Svör við spurningum Bjarna að finna í löggjöfinni Eiður Þór Árnason skrifar 16. febrúar 2022 20:01 Sigríður Dögg Auðunsdóttir, formaður Blaðamannafélags Íslands, Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra og Sigríður Hagalín Björnsdóttir, formaður Félags fréttamanna. Samsett Blaðamannafélag Íslands og Félag fréttamannahvetja valdhafa til að standa vörð um frjálsa fjölmiðlun á Íslandi frekar en að freistast til að ráðast gegn henni. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra, gagnrýndi í gær fréttaflutning um þá ákvörðun lögreglunnar á Norðurlandi eystra að boða fjóra fréttamenn til yfirheyrslu í tengslum við umfjöllun um svokallaða skæruliðadeild Samherja. Í færslu á Facebook-síðu sinni spurði hann hvernig það gæti talist alvarlegt mál að lögregla óski eftir því að þeir gefi skýrslu og hvort fjölmiðlamenn væru of góðir til að mæta og svara spurningum lögreglu eins og almennir borgarar. Varnagnar í lögum til að tryggja athafnafrelsi fréttamanna „Okkur er bæði ljúft og skylt að svara þessari spurningu,“ segir í yfirlýsingu frá Blaðamannafélaginu og Félagi fréttamanna. Blaða- og fréttamenn séu sem einstaklingar jafnir öðrum að lögum, til að mynda ef þeir eru grunaðir um ölvunarakstur, fjársvik eða ofbeldisbrot. Um störf þeirra gegni hins vegar öðru máli. „Blaðamennska getur verið, og á að vera óþægileg fyrir fólk, stofnanir og fyrirtæki í valdastöðum, því hún afhjúpar mistök, bresti og spillingu í kerfinu. Til þess að greina frá slíkum brestum getur verið nauðsynlegt að nota gögn sem ekki hefur verið aflað með lögmætum hætti. Dómstólar hafa staðfest að notkun blaðamanna á slíkum gögnum geti samræmst hlutverki þeirra að taka við og miðla upplýsingum sem erindi eiga við almenning.“ Félögin árétta að Íslendingar, líkt og margar aðrar lýðræðisþjóðir, hafi slegið ákveðna varnagla til að tryggja blaðamönnum athafnafrelsi til að sinna störfum sínum. Þá megi til dæmis finna í lögum um fjölmiðla, þar sem blaðamönnum sé beinlínis bannað að rjúfa trúnað við heimildarmenn sína, hafi þeir óskað nafnleyndar. Jafnframt segir í yfirlýsingunni að blaðamönnum sé ein fárra stétta sem samkvæmt lögum um meðferð einkamála og sakamála er óheimilt að svara spurningum um heimildarmenn sína og það sem þeim hefur verið trúað fyrir í starfi. Þar að auki hafi almennum hegningarlögum verið breytt í fyrra og bætt við ákvæðum um ærumeiðingar og brot gegn friðhelgi einkalífs sem höfðu ekki áður verið refsiverð. Í ákvæðunum má finna undantekningar fyrir þau tilvik þar sem háttsemi er „réttlætanleg með vísan til almanna- eða einkahagsmuna.“ Undantekningunum var bætt inn til að tryggja hömluðu ekki störfum og tjáningarfrelsi fjölmiðla. Ný ógn við frjálsa og óháða blaða- og fréttamennsku „Lagaleg sérstaða blaða- og fréttamanna í störfum sínum ætti því að vera skýr. Vandséð er hverju blaða- og fréttamennirnir fjórir geta svarað umfram það í yfirheyrslum hjá lögreglu,“ segir í yfirlýsingu Blaðamannafélagsins og Félags fréttamanna. Margar hættur steðji að frjálsri og óháðri blaða- og fréttamennsku á Íslandi. Blaða- og fréttamönnum hafi fækkað um tæpan helming á árunum 2018 til 2020. Þá hafi nýleg rannsókn leitt í ljós að 45% íslenskra blaða- og fréttamanna hafi upplifað hótanir eða ógnanir í starfi á undanförnum fimm árum, 16% umsáturseinelti, og 15% verið lögsótt vegna starfa sinna. „Við þessar þröngu starfsaðstæður bætist nú sú ógn að lögregla boði blaða- og fréttamenn til yfirheyrslu með réttarstöðu sakbornings fyrir hegningarlagabrot, fyrir það eitt að stunda vinnu sína.“ Fjölmiðlar Lögreglumál Samherjaskjölin Tengdar fréttir Svar við spurningum Bjarna Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, fjallaði í gær á Facebooksíðu sinni um þá ákvörðun lögreglunnar á Norðurlandi eystra, að boða fjóra blaða- og fréttamenn í yfirheyrslu með réttarstöðu sakborninga, vegna umfjöllunar um svokallaða skæruliðadeild Samherja. 16. febrúar 2022 18:30 Bjarni hafnar því að hann þjófkenni Þórð Snæ Þórður Snær Júlíusson, ritstjóri Kjarnans hnýtir í Facebookfærslu Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra þess efnis að ekkert sé óeðilegt við að blaðamenn séu kallaðir til yfirheyrslu í sakamáli; að Bjarni gefi í skyn að hann sé þjófur. Bjarni telur þetta fráleita túlkun. 16. febrúar 2022 11:31 Spyr hvort fréttamenn séu of góðir til að svara spurningum lögreglu Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra spyr hvernig það geti talist alvarlegt mál að lögregla óski eftir því að blaðamenn mæti í skýrslutöku líkt og almennir borgarar. 15. febrúar 2022 22:03 Mest lesið Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Innlent Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Innlent Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Innlent „Dagurinn sem átti að vera fullur af gleði hlaðinn nístandi sorg“ Innlent Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fóru í óboðað eftirlit vegna ábendinga um slæman aðbúnað leikskólabarna Innlent Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Erlent Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Innlent Var búin að gleyma að hafa kallað Trump fordómafullan fábjána Innlent Fleiri fréttir Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Fóru í óboðað eftirlit vegna ábendinga um slæman aðbúnað leikskólabarna Reikna með fimmtán milljarða kostnaði vegna tjóns Herði kröfur um reynslu leiðsögumanna eftir banaslysið Mengun meiri en búist var við frá bálstofu Lítil skjálftavirkni eftir hrinuna í byrjun viku „Dagurinn sem átti að vera fullur af gleði hlaðinn nístandi sorg“ Tvær íslenskar konur reyndust með alnæmi eftir mikil veikindi Bein útsending: Parkinson - meðferð, framfarir og framtíðarsýn Lögbrjótar ættu að fylgjast með á Ísland.is Segja ýmis skref hafa verið stigin til að jafna laun kennara Var búin að gleyma að hafa kallað Trump fordómafullan fábjána Ólíklegt að kílómetragjaldið verði að veruleika fyrir þinglok Sendiherrann vinsæli á útleið Ingvar ráðinn slökkviliðsstjóri Villi Valli fallinn frá „Enginn mótmælenda ógnaði lögreglumönnum eða réðist að þeim“ Lætur reyna á minningargreinamálið Flestir treysta Kristrúnu fyrir efnahagnum Einn fluttur á slysadeild vegna hópslagsmála Ekkert fordæmi fyrir því að fólk kjósi taktískt í alþingiskosningum Sjá meira
Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra, gagnrýndi í gær fréttaflutning um þá ákvörðun lögreglunnar á Norðurlandi eystra að boða fjóra fréttamenn til yfirheyrslu í tengslum við umfjöllun um svokallaða skæruliðadeild Samherja. Í færslu á Facebook-síðu sinni spurði hann hvernig það gæti talist alvarlegt mál að lögregla óski eftir því að þeir gefi skýrslu og hvort fjölmiðlamenn væru of góðir til að mæta og svara spurningum lögreglu eins og almennir borgarar. Varnagnar í lögum til að tryggja athafnafrelsi fréttamanna „Okkur er bæði ljúft og skylt að svara þessari spurningu,“ segir í yfirlýsingu frá Blaðamannafélaginu og Félagi fréttamanna. Blaða- og fréttamenn séu sem einstaklingar jafnir öðrum að lögum, til að mynda ef þeir eru grunaðir um ölvunarakstur, fjársvik eða ofbeldisbrot. Um störf þeirra gegni hins vegar öðru máli. „Blaðamennska getur verið, og á að vera óþægileg fyrir fólk, stofnanir og fyrirtæki í valdastöðum, því hún afhjúpar mistök, bresti og spillingu í kerfinu. Til þess að greina frá slíkum brestum getur verið nauðsynlegt að nota gögn sem ekki hefur verið aflað með lögmætum hætti. Dómstólar hafa staðfest að notkun blaðamanna á slíkum gögnum geti samræmst hlutverki þeirra að taka við og miðla upplýsingum sem erindi eiga við almenning.“ Félögin árétta að Íslendingar, líkt og margar aðrar lýðræðisþjóðir, hafi slegið ákveðna varnagla til að tryggja blaðamönnum athafnafrelsi til að sinna störfum sínum. Þá megi til dæmis finna í lögum um fjölmiðla, þar sem blaðamönnum sé beinlínis bannað að rjúfa trúnað við heimildarmenn sína, hafi þeir óskað nafnleyndar. Jafnframt segir í yfirlýsingunni að blaðamönnum sé ein fárra stétta sem samkvæmt lögum um meðferð einkamála og sakamála er óheimilt að svara spurningum um heimildarmenn sína og það sem þeim hefur verið trúað fyrir í starfi. Þar að auki hafi almennum hegningarlögum verið breytt í fyrra og bætt við ákvæðum um ærumeiðingar og brot gegn friðhelgi einkalífs sem höfðu ekki áður verið refsiverð. Í ákvæðunum má finna undantekningar fyrir þau tilvik þar sem háttsemi er „réttlætanleg með vísan til almanna- eða einkahagsmuna.“ Undantekningunum var bætt inn til að tryggja hömluðu ekki störfum og tjáningarfrelsi fjölmiðla. Ný ógn við frjálsa og óháða blaða- og fréttamennsku „Lagaleg sérstaða blaða- og fréttamanna í störfum sínum ætti því að vera skýr. Vandséð er hverju blaða- og fréttamennirnir fjórir geta svarað umfram það í yfirheyrslum hjá lögreglu,“ segir í yfirlýsingu Blaðamannafélagsins og Félags fréttamanna. Margar hættur steðji að frjálsri og óháðri blaða- og fréttamennsku á Íslandi. Blaða- og fréttamönnum hafi fækkað um tæpan helming á árunum 2018 til 2020. Þá hafi nýleg rannsókn leitt í ljós að 45% íslenskra blaða- og fréttamanna hafi upplifað hótanir eða ógnanir í starfi á undanförnum fimm árum, 16% umsáturseinelti, og 15% verið lögsótt vegna starfa sinna. „Við þessar þröngu starfsaðstæður bætist nú sú ógn að lögregla boði blaða- og fréttamenn til yfirheyrslu með réttarstöðu sakbornings fyrir hegningarlagabrot, fyrir það eitt að stunda vinnu sína.“
Fjölmiðlar Lögreglumál Samherjaskjölin Tengdar fréttir Svar við spurningum Bjarna Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, fjallaði í gær á Facebooksíðu sinni um þá ákvörðun lögreglunnar á Norðurlandi eystra, að boða fjóra blaða- og fréttamenn í yfirheyrslu með réttarstöðu sakborninga, vegna umfjöllunar um svokallaða skæruliðadeild Samherja. 16. febrúar 2022 18:30 Bjarni hafnar því að hann þjófkenni Þórð Snæ Þórður Snær Júlíusson, ritstjóri Kjarnans hnýtir í Facebookfærslu Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra þess efnis að ekkert sé óeðilegt við að blaðamenn séu kallaðir til yfirheyrslu í sakamáli; að Bjarni gefi í skyn að hann sé þjófur. Bjarni telur þetta fráleita túlkun. 16. febrúar 2022 11:31 Spyr hvort fréttamenn séu of góðir til að svara spurningum lögreglu Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra spyr hvernig það geti talist alvarlegt mál að lögregla óski eftir því að blaðamenn mæti í skýrslutöku líkt og almennir borgarar. 15. febrúar 2022 22:03 Mest lesið Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Innlent Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Innlent Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Innlent „Dagurinn sem átti að vera fullur af gleði hlaðinn nístandi sorg“ Innlent Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fóru í óboðað eftirlit vegna ábendinga um slæman aðbúnað leikskólabarna Innlent Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Erlent Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Innlent Var búin að gleyma að hafa kallað Trump fordómafullan fábjána Innlent Fleiri fréttir Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Fóru í óboðað eftirlit vegna ábendinga um slæman aðbúnað leikskólabarna Reikna með fimmtán milljarða kostnaði vegna tjóns Herði kröfur um reynslu leiðsögumanna eftir banaslysið Mengun meiri en búist var við frá bálstofu Lítil skjálftavirkni eftir hrinuna í byrjun viku „Dagurinn sem átti að vera fullur af gleði hlaðinn nístandi sorg“ Tvær íslenskar konur reyndust með alnæmi eftir mikil veikindi Bein útsending: Parkinson - meðferð, framfarir og framtíðarsýn Lögbrjótar ættu að fylgjast með á Ísland.is Segja ýmis skref hafa verið stigin til að jafna laun kennara Var búin að gleyma að hafa kallað Trump fordómafullan fábjána Ólíklegt að kílómetragjaldið verði að veruleika fyrir þinglok Sendiherrann vinsæli á útleið Ingvar ráðinn slökkviliðsstjóri Villi Valli fallinn frá „Enginn mótmælenda ógnaði lögreglumönnum eða réðist að þeim“ Lætur reyna á minningargreinamálið Flestir treysta Kristrúnu fyrir efnahagnum Einn fluttur á slysadeild vegna hópslagsmála Ekkert fordæmi fyrir því að fólk kjósi taktískt í alþingiskosningum Sjá meira
Svar við spurningum Bjarna Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, fjallaði í gær á Facebooksíðu sinni um þá ákvörðun lögreglunnar á Norðurlandi eystra, að boða fjóra blaða- og fréttamenn í yfirheyrslu með réttarstöðu sakborninga, vegna umfjöllunar um svokallaða skæruliðadeild Samherja. 16. febrúar 2022 18:30
Bjarni hafnar því að hann þjófkenni Þórð Snæ Þórður Snær Júlíusson, ritstjóri Kjarnans hnýtir í Facebookfærslu Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra þess efnis að ekkert sé óeðilegt við að blaðamenn séu kallaðir til yfirheyrslu í sakamáli; að Bjarni gefi í skyn að hann sé þjófur. Bjarni telur þetta fráleita túlkun. 16. febrúar 2022 11:31
Spyr hvort fréttamenn séu of góðir til að svara spurningum lögreglu Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra spyr hvernig það geti talist alvarlegt mál að lögregla óski eftir því að blaðamenn mæti í skýrslutöku líkt og almennir borgarar. 15. febrúar 2022 22:03