Innlent

Freyja dregur norskt loðnuveiðiskip í höfn

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Freyja hefur verið við eftirlit á austurmiðunum.
Freyja hefur verið við eftirlit á austurmiðunum. Landhelgisgæslan

Varðskipið Freyja hefur síðan í gærkvöld haft norskt loðnuskip í togi sem fékk veiðarfæri í skrúfuna.

Farið verður með skipið að bryggju á Eskifirði en skipin eru nú þegar komin inn á Reyðarfjörð. Skipstjóri norska skipsins hafði samband við stjórnstöð Landhelgisgæslunnar um kvöldmatarleitið gær og óskaði eftir aðstoð, að því er segir í tilkynningu frá Landhelgisgæslunni.

Skipið verður dregið inn á Eskifjörð.Landhelgisgæslan

Áhöfnin á varðskipinu Freyju hefur undanfarna daga verið við eftirlitsstörf á loðnumiðum austur af landinu.

Á tíunda tímanum var línu skotið yfir í norska skipið og dráttartaug fest. Um miðnætti hafði áhöfn norska skipsins lokið við að taka nótina um borð og var þá haldið áleiðis inn á Eskifjörð. Gert er ráð fyrir að norska skipið verði komið að bryggju á Eskifirði eftir um tvær klukkustundir.

Varðskiðip Freyja er með skipið í togiLandhelgisgæslan



Fleiri fréttir

Sjá meira


×