Meta kolefnislosun frá byggingum í fyrsta sinn Fanndís Birna Logadóttir skrifar 18. febrúar 2022 11:57 Mesta losunin kemur frá byggingarefnum, einkum steypu. Vísir/Vilhelm Ný skýrsla sér um að meta kolefnislosun frá íslenskum byggingariðnaði en skýrslan er liður í aðgerðaráætlun stjórnvalda í lofslagsmálum. Talið er að árleg kolefnislosun íslenskra bygginga samsvari losun frá 145 þúsund bensínbílum. Vinna er þegar hafin við verkefnið og er aðgerðaráætlunar að vænta í vor. „Almennt er miðað við að mannvirkjageirinn beri ábyrgð á um 30-40% af losun gróðurhúsalofttegunda á heimsvísu. Upplýsingar um losun íslenskrar mannvirkjagerðar hafa hins vegar verið takmarkaðar hingað til,“ segir í tilkynningu á vef Stjórnarráðsins um skýrsluna. Í vegvísinum kemur meðal annars fram að árleg kolefnislosun íslenskra bygginga samsvari losun frá 145 þúsund bensínbílum, þar sem mesta losunin, eða 45 prósent kemur frá byggingarefnum, einkum steypu. Þá myndar losun vegna rafmagns og hitaveitu íslenskra bygginga um þriðjung kolefnissporsins. „Loftslagsmálin tengjast öllum hliðum samfélagsins og upplýsingarnar sem fram koma í þessum fyrsta áfanga vegvísins eru mikilvægur liður í að ná utan um losun frá íslenskum byggingum og gerir okkur kleift að setja markmið um vistvænni byggingar,“ segir Guðlaugur Þór Þórsson, umhverfis-, orku og loftslagsráðherra. Umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytið og félags- og vinnumarkaðsráðuneytið styrktu gerð skýrslunnar ásamt Samtökum iðnaðarins en niðurstöðurnar gera byggingariðnaðinum og stjórnvöldum kleift að setja skýr markmið og skilgreina aðgerðir til að ná þeim markmiðum. Sú vinna er þegar hafin á vegum samstarfsverkefnisins Byggjum grænni framtíð og er aðgerðaráætlunar að vænta í vor. Byggingariðnaður Loftslagsmál Tengdar fréttir Loftslagsmálin hafa forgang Ég bind miklar vonir við að Sjálfstæðisflokkurinn hafi tekið við umhverfis- og loftslagsráðuneytinu. Víst er að loftslags- og umhverfismál munu verða efst á baugi hjá okkur Íslendingum á næstu árum og áratugum. 9. febrúar 2022 08:01 Mest lesið Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Innlent „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Erlent Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Erlent Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Erlent Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Innlent Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Innlent Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Innlent Fleiri fréttir Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Játaði líkamsárás en sleppur í bili vegna tölvubréfs dómara Bílvelta og árekstur í hálkunni Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Ráðin bæjarritari í Hveragerði Vilja tryggja stöðu ungs fólks í prófkjöri Samfylkingarinnar Sjá meira
„Almennt er miðað við að mannvirkjageirinn beri ábyrgð á um 30-40% af losun gróðurhúsalofttegunda á heimsvísu. Upplýsingar um losun íslenskrar mannvirkjagerðar hafa hins vegar verið takmarkaðar hingað til,“ segir í tilkynningu á vef Stjórnarráðsins um skýrsluna. Í vegvísinum kemur meðal annars fram að árleg kolefnislosun íslenskra bygginga samsvari losun frá 145 þúsund bensínbílum, þar sem mesta losunin, eða 45 prósent kemur frá byggingarefnum, einkum steypu. Þá myndar losun vegna rafmagns og hitaveitu íslenskra bygginga um þriðjung kolefnissporsins. „Loftslagsmálin tengjast öllum hliðum samfélagsins og upplýsingarnar sem fram koma í þessum fyrsta áfanga vegvísins eru mikilvægur liður í að ná utan um losun frá íslenskum byggingum og gerir okkur kleift að setja markmið um vistvænni byggingar,“ segir Guðlaugur Þór Þórsson, umhverfis-, orku og loftslagsráðherra. Umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytið og félags- og vinnumarkaðsráðuneytið styrktu gerð skýrslunnar ásamt Samtökum iðnaðarins en niðurstöðurnar gera byggingariðnaðinum og stjórnvöldum kleift að setja skýr markmið og skilgreina aðgerðir til að ná þeim markmiðum. Sú vinna er þegar hafin á vegum samstarfsverkefnisins Byggjum grænni framtíð og er aðgerðaráætlunar að vænta í vor.
Byggingariðnaður Loftslagsmál Tengdar fréttir Loftslagsmálin hafa forgang Ég bind miklar vonir við að Sjálfstæðisflokkurinn hafi tekið við umhverfis- og loftslagsráðuneytinu. Víst er að loftslags- og umhverfismál munu verða efst á baugi hjá okkur Íslendingum á næstu árum og áratugum. 9. febrúar 2022 08:01 Mest lesið Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Innlent „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Erlent Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Erlent Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Erlent Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Innlent Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Innlent Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Innlent Fleiri fréttir Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Játaði líkamsárás en sleppur í bili vegna tölvubréfs dómara Bílvelta og árekstur í hálkunni Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Ráðin bæjarritari í Hveragerði Vilja tryggja stöðu ungs fólks í prófkjöri Samfylkingarinnar Sjá meira
Loftslagsmálin hafa forgang Ég bind miklar vonir við að Sjálfstæðisflokkurinn hafi tekið við umhverfis- og loftslagsráðuneytinu. Víst er að loftslags- og umhverfismál munu verða efst á baugi hjá okkur Íslendingum á næstu árum og áratugum. 9. febrúar 2022 08:01