Langar raðir en rosalega góð stemmning í Hlíðarfjalli Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 18. febrúar 2022 15:27 Íris ásamt börnunum þremur. Skíðaköppunum Nökkva og Björgu. Einar ætlar að einbeita sér að snjóbrettinu. Aðsend Fjöldi fjölskyldna af höfuðborgarsvæðinu er mættur í vetrarparadís norður yfir heiðar til að renna sér í snjónum í Hlíðarfjalli. Þriggja barna móðir í Fossvoginum er ein þeirra sem er mætt með börnin norður og er spennt fyrir opnun nýju stólalyftunnar á morgun. Vetrarfrí er í grunnskólum á höfuðborgarsvæðinu um þessar mundir. Vetrarfrí í Reykjavík hófst í gær, vetrarfrí í Garðabæ er alla næstu viku og í öðrum sveitarfélögum er frí öðru hvoru megin við helgina. Íris Guðnadóttir, verkfræðingur og þriggja barna móðir, er á meðal fjölmargra sem njóta í Hlíðarfjalli norðan heiða í dag. Sá yngsti á brettinu „Það er rosaleg góða stemmning,“ segir Íris. Snjórinn sé nýfallinn, stafalogn og færið afar gott. „Skyggnið mætti kannski vera betra,“ segir Íris sem vonast eftir því að sólin láti sjá sig á morgun. Ekki væri tilefnið amalegt enda á að gangsetja nýja stólalyftu klukkan 13. Íris segist mjög spennt fyrir því og deilir þeirri tilfinningu vafalítið með öðrum gestum í fjallinu, þar á meðal þremur börnum sínum þeim Nökkva (15), Björgu (11) og Einari (7). „Sá yngsti fór í brettaskólann og við skíðuðum á meðan,“ segir Íris. Hún veit af fullt af kunnuglegum andlitum í fjallinu en eins og skíðafólk veit er erfitt að bera kennsl á vini sína í brekkunum með hjálma og skíðagleraugu. Í því sambandi segist Íris hafa farið í stólalyftuna áðan, setið þar með annarri konu og það hafi ekki verið fyrr en hún lauk stuttu símtali sem hin konan sagði: „Íris, ert þetta þú?“ Þar var á ferðinni góð kunningjakona og skemmtilegir endurfundir. Íris segir hafa verið rólegra í fjallinu í morgun en eftir hádegið hafi lengst verulega í röðunum í lyftunum. Bros sé þó á hverju andliti sem sé auðvelt að sjá enda grímur ekki sjáanlegar. Opið verður í fjallinu til klukkan 19 í kvöld og svo aftur á morgun frá klukkan 10 miðað við núverandi veðurspá. Skíðasvæði Akureyri Tengdar fréttir Biðin loks á enda: Nýja stólalyftan í Hlíðarfjalli ræst á morgun Mikill fjöldi skíða- og brettafólks rennir sér í brekkunum í Hlíðarfjalli um helgina í nýföllnum snjó og veðurblíðu. Stór stund verður á morgun klukkan 13 þegar ný stólalyfta í fjallinu verður ræst. Biðin hefur verið löng en nú virðist allt klappað og klárt. 18. febrúar 2022 14:30 Mest lesið Tveir alvarlega slasaðir eftir stunguárás á Kjalarnesi Innlent Fyrsta barn ársins 2025 komið í heiminn Innlent Ungur maður lést í flugeldaslysi í Danmörku Erlent „Sem þið höfðuð ekki pung til að geta staðið undir“ Innlent Kristrún ekki sein í Kryddsíld: „Ég skil ekki hvernig þetta var hægt“ Innlent Ógnaði fólki nærri Hallgrímskirkju Innlent Kafarar sóttu mann úr bíl sem fór í höfnina Innlent Hróshringur formanna: „Það liggur fyrir mér að verða markþjálfi“ Innlent Áttræð kona sakar bæinn um mismunun vegna trúar Innlent Yazan Tamimi er maður ársins Innlent Fleiri fréttir Efna til samráðs við almenning um hagræðingu í ríkisrekstri Fyrsta barn ársins 2025 komið í heiminn Ógnaði fólki nærri Hallgrímskirkju Tveir alvarlega slasaðir eftir stunguárás á Kjalarnesi Hróshringur formanna: „Það liggur fyrir mér að verða markþjálfi“ „Sem þið höfðuð ekki pung til að geta staðið undir“ Kannast ekkert við ólgu innan flokksins vegna landsfundar Yazan Tamimi er maður ársins Kristrún ekki sein í Kryddsíld: „Ég skil ekki hvernig þetta var hægt“ Fyrsti símafundurinn við utanríkisráðherra Úkraínu Kafarar sóttu mann úr bíl sem fór í höfnina Hér eru brennurnar á höfuðborgarsvæðinu Flokkur fólksins dalar eftir kosningar Árið gert upp í Kryddsíld 2024 Varnargarðsmenn maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Breytingar á fylgi stjórnarflokka, norðurljósadýrð og undirbúningur Kryddsíldar Vara við svikapósti í nafni Skattsins Hvar er opið um áramótin? Köstuðu flugeldum upp á svalir fólks Bak við tjöldin: Óheppileg hlátursköst og ráðherrar í ruglinu Áttræð kona sakar bæinn um mismunun vegna trúar Nokkura bíla árekstur á Vatnaleið Flestir ánægðir með Kristrúnu en mest óánægja með Bjarna Táningspiltur mögulega með reykeitrun eftir flugeldafikt Vita ekki hvenær þau komast heim með líkamsleifar drengsins síns Ákall eftir réttmætari dreifingu á arði Samfélag í sárum, ný könnun og kíkt á bak við tjöldin Vilja ekki fresta fundi í ljósi nýs raunveruleika í pólitík 3,7 milljónir fiska drápust eða var fargað Gæsluvarðhald í stóru fíkniefnamáli framlengt Sjá meira
Vetrarfrí er í grunnskólum á höfuðborgarsvæðinu um þessar mundir. Vetrarfrí í Reykjavík hófst í gær, vetrarfrí í Garðabæ er alla næstu viku og í öðrum sveitarfélögum er frí öðru hvoru megin við helgina. Íris Guðnadóttir, verkfræðingur og þriggja barna móðir, er á meðal fjölmargra sem njóta í Hlíðarfjalli norðan heiða í dag. Sá yngsti á brettinu „Það er rosaleg góða stemmning,“ segir Íris. Snjórinn sé nýfallinn, stafalogn og færið afar gott. „Skyggnið mætti kannski vera betra,“ segir Íris sem vonast eftir því að sólin láti sjá sig á morgun. Ekki væri tilefnið amalegt enda á að gangsetja nýja stólalyftu klukkan 13. Íris segist mjög spennt fyrir því og deilir þeirri tilfinningu vafalítið með öðrum gestum í fjallinu, þar á meðal þremur börnum sínum þeim Nökkva (15), Björgu (11) og Einari (7). „Sá yngsti fór í brettaskólann og við skíðuðum á meðan,“ segir Íris. Hún veit af fullt af kunnuglegum andlitum í fjallinu en eins og skíðafólk veit er erfitt að bera kennsl á vini sína í brekkunum með hjálma og skíðagleraugu. Í því sambandi segist Íris hafa farið í stólalyftuna áðan, setið þar með annarri konu og það hafi ekki verið fyrr en hún lauk stuttu símtali sem hin konan sagði: „Íris, ert þetta þú?“ Þar var á ferðinni góð kunningjakona og skemmtilegir endurfundir. Íris segir hafa verið rólegra í fjallinu í morgun en eftir hádegið hafi lengst verulega í röðunum í lyftunum. Bros sé þó á hverju andliti sem sé auðvelt að sjá enda grímur ekki sjáanlegar. Opið verður í fjallinu til klukkan 19 í kvöld og svo aftur á morgun frá klukkan 10 miðað við núverandi veðurspá.
Skíðasvæði Akureyri Tengdar fréttir Biðin loks á enda: Nýja stólalyftan í Hlíðarfjalli ræst á morgun Mikill fjöldi skíða- og brettafólks rennir sér í brekkunum í Hlíðarfjalli um helgina í nýföllnum snjó og veðurblíðu. Stór stund verður á morgun klukkan 13 þegar ný stólalyfta í fjallinu verður ræst. Biðin hefur verið löng en nú virðist allt klappað og klárt. 18. febrúar 2022 14:30 Mest lesið Tveir alvarlega slasaðir eftir stunguárás á Kjalarnesi Innlent Fyrsta barn ársins 2025 komið í heiminn Innlent Ungur maður lést í flugeldaslysi í Danmörku Erlent „Sem þið höfðuð ekki pung til að geta staðið undir“ Innlent Kristrún ekki sein í Kryddsíld: „Ég skil ekki hvernig þetta var hægt“ Innlent Ógnaði fólki nærri Hallgrímskirkju Innlent Kafarar sóttu mann úr bíl sem fór í höfnina Innlent Hróshringur formanna: „Það liggur fyrir mér að verða markþjálfi“ Innlent Áttræð kona sakar bæinn um mismunun vegna trúar Innlent Yazan Tamimi er maður ársins Innlent Fleiri fréttir Efna til samráðs við almenning um hagræðingu í ríkisrekstri Fyrsta barn ársins 2025 komið í heiminn Ógnaði fólki nærri Hallgrímskirkju Tveir alvarlega slasaðir eftir stunguárás á Kjalarnesi Hróshringur formanna: „Það liggur fyrir mér að verða markþjálfi“ „Sem þið höfðuð ekki pung til að geta staðið undir“ Kannast ekkert við ólgu innan flokksins vegna landsfundar Yazan Tamimi er maður ársins Kristrún ekki sein í Kryddsíld: „Ég skil ekki hvernig þetta var hægt“ Fyrsti símafundurinn við utanríkisráðherra Úkraínu Kafarar sóttu mann úr bíl sem fór í höfnina Hér eru brennurnar á höfuðborgarsvæðinu Flokkur fólksins dalar eftir kosningar Árið gert upp í Kryddsíld 2024 Varnargarðsmenn maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Breytingar á fylgi stjórnarflokka, norðurljósadýrð og undirbúningur Kryddsíldar Vara við svikapósti í nafni Skattsins Hvar er opið um áramótin? Köstuðu flugeldum upp á svalir fólks Bak við tjöldin: Óheppileg hlátursköst og ráðherrar í ruglinu Áttræð kona sakar bæinn um mismunun vegna trúar Nokkura bíla árekstur á Vatnaleið Flestir ánægðir með Kristrúnu en mest óánægja með Bjarna Táningspiltur mögulega með reykeitrun eftir flugeldafikt Vita ekki hvenær þau komast heim með líkamsleifar drengsins síns Ákall eftir réttmætari dreifingu á arði Samfélag í sárum, ný könnun og kíkt á bak við tjöldin Vilja ekki fresta fundi í ljósi nýs raunveruleika í pólitík 3,7 milljónir fiska drápust eða var fargað Gæsluvarðhald í stóru fíkniefnamáli framlengt Sjá meira
Biðin loks á enda: Nýja stólalyftan í Hlíðarfjalli ræst á morgun Mikill fjöldi skíða- og brettafólks rennir sér í brekkunum í Hlíðarfjalli um helgina í nýföllnum snjó og veðurblíðu. Stór stund verður á morgun klukkan 13 þegar ný stólalyfta í fjallinu verður ræst. Biðin hefur verið löng en nú virðist allt klappað og klárt. 18. febrúar 2022 14:30