Örn Geirsson býður fram krafta sína í Hafnarfirði Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 18. febrúar 2022 15:44 Örn Geirsson hefur búið í Hafnarfirði alla tíð. Örn Geirsson, verkefnastjóri og sölumaður auglýsinga hjá Fréttablaðinu og öðrum miðlum, gefur kost á sér í 4. til 5. sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Hafnarfirði. Þetta kemur fram í tilkynningu. „Ég er stoltur gegnheill Hafnfirðingur sem sækist nú eftir því að verða þátttakandi í samhentum hópi bæjarstjórnarfólks fyrir Sjálfstæðisflokkinn á næsta kjörtímabili. Bærinn hefur hreinlega lifnað við með öllu því frábæra fólki sem að bæjarmálum hefur komið,“ segir Örn. „Áhugi minn á velferð bæjarbúa og Hafnarfjarðarbæjar til margra ára fær mig til að vilja taka þátt og efla enn frekar það frábæra starf sem unnið hefur verið á síðustu árum.“ Með framboði sínu vilji hann leggja sig fram fyrir Hafnarfjörð sem vaxi og dafni sem aldrei fyrr. „Vera í liði sem sér til þess að fjárhagur og stjórnun sé traust. Leggja mitt af mörkum í skipulagsmálum og samgöngum í bæjarfélaginu og til og frá því.“ Örn segir miðbæ Hafnarfjarðar og mannlífið blómstra sem aldrei fyrr. „Ég vil vinna að styrkingu atvinnu- og mannlífs almennt í bænum, sókn í þeim málum hefur verið til fyrirmyndar, og hef mikinn metnað fyrir áframhaldandi eflingu menningar og mannlífs í bænum okkar. Þjóðin eldist og Hafnfirðingar í takt við það. Húsnæðismál eldra fólks hafa verið bætt verulega á síðustu tveimur kjörtímabilum, Sólvangur stækkað og eldra húsnæði endurbætt, sem er gott. Þeim framkvæmdum þarf að fylgja öflug þjónusta fyrir eldra fólk.“ Örn er fæddur og uppalinn í Hafnarfirði hvar hann hefur búið alla tíð. „Ég er giftur Steinunni Hreinsdóttur og saman eigum við hjón sjö börn og ellefu barnabörn. Ég er lærður prentsmiður og undanfarin 17 ár hef ég starfað sem verkefnastjóri og sölumaður auglýsinga hjá Fréttablaðinu og öðrum miðlum 365 ehf. og nú Torgs ehf. Ég starfaði í meistaraflokksráði FH handknattleiksdeildar 1988 – 1992 og hef fylgt börnum mínum í gegnum unglingastarf þar,“ segir Örn. „Ég trúi því að reynsla mín í mannlegum samskiptum sem mér hefur hlotnast í leik og starfi og þau fjölbreyttu verkefni sem líf mitt hefur boðið mér upp á komi sér vel fyrir Hafnarfjörð. Með vilja og vandvirkni að markmiði vil ég leggja mitt af mörkum til að efla og styrkja það framsækna samfélag sem við höfum búið okkur hér í Hafnarfirði enn betur.“ Prófkjörið í Hafnarfirði fer fram dagana 3., 4. og 5. mars. Sjálfstæðisflokkurinn Sveitarstjórnarkosningar 2022 Hafnarfjörður Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Innlent Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Innlent KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ Innlent Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu Innlent Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Innlent Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Innlent Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Innlent Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Erlent Fleiri fréttir Sjálfstæðisflokkurinn hafi barist gegn fjárveitingum til menntamála Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Sjá meira
„Ég er stoltur gegnheill Hafnfirðingur sem sækist nú eftir því að verða þátttakandi í samhentum hópi bæjarstjórnarfólks fyrir Sjálfstæðisflokkinn á næsta kjörtímabili. Bærinn hefur hreinlega lifnað við með öllu því frábæra fólki sem að bæjarmálum hefur komið,“ segir Örn. „Áhugi minn á velferð bæjarbúa og Hafnarfjarðarbæjar til margra ára fær mig til að vilja taka þátt og efla enn frekar það frábæra starf sem unnið hefur verið á síðustu árum.“ Með framboði sínu vilji hann leggja sig fram fyrir Hafnarfjörð sem vaxi og dafni sem aldrei fyrr. „Vera í liði sem sér til þess að fjárhagur og stjórnun sé traust. Leggja mitt af mörkum í skipulagsmálum og samgöngum í bæjarfélaginu og til og frá því.“ Örn segir miðbæ Hafnarfjarðar og mannlífið blómstra sem aldrei fyrr. „Ég vil vinna að styrkingu atvinnu- og mannlífs almennt í bænum, sókn í þeim málum hefur verið til fyrirmyndar, og hef mikinn metnað fyrir áframhaldandi eflingu menningar og mannlífs í bænum okkar. Þjóðin eldist og Hafnfirðingar í takt við það. Húsnæðismál eldra fólks hafa verið bætt verulega á síðustu tveimur kjörtímabilum, Sólvangur stækkað og eldra húsnæði endurbætt, sem er gott. Þeim framkvæmdum þarf að fylgja öflug þjónusta fyrir eldra fólk.“ Örn er fæddur og uppalinn í Hafnarfirði hvar hann hefur búið alla tíð. „Ég er giftur Steinunni Hreinsdóttur og saman eigum við hjón sjö börn og ellefu barnabörn. Ég er lærður prentsmiður og undanfarin 17 ár hef ég starfað sem verkefnastjóri og sölumaður auglýsinga hjá Fréttablaðinu og öðrum miðlum 365 ehf. og nú Torgs ehf. Ég starfaði í meistaraflokksráði FH handknattleiksdeildar 1988 – 1992 og hef fylgt börnum mínum í gegnum unglingastarf þar,“ segir Örn. „Ég trúi því að reynsla mín í mannlegum samskiptum sem mér hefur hlotnast í leik og starfi og þau fjölbreyttu verkefni sem líf mitt hefur boðið mér upp á komi sér vel fyrir Hafnarfjörð. Með vilja og vandvirkni að markmiði vil ég leggja mitt af mörkum til að efla og styrkja það framsækna samfélag sem við höfum búið okkur hér í Hafnarfirði enn betur.“ Prófkjörið í Hafnarfirði fer fram dagana 3., 4. og 5. mars.
Sjálfstæðisflokkurinn Sveitarstjórnarkosningar 2022 Hafnarfjörður Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Innlent Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Innlent KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ Innlent Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu Innlent Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Innlent Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Innlent Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Innlent Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Erlent Fleiri fréttir Sjálfstæðisflokkurinn hafi barist gegn fjárveitingum til menntamála Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Sjá meira