Áróðurinn dynur á opinberum starfsmönnum Arna Jakobína Björnsdóttir skrifar 17. febrúar 2022 11:00 Það er svo sem ekki óvenjulegt að talsmenn fyrirtækja á frjálsum markaði barmi sér yfir því að þurfa að standa í samkeppni, enda eflaust þægilegra að sleppa við þesskonar vesen. Nú ber hins vegar svo við að einn forsvarsmanna samtaka atvinnurekenda kvartar yfir því að fyrirtækin geti ekki keppt við hið opinbera um hæft starfsfólk. Það hefði vissulega verið áhugavert að sjá einhver dæmi um þau fyrirtæki sem eiga í þessum hræðilegu erfiðleikum. Þar sem þau dæmi vantar verðum við hin að giska á hvort þar er um að ræða eitthvað af þeim fyrirtækjum sem hafa efni á að borga forstjórum sínum árslaun verkafólks á í laun á mánuði, nú eða fyrirtæki sem vilja taka upp bónusa fyrir svokallað lykilstarfsfólk. Það kemur kannski einhverjum á óvart að lykilstarfsfólkið er ekki fólkið á gólfinu sem býr til verðmætin, en það er önnur saga. Í þessum nýjustu umkvörtunum er vitnað í bráðabirgðatölur Hagstofunnar um þróun starfsmannafjölda og heildarlaunagreiðslna á síðasta ári. Á árinu 2021, sem við vitum öll að einkenndist öðru fremur af heimsfaraldri kórónuveirunnar, fækkaði starfsfólki á almenna markaðnum á sama tíma og starfsfólki í opinbera geiranum fjölgaði. Það er eiginlega varla fréttnæmt að tína það til, enda augljóst að faraldurinn hefur farið illa með ákveðnar atvinnugreinar á meðan aukin þörf hefur verið fyrir starfsfólk hjá ýmsum stofnunum ríkis og sveitarfélaga til að bregðast við faraldrinum, sem bætist við aukna þjónustuþörf vegna fjölgunar landsmanna og hlutfallslegrar fjölgunar aldraðra. Þá sköpuðu ríki og sveitarfélög tímabundin störf til að bregðast við mesta atvinnuleysinu. Nú ber hins vegar svo við að talsmaður atvinnurekenda segir erfitt að ná starfsfólki til baka. Svona í ljósi góðra launa og annarra kjara hjá hinu opinbera. Þrátt fyrir að sæmilega skynsamt fólk sem rýnir í tölurnar átti sig á því að þær sýni allt aðra mynd. Það er sama hvar borið er niður. Við getum skoðað meðaltal grunnlauna eða reglulegra heildarlauna hjá hópum innan BSRB, ASÍ eða BHM. Staðan er alltaf sú sama. Launin eru hæst á almenna markaðinum. Það er eiginlega hlægilegt að þurfa að deila um það. Blöskrar stanslaus áróður Okkur sem störfum fyrir starfsfólkið sem hefur staðið í framlínunni í heimsfaraldrinum er satt að segja farið að blöskra þessi stanslausi áróður sem talsmenn samtaka atvinnurekenda láta dynja á opinberum starfsmönnum. Áróður sem dynur daginn út og daginn inn á starfsfólki sem helgar störf sín þjónustu við fólkið í landinu. Þetta starfsfólk veitir okkur hinum grunnþjónustu, ber uppi velferðarkerfið og gætir almannaöryggis. Það er með öllu óskiljanlegt að þeir sem tjá sig opinberlega fyrir hönd atvinnurekenda í þessu landi ekki bara líti framhjá framlagi opinberra starfsmanna í heimsfaraldrinum heldur finni sér ítrekað tækifæri til að níða skóinn af þessu fólki með því að gefa í skyn að það sé ofhaldið í launum og jafnvel að fækka mætti hressilega í þeirra hópi. Staðreyndin er sú að starfsfólk ríkis og sveitarfélaga vinnur oft á tíðum erfið störf fyrir lægri laun en starfsfólk á almenna markaðinum. Atvinnurekendur og talsmenn þeirra ættu að gera sér far um að þakka þessu fólki fyrir að halda atvinnulífinu gangandi með sínum störfum í stað þess að standa í áróðursherferð gegn þeim. Höfundur er 2. varaformaður BSRB og formaður Kjalar – stéttarfélags starfsmanna í almannaþjónustu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kjaramál Mest lesið Halldór 15.3.2025 Halldór Hegða sér eins og ofdekraðir unglingar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Við mótmælum nýbyggingum í Neðra Breiðholtinu Jökull Þór Sveinsson,Hlynur Ingi Jóhannsson Skoðun Af hverju ættu nemendur að kjósa Magnús Karl sem rektor HÍ? Eygló Sóley Hróðmarsdóttir Löve,Daníel Thor Myer Skoðun Er „sam-búð“ búsetuform 21. aldar og lausn við háum byggingakostnaði? Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Gunnar Smári hvað er hann? Birgir Dýrfjörð Skoðun Tryggjum framtíð endurnýjanlegrar orku á Íslandi Íris Lind Sæmundsdóttir Skoðun Reynsla, framtíðarsýn og kjarkur Silju Báru Anna Helga Jónsdóttir,Sigurður Örn Stefánsson Skoðun Kolbrún Þ. Pálsdóttir – rétti leiðtoginn fyrir Háskóla Íslands Hafliði Ásgeirsson,Eyjólfur Brynjar Eyjólfsson,Þorbjörg St. Þorsteinsdóttir Skoðun Allt fyrir samansúrrað pólitískt og peningalegt vald? Arnar Þór Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Allt fyrir samansúrrað pólitískt og peningalegt vald? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Vopnakaup íslenska ráðamanna skrifar Skoðun Samstaðan er óstöðvandi afl Helga Þórey Júlíudóttir skrifar Skoðun Kolbrún Þ. Pálsdóttir – rétti leiðtoginn fyrir Háskóla Íslands Hafliði Ásgeirsson,Eyjólfur Brynjar Eyjólfsson,Þorbjörg St. Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hegða sér eins og ofdekraðir unglingar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Af hverju ættu nemendur að kjósa Magnús Karl sem rektor HÍ? Eygló Sóley Hróðmarsdóttir Löve,Daníel Thor Myer skrifar Skoðun Við mótmælum nýbyggingum í Neðra Breiðholtinu Jökull Þór Sveinsson,Hlynur Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Er „sam-búð“ búsetuform 21. aldar og lausn við háum byggingakostnaði? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Tryggjum framtíð endurnýjanlegrar orku á Íslandi Íris Lind Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Reynsla, framtíðarsýn og kjarkur Silju Báru Anna Helga Jónsdóttir,Sigurður Örn Stefánsson skrifar Skoðun Gunnar Smári hvað er hann? Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Um Ingibjörgu Gunnarsdóttur – ferill að rektorskjöri Rúnar Unnþórsson,Þórhallur Ingi Halldórsson skrifar Skoðun Ísland er leiðandi ljós og hvatning til fjölmiðla Hrönn Egilsdóttir skrifar Skoðun Forvarnir á ferð Erlingur Sigvaldason skrifar Skoðun Vertu meðbyr mannúðar Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Fegurð sem breytir skólum Einar Mikael Sverrisson skrifar Skoðun Það læra börnin sem fyrir þeim er haft Sigurður Örn Hilmarsson skrifar Skoðun Björn Þorsteinsson as Rector - A visionary leader uniting disciplines and driving innovation Marianne Elisabeth Klinke skrifar Skoðun Verður Frelsið fullveldinu að bráð? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Til rektorsframbjóðenda: Hvað gerir nýr rektor HÍ við Endurmenntun? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Mataræði í stóra samhengi lífsins Birna Þórisdóttir skrifar Skoðun Hvað varð um loftslagsmálin? Kamma Thordarson skrifar Skoðun Bakpokinn sem þyngist aðeins hjá öðrum Inga Sæland skrifar Skoðun Örlög Íslendinga og u-beygja áhrifamesta fjármálamanns heims Snorri Másson skrifar Skoðun Ég kýs Magnús Karl sem rektor Bylgja Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Jóhann Páll: Vertu í liði með náttúrunni ekki gegn henni Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Tífalt hærri vextir, meiri skuldir - menntastefna stjórnvalda? Júlíus Viggó Ólafsson,Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Lífið gefur engan afslátt Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kolbrún Pálsdóttir sem næsti rektor HÍ Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Vitskert veröld Einar Helgason skrifar Sjá meira
Það er svo sem ekki óvenjulegt að talsmenn fyrirtækja á frjálsum markaði barmi sér yfir því að þurfa að standa í samkeppni, enda eflaust þægilegra að sleppa við þesskonar vesen. Nú ber hins vegar svo við að einn forsvarsmanna samtaka atvinnurekenda kvartar yfir því að fyrirtækin geti ekki keppt við hið opinbera um hæft starfsfólk. Það hefði vissulega verið áhugavert að sjá einhver dæmi um þau fyrirtæki sem eiga í þessum hræðilegu erfiðleikum. Þar sem þau dæmi vantar verðum við hin að giska á hvort þar er um að ræða eitthvað af þeim fyrirtækjum sem hafa efni á að borga forstjórum sínum árslaun verkafólks á í laun á mánuði, nú eða fyrirtæki sem vilja taka upp bónusa fyrir svokallað lykilstarfsfólk. Það kemur kannski einhverjum á óvart að lykilstarfsfólkið er ekki fólkið á gólfinu sem býr til verðmætin, en það er önnur saga. Í þessum nýjustu umkvörtunum er vitnað í bráðabirgðatölur Hagstofunnar um þróun starfsmannafjölda og heildarlaunagreiðslna á síðasta ári. Á árinu 2021, sem við vitum öll að einkenndist öðru fremur af heimsfaraldri kórónuveirunnar, fækkaði starfsfólki á almenna markaðnum á sama tíma og starfsfólki í opinbera geiranum fjölgaði. Það er eiginlega varla fréttnæmt að tína það til, enda augljóst að faraldurinn hefur farið illa með ákveðnar atvinnugreinar á meðan aukin þörf hefur verið fyrir starfsfólk hjá ýmsum stofnunum ríkis og sveitarfélaga til að bregðast við faraldrinum, sem bætist við aukna þjónustuþörf vegna fjölgunar landsmanna og hlutfallslegrar fjölgunar aldraðra. Þá sköpuðu ríki og sveitarfélög tímabundin störf til að bregðast við mesta atvinnuleysinu. Nú ber hins vegar svo við að talsmaður atvinnurekenda segir erfitt að ná starfsfólki til baka. Svona í ljósi góðra launa og annarra kjara hjá hinu opinbera. Þrátt fyrir að sæmilega skynsamt fólk sem rýnir í tölurnar átti sig á því að þær sýni allt aðra mynd. Það er sama hvar borið er niður. Við getum skoðað meðaltal grunnlauna eða reglulegra heildarlauna hjá hópum innan BSRB, ASÍ eða BHM. Staðan er alltaf sú sama. Launin eru hæst á almenna markaðinum. Það er eiginlega hlægilegt að þurfa að deila um það. Blöskrar stanslaus áróður Okkur sem störfum fyrir starfsfólkið sem hefur staðið í framlínunni í heimsfaraldrinum er satt að segja farið að blöskra þessi stanslausi áróður sem talsmenn samtaka atvinnurekenda láta dynja á opinberum starfsmönnum. Áróður sem dynur daginn út og daginn inn á starfsfólki sem helgar störf sín þjónustu við fólkið í landinu. Þetta starfsfólk veitir okkur hinum grunnþjónustu, ber uppi velferðarkerfið og gætir almannaöryggis. Það er með öllu óskiljanlegt að þeir sem tjá sig opinberlega fyrir hönd atvinnurekenda í þessu landi ekki bara líti framhjá framlagi opinberra starfsmanna í heimsfaraldrinum heldur finni sér ítrekað tækifæri til að níða skóinn af þessu fólki með því að gefa í skyn að það sé ofhaldið í launum og jafnvel að fækka mætti hressilega í þeirra hópi. Staðreyndin er sú að starfsfólk ríkis og sveitarfélaga vinnur oft á tíðum erfið störf fyrir lægri laun en starfsfólk á almenna markaðinum. Atvinnurekendur og talsmenn þeirra ættu að gera sér far um að þakka þessu fólki fyrir að halda atvinnulífinu gangandi með sínum störfum í stað þess að standa í áróðursherferð gegn þeim. Höfundur er 2. varaformaður BSRB og formaður Kjalar – stéttarfélags starfsmanna í almannaþjónustu.
Af hverju ættu nemendur að kjósa Magnús Karl sem rektor HÍ? Eygló Sóley Hróðmarsdóttir Löve,Daníel Thor Myer Skoðun
Er „sam-búð“ búsetuform 21. aldar og lausn við háum byggingakostnaði? Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun
Kolbrún Þ. Pálsdóttir – rétti leiðtoginn fyrir Háskóla Íslands Hafliði Ásgeirsson,Eyjólfur Brynjar Eyjólfsson,Þorbjörg St. Þorsteinsdóttir Skoðun
Skoðun Kolbrún Þ. Pálsdóttir – rétti leiðtoginn fyrir Háskóla Íslands Hafliði Ásgeirsson,Eyjólfur Brynjar Eyjólfsson,Þorbjörg St. Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju ættu nemendur að kjósa Magnús Karl sem rektor HÍ? Eygló Sóley Hróðmarsdóttir Löve,Daníel Thor Myer skrifar
Skoðun Við mótmælum nýbyggingum í Neðra Breiðholtinu Jökull Þór Sveinsson,Hlynur Ingi Jóhannsson skrifar
Skoðun Er „sam-búð“ búsetuform 21. aldar og lausn við háum byggingakostnaði? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Reynsla, framtíðarsýn og kjarkur Silju Báru Anna Helga Jónsdóttir,Sigurður Örn Stefánsson skrifar
Skoðun Um Ingibjörgu Gunnarsdóttur – ferill að rektorskjöri Rúnar Unnþórsson,Þórhallur Ingi Halldórsson skrifar
Skoðun Björn Þorsteinsson as Rector - A visionary leader uniting disciplines and driving innovation Marianne Elisabeth Klinke skrifar
Skoðun Til rektorsframbjóðenda: Hvað gerir nýr rektor HÍ við Endurmenntun? Ólafur Stephensen skrifar
Skoðun Tífalt hærri vextir, meiri skuldir - menntastefna stjórnvalda? Júlíus Viggó Ólafsson,Vilhjálmur Hilmarsson skrifar
Af hverju ættu nemendur að kjósa Magnús Karl sem rektor HÍ? Eygló Sóley Hróðmarsdóttir Löve,Daníel Thor Myer Skoðun
Er „sam-búð“ búsetuform 21. aldar og lausn við háum byggingakostnaði? Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun
Kolbrún Þ. Pálsdóttir – rétti leiðtoginn fyrir Háskóla Íslands Hafliði Ásgeirsson,Eyjólfur Brynjar Eyjólfsson,Þorbjörg St. Þorsteinsdóttir Skoðun