í ferju á Miðjarðarhafi 288 voru um borð í ferju, sem kviknaði í á leiðinni frá Grikklandi til Ítalíu í morgun. Gríska landhelgisgæslan segir að allir farþegar séu öryggir um borð í björgunarbátum. 18. febrúar 2022 09:07 Mest lesið Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Erlent Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Innlent 27 daga frostlausum kafla lokið Veður Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Erlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Sæti Artúrs logar Erlent Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Innlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Innlent Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið Innlent Fleiri fréttir Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Ástralir hyggjast viðurkenna sjálfstæða Palestínu Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Sæti Artúrs logar Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Stór skjálfti reið yfir í Tyrklandi Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Nyrsta olíuvinnslusvæði Noregs formlega opnað Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Gefur ekkert landsvæði eftir Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Geimfari Apollo 13 látinn Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Ákvörðun öryggisráðsins til marks um enn frekari stigmögnun Skipar hernum í hart við glæpasamtök Stefni á tilraun með kjarnorkuknúna eldflaug á norðurslóðum Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Sjá meira
Tæplega þrjú hundruð í björgunarbátum eftir að kviknaði í ferju á Miðjarðarhafi 288 voru um borð í ferju, sem kviknaði í á leiðinni frá Grikklandi til Ítalíu í morgun. Gríska landhelgisgæslan segir að allir farþegar séu öryggir um borð í björgunarbátum. 18. febrúar 2022 09:07