Guðjón starfaði áður hjá Marel sem Digital Strategy Manager en þar áður starfaði hann hjá símanum þar sem hann stýrði nýsköpun, vöru- og verkefnastýringu, og þjónustu fyrir einstaklingsmarkað.
Að því er kemur fram í tilkynningu um málið mun Guðjón sjá um að byggja upp faglega miðju á sviðinu fyrir rekstrargreiningar, breytingastjórnun og bestun á ferlun. Þar að auki mun hann leiða vinnu við faglega og samræmda verkefnastjórnun.
„Við hjá Isavia erum að fara að vaxa á ný, eftir niðursveiflu í kjölfar faraldurs. Allt bendir til að það gerist hratt og okkar bíði mikið og stórt verkefni að vaxa á skilvirkan hátt á næstu árum,“ segir Anna Björk Bjarnadóttir, framkvæmdastjóri þjónustu og reksturs hjá Isavia.
„Þar er breytingastjórnun og bestun rekstrar lykilatriði til að gera Keflavíkurflugvöll að drifkrafti velsældar á komandi árum. Þar mun reynsla og þekking Guðjóns koma sér gríðarlega vel fyrir okkur,“ segir hún enn fremur.