Shiffrin birti öll ljótu skilaboðin sem hún fékk: „Eins og ég sé brandari“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 18. febrúar 2022 10:00 Mikaela Shiffrin var hörð við sig sjálfa en fékk líka gríðarlegan fjölda af ömurlegum skilaboðum í gegnum netið. AP/Luca Bruno Mikaela Shiffrin átti að verða gulldrottning Vetrarólympíuleikanna í Peking en hún hefur keyrt þrisvar út úr brautinni og hefur ekki verið nálægt því á komast á verðlaunapall. Það þarf því ekkert að hugsa sig lengi til að komast að því að frammistaða hennar eru stærstu vonbrigðin á leikunum. Tough moments happen, just keep your head held high and you ll bounce back from this @MikaelaShiffrin #fisalpine #beijing2022 #olympics pic.twitter.com/0a5KoiQYNe— FIS Alpine (@fisalpine) February 17, 2022 Líkt og með fimleikakonuna Simone Biles á sumarleikunum í Tókýó þá var Shiffrin andlit Peking-leikanna í Bandaríkjunum og um leið voru allar væntingar keyrðar upp í hæstu hæstir. Biles hafði unnið allt margoft fyrir sína leika og það hafði Shiffrin gert líka. Shiffrin klúðraði fyrstu ferð í fyrstu grein sinni og síðan þá hafa þessi Ólympíuleikar verið algjör martröð fyrir hana. Þetta er ein sigursælasta skíðakona allra tíma, fyrrum Ólympíumeistari og margfaldur heimsbikarmeistari og hún enn bara 26 ára gömul. Þess vegna finnst mörgum svo skrítið að sjá hana leika aðalhlutverkið í slíkri martröð. Friendly reminder that @mikaelashiffrin's resume is STACKED. pic.twitter.com/VmTZvSPm1K— espnW (@espnW) February 9, 2022 „Ég skil þetta ekki og ég veit ekki hvenær ég fær einhver svör. Ég get heldur ekki lýst því hversu pirruð ég er og sérstaklega af því að ég veit ekki hvað ég get í raun lært af þessu,“ sagði Mikaela Shiffrin. Hún er alla vega ósammála því að hafa ekki ráðið við pressuna eða of miklar væntingar. Ferðin hennar í bruninu gekk nokkuð vel í tvíkeppninni en þegar hún fór í svigið þá gerðist það sama og áður. Hún keyrði út úr brautinni og það snemma. View this post on Instagram A post shared by espnW (@espnw) „Mestu vonbrigðin, fyrir utan að vinna engin einstaklingsverðlaun á þessum leikum er að ég fékk mörg tækifæri til að fara niður þessa svigbraut og ég klúðraði þeim öllum,“ sagði Shiffrin. „Það eru vonbrigði fyrir mig, vonbrigði fyrir allt liðið, vonbrigði fyrir þjálfarana, vonbrigði fyrir alla sem hafa lagt svo mikið á sig og vonbrigði fyrir þá sem vöknuðu snemma heima og hugsuðu: Hey, hún stóð sig ágætlega í bruninu og hlýtur að gera eitthvað gott í sviginu,“ sagði Shiffrin. „Eins og staðan er núna þá líður mér eins og ég sé brandari,“ sagði Mikaela Shiffrin. Eftir að hún kom upp á herbergi þá opnaði hún símann sinn og setti síðan færslu inn á Instagram þar sem hún birti öll ljótu skilaboðin sem hún fékk. Það var nóg af þeim eins og sjá má hér fyrir neðan. View this post on Instagram A post shared by Mikaela Shiffrin (@mikaelashiffrin) Skíðaíþróttir Vetrarólympíuleikar 2022 í Peking Mest lesið Harmur hrokagikksins Haaland Enski boltinn Þrír boðaðir í viðtal: Víkingar gáfu KSÍ grænt ljós á að ræða við Arnar Fótbolti Gary sem stal jólunum Enski boltinn Þakið ætlaði að rifna af Ally Pally eftir níu pílna leik Heta Sport Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Enski boltinn Telur daga McGregor í UFC talda Sport „Ég var að skjóta“ Enski boltinn Komnir með upp í kok: „Seldu liðið“ Sport Víkingur má ekki spila í Kópavogi og leitar vallar erlendis Fótbolti Fleiri fréttir Enn eitt skráningarvesenið hjá Börsungum Veit að starfið gæti verið í hættu ef liðið fer ekki að vinna Freyr einnig í viðtal og einn erlendur Tapaði níu leggjum í röð eftir níu pílna leik og var sendur heim Þrír boðaðir í viðtal: Víkingar gáfu KSÍ grænt ljós á að ræða við Arnar Riley búinn að fá nóg og þvertekur fyrir að Miami muni skipta Butler Komnir með upp í kok: „Seldu liðið“ Emilía til Leipzig Skilaboð frá Klopp minntu hann á áfangann: „Við elskum hann“ Þakið ætlaði að rifna af Ally Pally eftir níu pílna leik Heta „Ég var að skjóta“ Víkingur má ekki spila í Kópavogi og leitar vallar erlendis Harmur hrokagikksins Haaland Telur daga McGregor í UFC talda Eftirmaður Amorims rekinn eftir átta leiki City ætlar að kaupa í janúar Gary sem stal jólunum Spilaði reglulega við afa Littlers en mætir nú stráknum á HM Liverpool hefur áhuga á framherja PSG Amorim hefur ekki hugmynd um hversu lengi hann verður að laga United Ættingi Endricks skotinn til bana Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Dagskráin í dag: Pílan hefst aftur eftir hlé Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Butler sagður vilja burt frá Miami sem fyrst Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Ólafi tvisvar vikið af velli og ekkert skorað síðustu tvær mínúturnar Sjá meira
Það þarf því ekkert að hugsa sig lengi til að komast að því að frammistaða hennar eru stærstu vonbrigðin á leikunum. Tough moments happen, just keep your head held high and you ll bounce back from this @MikaelaShiffrin #fisalpine #beijing2022 #olympics pic.twitter.com/0a5KoiQYNe— FIS Alpine (@fisalpine) February 17, 2022 Líkt og með fimleikakonuna Simone Biles á sumarleikunum í Tókýó þá var Shiffrin andlit Peking-leikanna í Bandaríkjunum og um leið voru allar væntingar keyrðar upp í hæstu hæstir. Biles hafði unnið allt margoft fyrir sína leika og það hafði Shiffrin gert líka. Shiffrin klúðraði fyrstu ferð í fyrstu grein sinni og síðan þá hafa þessi Ólympíuleikar verið algjör martröð fyrir hana. Þetta er ein sigursælasta skíðakona allra tíma, fyrrum Ólympíumeistari og margfaldur heimsbikarmeistari og hún enn bara 26 ára gömul. Þess vegna finnst mörgum svo skrítið að sjá hana leika aðalhlutverkið í slíkri martröð. Friendly reminder that @mikaelashiffrin's resume is STACKED. pic.twitter.com/VmTZvSPm1K— espnW (@espnW) February 9, 2022 „Ég skil þetta ekki og ég veit ekki hvenær ég fær einhver svör. Ég get heldur ekki lýst því hversu pirruð ég er og sérstaklega af því að ég veit ekki hvað ég get í raun lært af þessu,“ sagði Mikaela Shiffrin. Hún er alla vega ósammála því að hafa ekki ráðið við pressuna eða of miklar væntingar. Ferðin hennar í bruninu gekk nokkuð vel í tvíkeppninni en þegar hún fór í svigið þá gerðist það sama og áður. Hún keyrði út úr brautinni og það snemma. View this post on Instagram A post shared by espnW (@espnw) „Mestu vonbrigðin, fyrir utan að vinna engin einstaklingsverðlaun á þessum leikum er að ég fékk mörg tækifæri til að fara niður þessa svigbraut og ég klúðraði þeim öllum,“ sagði Shiffrin. „Það eru vonbrigði fyrir mig, vonbrigði fyrir allt liðið, vonbrigði fyrir þjálfarana, vonbrigði fyrir alla sem hafa lagt svo mikið á sig og vonbrigði fyrir þá sem vöknuðu snemma heima og hugsuðu: Hey, hún stóð sig ágætlega í bruninu og hlýtur að gera eitthvað gott í sviginu,“ sagði Shiffrin. „Eins og staðan er núna þá líður mér eins og ég sé brandari,“ sagði Mikaela Shiffrin. Eftir að hún kom upp á herbergi þá opnaði hún símann sinn og setti síðan færslu inn á Instagram þar sem hún birti öll ljótu skilaboðin sem hún fékk. Það var nóg af þeim eins og sjá má hér fyrir neðan. View this post on Instagram A post shared by Mikaela Shiffrin (@mikaelashiffrin)
Skíðaíþróttir Vetrarólympíuleikar 2022 í Peking Mest lesið Harmur hrokagikksins Haaland Enski boltinn Þrír boðaðir í viðtal: Víkingar gáfu KSÍ grænt ljós á að ræða við Arnar Fótbolti Gary sem stal jólunum Enski boltinn Þakið ætlaði að rifna af Ally Pally eftir níu pílna leik Heta Sport Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Enski boltinn Telur daga McGregor í UFC talda Sport „Ég var að skjóta“ Enski boltinn Komnir með upp í kok: „Seldu liðið“ Sport Víkingur má ekki spila í Kópavogi og leitar vallar erlendis Fótbolti Fleiri fréttir Enn eitt skráningarvesenið hjá Börsungum Veit að starfið gæti verið í hættu ef liðið fer ekki að vinna Freyr einnig í viðtal og einn erlendur Tapaði níu leggjum í röð eftir níu pílna leik og var sendur heim Þrír boðaðir í viðtal: Víkingar gáfu KSÍ grænt ljós á að ræða við Arnar Riley búinn að fá nóg og þvertekur fyrir að Miami muni skipta Butler Komnir með upp í kok: „Seldu liðið“ Emilía til Leipzig Skilaboð frá Klopp minntu hann á áfangann: „Við elskum hann“ Þakið ætlaði að rifna af Ally Pally eftir níu pílna leik Heta „Ég var að skjóta“ Víkingur má ekki spila í Kópavogi og leitar vallar erlendis Harmur hrokagikksins Haaland Telur daga McGregor í UFC talda Eftirmaður Amorims rekinn eftir átta leiki City ætlar að kaupa í janúar Gary sem stal jólunum Spilaði reglulega við afa Littlers en mætir nú stráknum á HM Liverpool hefur áhuga á framherja PSG Amorim hefur ekki hugmynd um hversu lengi hann verður að laga United Ættingi Endricks skotinn til bana Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Dagskráin í dag: Pílan hefst aftur eftir hlé Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Butler sagður vilja burt frá Miami sem fyrst Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Ólafi tvisvar vikið af velli og ekkert skorað síðustu tvær mínúturnar Sjá meira