Sá besti í heimi hlýddi Vésteini og keppir á Selfossi Sindri Sverrisson skrifar 18. febrúar 2022 09:31 Daniel Ståhl og Simon Pettersson faðmast eftir að hafa unnið gull og silfur á Ólympíuleikunum síðasta sumar. Getty/Valery Sharifulin Gull- og silfurverðlaunahafarnir í kringlukasti á Ólympíuleikunum í Tókýó í fyrrasumar munu etja kappi við Guðna Val Guðnason á sérstöku afmælismóti Frjálsíþróttasambands Íslands í maí. Um er að ræða Svíana Daniel Ståhl og Simon Petterson en mótið fer fram á Selfossi 28. maí. RÚV greindi frá þessu. Það er einmitt Selfyssingurinn Vésteinn Hafsteinsson sem á veg og vanda að því að hingað til lands komi þeir fremstu í heimi í sinni grein, en hann þjálfar Ståhl og Petterson sem og fleira frjálsíþróttafólk í heimsklassa. „Krakkarnir sem ég er að þjálfa eru alltaf að spyrja mig út í það hvort það sé ekki séns að fara til Íslands. Auðvitað hef ég verið í sambandi við FRÍ, og aðra aðila í gengum árin, um að það gæti orðið að veruleika,“ sagði Vésteinn við RÚV. „Vilja keppa á Íslandi og eru spenntir fyrir því“ Það hafi svo verið upplagt tækifæri að koma til Íslands núna, með ólympíumeistara í hópnum, á 75 ára afmæli FRÍ. Ståhl og Petterson hafa hins vegar í nógu að snúast og eru skráðir á að minnsta kosti 30 mót á árinu, og á leið á bæði EM og HM í sumar, svo ekki var hlaupið að því að finna hentugan tíma til að koma til Íslands. Þeir hlýddu hins vegar Vésteini: „Ég lagði það upp þannig að þetta er greiði við mig. Það var sjálfsagt og þeir koma bara og vilja keppa á Íslandi og eru spenntir fyrir því. Þetta var eiginlega eina helgin sem var laus, þannig að það væri hægt að gera eitthvað. Það er bæði Evrópumót og heimsmeistaramót og ég sagði við þá að þið verðið að gera þetta fyrir mig. Og það var bara já og amen,“ sagði Vésteinn. Frjálsar íþróttir Mest lesið Dukic harðorður gagnvart CrossFit: Fyrirtæki sem virðir ekki mannslíf Sport „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ Körfubolti Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Körfubolti Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Enski boltinn Missti stjórn á sér og gaf stig: „Veit að þetta er ekki mjög sænsk hegðun“ Sport Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Íslenski boltinn Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Enski boltinn „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Körfubolti Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Fótbolti NFL varar leikmenn deildarinnar við glæpahópum Sport Fleiri fréttir Sjöunda og stærsta Icebox-kvöldið: „Klikkað að sjá að Ísland geti þetta“ Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Missti stjórn á sér og gaf stig: „Veit að þetta er ekki mjög sænsk hegðun“ „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ Dukic harðorður gagnvart CrossFit: Fyrirtæki sem virðir ekki mannslíf Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Dagskráin: Stærsta boxmót ársins á Íslandi Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika NFL varar leikmenn deildarinnar við glæpahópum Alexia Putellas með sitt tvö hundruðasta mark fyrir Barcelona Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Guardiola samdi til ársins 2027 Segja að Haaland og félagar fái gjafapakka frá FIFA Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Sædís og félagar fyrstar til að stoppa Bæjara Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Hollensku stelpurnar í fínu formi fyrir EM SSÍ: Vantar sem fyrst innisundlaugar á Akranesi og Akureyri Danir vilja halda úrslitakeppni Þjóðadeildarinnar „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik „Mér finnst við alveg skítlúkka“ Amorim vill að United fái Gomes aftur Martröð fyrirliða Chelsea heldur áfram Sjá meira
Um er að ræða Svíana Daniel Ståhl og Simon Petterson en mótið fer fram á Selfossi 28. maí. RÚV greindi frá þessu. Það er einmitt Selfyssingurinn Vésteinn Hafsteinsson sem á veg og vanda að því að hingað til lands komi þeir fremstu í heimi í sinni grein, en hann þjálfar Ståhl og Petterson sem og fleira frjálsíþróttafólk í heimsklassa. „Krakkarnir sem ég er að þjálfa eru alltaf að spyrja mig út í það hvort það sé ekki séns að fara til Íslands. Auðvitað hef ég verið í sambandi við FRÍ, og aðra aðila í gengum árin, um að það gæti orðið að veruleika,“ sagði Vésteinn við RÚV. „Vilja keppa á Íslandi og eru spenntir fyrir því“ Það hafi svo verið upplagt tækifæri að koma til Íslands núna, með ólympíumeistara í hópnum, á 75 ára afmæli FRÍ. Ståhl og Petterson hafa hins vegar í nógu að snúast og eru skráðir á að minnsta kosti 30 mót á árinu, og á leið á bæði EM og HM í sumar, svo ekki var hlaupið að því að finna hentugan tíma til að koma til Íslands. Þeir hlýddu hins vegar Vésteini: „Ég lagði það upp þannig að þetta er greiði við mig. Það var sjálfsagt og þeir koma bara og vilja keppa á Íslandi og eru spenntir fyrir því. Þetta var eiginlega eina helgin sem var laus, þannig að það væri hægt að gera eitthvað. Það er bæði Evrópumót og heimsmeistaramót og ég sagði við þá að þið verðið að gera þetta fyrir mig. Og það var bara já og amen,“ sagði Vésteinn.
Frjálsar íþróttir Mest lesið Dukic harðorður gagnvart CrossFit: Fyrirtæki sem virðir ekki mannslíf Sport „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ Körfubolti Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Körfubolti Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Enski boltinn Missti stjórn á sér og gaf stig: „Veit að þetta er ekki mjög sænsk hegðun“ Sport Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Íslenski boltinn Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Enski boltinn „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Körfubolti Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Fótbolti NFL varar leikmenn deildarinnar við glæpahópum Sport Fleiri fréttir Sjöunda og stærsta Icebox-kvöldið: „Klikkað að sjá að Ísland geti þetta“ Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Missti stjórn á sér og gaf stig: „Veit að þetta er ekki mjög sænsk hegðun“ „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ Dukic harðorður gagnvart CrossFit: Fyrirtæki sem virðir ekki mannslíf Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Dagskráin: Stærsta boxmót ársins á Íslandi Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika NFL varar leikmenn deildarinnar við glæpahópum Alexia Putellas með sitt tvö hundruðasta mark fyrir Barcelona Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Guardiola samdi til ársins 2027 Segja að Haaland og félagar fái gjafapakka frá FIFA Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Sædís og félagar fyrstar til að stoppa Bæjara Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Hollensku stelpurnar í fínu formi fyrir EM SSÍ: Vantar sem fyrst innisundlaugar á Akranesi og Akureyri Danir vilja halda úrslitakeppni Þjóðadeildarinnar „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik „Mér finnst við alveg skítlúkka“ Amorim vill að United fái Gomes aftur Martröð fyrirliða Chelsea heldur áfram Sjá meira