Laugvetningar og Stella í orlofi Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 18. febrúar 2022 20:05 Gísella Hannesdóttir (t.h.), nemandi við skólann skrifaði handritið og hún leikstýrir verkinu, ásamt Arnheiði Dilja Benediktsdóttur, sem er líka nemandi við skólann. Magnús Hlynur Hreiðarsson Stella í orlofi er nú mætt í félagsheimilið Aratungu í Bláskógabyggð en þar er leikhópur Menntaskólans að Laugarvatni að sýna leikrit eftir samnefndir kvikmynd frá 1986. Mikið gengur á á sviðinu, enda mikið líf í kringum Stellu í leið sinni í sumarbústað með sænskum alka, sem er á leiðinni í meðferð hjá SÁÁ. Leikhópur menntaskólans hefur verið að æfa leikritið á fullum krafti síðustu vikur og í gærkvöldi var komið að frumsýningu í Aratungu fyrir fullu húsi. Stemmingin var mjög góð enda söguþráðurinn mjög líflegur og skemmtilegur. Gísella Hannesdóttir, nemandi við skólann skrifaði handritið og hún leikstýrir verkinu, ásamt Arnheiði Dilja Benediktsdóttur, sem er líka nemandi við skólann. Það eru 23 leikarar í leikritinu og alls 40 sem koma að sýningunni. Freyja Benónýsdóttir leikur Stellu og Þrándur Ingvarsson leikur Salomon Gustavsson svo einhverjir séu nefndir. „Við erum svo ánægðar, þetta gekk ótrúlega vel. Þetta var svo gaman og svo mikil gleði núna,“ segir Arnheiður Diljá og Gísella bætir við; „Þetta er mynd sem allir þekkja og það hefur verið svo skemmtilegt að gera þetta að leikriti.“ Laxar koma m.a. við sögu í leikritinu en nemendur sýndu flott tilþrif þegar þeir léku sér með þá.Magnús Hlynur Hreiðarsson Þið eruð með ótrúlega flottan hóp með ykkur? „Algjörlega, geggjaðan hóp. Okkur þykir svo vænt um þessa krakka. Við erum búin að vera svo mikið saman og við erum öll svo góðir vinir, það er svo skemmtilegt. Það er líka ótrúlega tilfinning að fá loksins að gera eitthvað svona, sem við erum búin að hlakka til frá því að við byrjuðum í skólanum. Það þurfti að aflýsa leikritinu síðustu tvö ár þannig að við erum rosalega ánægðar að það sé hægt að sýna það núna,“ segja þær stöllur. Frumsýningin í Aratungu tókst frábærlega.Magnús Hlynur Hreiðarsson Og Menntaskólinn að Laugarvatni, hvernig skóli er það? „Þetta er besti skóli í heimi, ég segi það með fullri vissu,“ segir Arnheiður og Gísella tekur undir það. „Já, þetta er yndislegur skóli, okkur þykir svo vænt um hann, við erum bara öll eins og ein stór fjölskylda.“ Allt ætlaði að tryllast í salnum í lok sýningarinnar í gærkvöldi og voru aðalleikararnir og leikstjórarnir leystir út með blómum. Tvær sýningar verð á morgun, laugardag í Aratungu, eða klukkan 14:00 og 20:00. Hægt er að nálgast miða á sýningarnar hér Lionsklúbburinn Kiddi mætir að sjálfsögðu á sviðið í Aratungu.Magnús Hlynur Hreiðarsson Bláskógabyggð Skóla - og menntamál Menning Framhaldsskólar Mest lesið Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Innlent Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Erlent Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Innlent Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Innlent Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar Innlent Fleiri fréttir Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu „Þú ert mögulega búin að nota gagnaver 400 sinnum síðan í morgun“ Kjarnorkukafbátur í höfn í fyrsta sinn Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Fluttur á bráðamóttöku með áverka á höfði eftir líkamsárás Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum „Kannski var þetta prakkarastrik“ „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Skýrt að fleiri hafi brotið af sér í máli fötluðu konunnar Engar skýringar frá saksóknara, Íslandsmet í umræðum og óvæntur hvalur Íslandsmet slegið í málþófi Ekið á sjö ára barn í Borgartúni Sjá meira
Leikhópur menntaskólans hefur verið að æfa leikritið á fullum krafti síðustu vikur og í gærkvöldi var komið að frumsýningu í Aratungu fyrir fullu húsi. Stemmingin var mjög góð enda söguþráðurinn mjög líflegur og skemmtilegur. Gísella Hannesdóttir, nemandi við skólann skrifaði handritið og hún leikstýrir verkinu, ásamt Arnheiði Dilja Benediktsdóttur, sem er líka nemandi við skólann. Það eru 23 leikarar í leikritinu og alls 40 sem koma að sýningunni. Freyja Benónýsdóttir leikur Stellu og Þrándur Ingvarsson leikur Salomon Gustavsson svo einhverjir séu nefndir. „Við erum svo ánægðar, þetta gekk ótrúlega vel. Þetta var svo gaman og svo mikil gleði núna,“ segir Arnheiður Diljá og Gísella bætir við; „Þetta er mynd sem allir þekkja og það hefur verið svo skemmtilegt að gera þetta að leikriti.“ Laxar koma m.a. við sögu í leikritinu en nemendur sýndu flott tilþrif þegar þeir léku sér með þá.Magnús Hlynur Hreiðarsson Þið eruð með ótrúlega flottan hóp með ykkur? „Algjörlega, geggjaðan hóp. Okkur þykir svo vænt um þessa krakka. Við erum búin að vera svo mikið saman og við erum öll svo góðir vinir, það er svo skemmtilegt. Það er líka ótrúlega tilfinning að fá loksins að gera eitthvað svona, sem við erum búin að hlakka til frá því að við byrjuðum í skólanum. Það þurfti að aflýsa leikritinu síðustu tvö ár þannig að við erum rosalega ánægðar að það sé hægt að sýna það núna,“ segja þær stöllur. Frumsýningin í Aratungu tókst frábærlega.Magnús Hlynur Hreiðarsson Og Menntaskólinn að Laugarvatni, hvernig skóli er það? „Þetta er besti skóli í heimi, ég segi það með fullri vissu,“ segir Arnheiður og Gísella tekur undir það. „Já, þetta er yndislegur skóli, okkur þykir svo vænt um hann, við erum bara öll eins og ein stór fjölskylda.“ Allt ætlaði að tryllast í salnum í lok sýningarinnar í gærkvöldi og voru aðalleikararnir og leikstjórarnir leystir út með blómum. Tvær sýningar verð á morgun, laugardag í Aratungu, eða klukkan 14:00 og 20:00. Hægt er að nálgast miða á sýningarnar hér Lionsklúbburinn Kiddi mætir að sjálfsögðu á sviðið í Aratungu.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Bláskógabyggð Skóla - og menntamál Menning Framhaldsskólar Mest lesið Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Innlent Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Erlent Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Innlent Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Innlent Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar Innlent Fleiri fréttir Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu „Þú ert mögulega búin að nota gagnaver 400 sinnum síðan í morgun“ Kjarnorkukafbátur í höfn í fyrsta sinn Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Fluttur á bráðamóttöku með áverka á höfði eftir líkamsárás Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum „Kannski var þetta prakkarastrik“ „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Skýrt að fleiri hafi brotið af sér í máli fötluðu konunnar Engar skýringar frá saksóknara, Íslandsmet í umræðum og óvæntur hvalur Íslandsmet slegið í málþófi Ekið á sjö ára barn í Borgartúni Sjá meira