Neytendur

Landsbankinn hækkar breytilega vexti um 0,5 prósentustig

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Breytilegir og fastir vextir á óverðtryggðum lánum hjá Landsbankanum hafa hækkað á undanfarinni viku.
Breytilegir og fastir vextir á óverðtryggðum lánum hjá Landsbankanum hafa hækkað á undanfarinni viku. Vísir/Vilhelm

Breytilegir vextir á óverðtryggðum íbúðalánum hjá Landsbannkanum hækka um 0,5 prósentustig og verða 4,7 prósent. Engar breytingar hafa verið gerðar á vöxtum á verðtryggðum íbúðalánum.

Síðast á föstudag hækkuðu fastir vextir á óverðtryggðum íbúðalánum um 0,35 prósentustig.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá bankanum en þar kemur fram að vextir á óverðtryggðum sparireikningum hækki um allt að 0,75 prósentustig og vextir á reikningum með föstum vöxtum hækku um allt að 0,6 prósentustig og vextir almennra veltureikninga hækki um 0,1 prósentustig.

Ákvörðun um vaxtahækkun hafi verið tekin í kjölfar vaxtaákvörðunar Seðlabanka Íslands frá 9. febrúar síðastliðnum en þá hækkaði Seðlabankinn vexti um 0,75 prósent. Vaxtabreytingar teki þá mið af vöxtum á markaði og öðrum fjármögnunarkjörum Landsbankans. 

Ný vaxtatafla bankans tekur gildi í dag, fimmtudaginn 17. febrúar 2022. Breytingar á vöxtum á lánum sem falli undir lög um neytendalán eða lög um fasteignalán til neytenda taki þó gildi í samræmi við tilkynningar þar að lútandi sem sendar verða viðskiptavinum í netbanka.


Tengdar fréttir

Gæti stefnt í lengri og þrálátari verðbólgu en áður var talið

Hagfræðideild Landsbankans varar við því að koma þurfi böndum á húsnæðismarkaðinn til að hemja verðbólgu almennt en íbúðaverð heldur áfram að hækka hratt. Staðan sé alvarleg og gæti stefnt í lengri og þrálátari verðbólgu en áður var talið ef íbúðamarkaður fer ekki að róast.

Hagfræðideild Landsbankans spáir 5,8% verðbólgu í febrúar

Hagfræðideild Landsbankans spáir því að verðbólga hækku úr 5,7 prósentum í 5,8 prósent í febrúar. Hækkun á fötum, skóm, húsgögnum og heimilisbúnaði vegur hvað þyngst til hækkunar verðlags í mánuðinum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×