Heilsugæslan tilbúin í slaginn: „Við ætlum að rúlla þessu upp“ Snorri Másson og Viktor Örn Ásgeirsson skrifa 16. febrúar 2022 23:11 Brátt heyrir það sögunni til að sjúklingar í einangrun mæti í athugun hjá göngudeildinni á Birkiborg. Landspítalinn/Þorkell Sóttvarnalæknir telur að faraldur kórónuveirunnar fjari út á næstu vikum. Verið er að loka Covid-göngudeild Landspítalans og fela heilsugæslunni verkefni deildarinnar. Í gamalli leikskólabyggingu við Landspítalann í Fossvogi hefur mikill hluti daglegrar umönnunar Covid-veikra farið fram, en nú er komið að tímamótum. Nú á að loka deildinni - í skrefum á næstu vikum. Sýnt var frá starfseminni á lokametrunum í kvöldfréttum Stöðvar 2: „Ég er að upplifa ákveðinn létti þessa dagana. Mér finnst þetta vera, ekki endilega dagurinn í dag, en undanfarnir dagar og það sem er fram undan finnst mér vera mjög jákvætt og góðar fréttir, að við séum að fara út úr þessari vinnu,“ segir Sólveig Sverrisdóttir deildarstjóri göngudeildarinnar. „Covid-veikindin eru miklu minni en þau voru, þannig að það er svona að fjara út svolítið,“ segir Sólveig. Heilsugæslan tekur nú við verkefnum göngudeildarinnar - að vera í sambandi við sjúklingana - en fárveikt fólk kemur vitaskuld áfram á sjúkrahús. „Ef einhver þarf að hitta lækni og ekki er hægt að leysa það í gegnum fjarþjónustu verður það áfram gert hér. En síðan í framhaldinu er því spáð alla vega að þetta verði bara eins og hver önnur flensuvertíð,“ segir Sólveig. Sóttvarnalæknir bindur vonir við að þjóðin sé á góðri leið inn í hjarðónæmisástand og telur ekki óvarlegt að ætla að um helmingur þjóðarinnar sé búinn að sýkjast og jafnvel gott betur. „Við getum áfram fengið svona einstaklingsbundnar sýkingar en við erum svona að bíða eftir að það fari að slökkva í þessu, sem ætti kannski að gerast á næstu tveimur vikum eða eitthvað svoleiðis,“ segir Þórólfur í samtali við fréttastofu. Sigríður Dóra Magnúsdóttir, framkvæmdastjóri lækninga hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, segist reiðubúin að taka á móti verkefnum göngudeildarinnar. Hún telur að verkefnin verði þó töluvert fleiri en gengur og gerist með hina hefðbundnu haustflensu: „Þetta verður ansi mikið og það eru margir mjög veikir af þessari pest, en sem betur fer eru margir sem sleppa vel, enda vel varðir.“ Sigríður Dóra Magnúsdóttir, framkvæmdastjóri lækninga hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, segir að starfsmenn séu klárir í slaginn.Stöð 2 Sigríður Dóra telur að margir hafi nú þegar heimsótt heilsugæslur á höfuðborgarsvæðinu smitað enda smit orðið töluvert útbreitt í samfélaginu. Fólk með einkenni sé þó hvatt til að leita sér ráðlegginga áður en leitað er til læknis á hefðbundinni heilsugæslu. „Við viljum að fólk hafi samband áður, fái símaráð hjá upplýsingamiðstöð heilsugæslunnar eða 1700, netspjalli Heilsuveru og fái ráð. Ekki koma hingað beint,“ segir Sigríður Dóra. Þið treystið ykkur í þetta? „Já, við höfum tekist á við annað eins. Við munum finna fyrir þessu en við ætlum alveg að rúlla þessu upp.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Landspítalinn Heilsugæsla Tengdar fréttir Heilsugæslan og Læknavaktin taka við Covid-göngudeildinni Heilsugæslan og Læknavaktin munu taka við meginhluta af þjónustu og eftirliti með þeim sem eru veikir af Covid-19 af Landspítala frá og með deginum í dag. Yfirfærslan er í samræmi við þróun faraldursins hér á landi þar sem sífellt færri greinist alvarlega veikir. 16. febrúar 2022 09:41 Mest lesið Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Innlent Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Innlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Innlent Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Erlent Fluttur á slysadeild eftir hópárás Innlent Hvassir vindstrengir og kraparegn með köflum Veður Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Innlent Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Innlent Fleiri fréttir Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð Sjá meira
Í gamalli leikskólabyggingu við Landspítalann í Fossvogi hefur mikill hluti daglegrar umönnunar Covid-veikra farið fram, en nú er komið að tímamótum. Nú á að loka deildinni - í skrefum á næstu vikum. Sýnt var frá starfseminni á lokametrunum í kvöldfréttum Stöðvar 2: „Ég er að upplifa ákveðinn létti þessa dagana. Mér finnst þetta vera, ekki endilega dagurinn í dag, en undanfarnir dagar og það sem er fram undan finnst mér vera mjög jákvætt og góðar fréttir, að við séum að fara út úr þessari vinnu,“ segir Sólveig Sverrisdóttir deildarstjóri göngudeildarinnar. „Covid-veikindin eru miklu minni en þau voru, þannig að það er svona að fjara út svolítið,“ segir Sólveig. Heilsugæslan tekur nú við verkefnum göngudeildarinnar - að vera í sambandi við sjúklingana - en fárveikt fólk kemur vitaskuld áfram á sjúkrahús. „Ef einhver þarf að hitta lækni og ekki er hægt að leysa það í gegnum fjarþjónustu verður það áfram gert hér. En síðan í framhaldinu er því spáð alla vega að þetta verði bara eins og hver önnur flensuvertíð,“ segir Sólveig. Sóttvarnalæknir bindur vonir við að þjóðin sé á góðri leið inn í hjarðónæmisástand og telur ekki óvarlegt að ætla að um helmingur þjóðarinnar sé búinn að sýkjast og jafnvel gott betur. „Við getum áfram fengið svona einstaklingsbundnar sýkingar en við erum svona að bíða eftir að það fari að slökkva í þessu, sem ætti kannski að gerast á næstu tveimur vikum eða eitthvað svoleiðis,“ segir Þórólfur í samtali við fréttastofu. Sigríður Dóra Magnúsdóttir, framkvæmdastjóri lækninga hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, segist reiðubúin að taka á móti verkefnum göngudeildarinnar. Hún telur að verkefnin verði þó töluvert fleiri en gengur og gerist með hina hefðbundnu haustflensu: „Þetta verður ansi mikið og það eru margir mjög veikir af þessari pest, en sem betur fer eru margir sem sleppa vel, enda vel varðir.“ Sigríður Dóra Magnúsdóttir, framkvæmdastjóri lækninga hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, segir að starfsmenn séu klárir í slaginn.Stöð 2 Sigríður Dóra telur að margir hafi nú þegar heimsótt heilsugæslur á höfuðborgarsvæðinu smitað enda smit orðið töluvert útbreitt í samfélaginu. Fólk með einkenni sé þó hvatt til að leita sér ráðlegginga áður en leitað er til læknis á hefðbundinni heilsugæslu. „Við viljum að fólk hafi samband áður, fái símaráð hjá upplýsingamiðstöð heilsugæslunnar eða 1700, netspjalli Heilsuveru og fái ráð. Ekki koma hingað beint,“ segir Sigríður Dóra. Þið treystið ykkur í þetta? „Já, við höfum tekist á við annað eins. Við munum finna fyrir þessu en við ætlum alveg að rúlla þessu upp.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Landspítalinn Heilsugæsla Tengdar fréttir Heilsugæslan og Læknavaktin taka við Covid-göngudeildinni Heilsugæslan og Læknavaktin munu taka við meginhluta af þjónustu og eftirliti með þeim sem eru veikir af Covid-19 af Landspítala frá og með deginum í dag. Yfirfærslan er í samræmi við þróun faraldursins hér á landi þar sem sífellt færri greinist alvarlega veikir. 16. febrúar 2022 09:41 Mest lesið Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Innlent Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Innlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Innlent Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Erlent Fluttur á slysadeild eftir hópárás Innlent Hvassir vindstrengir og kraparegn með köflum Veður Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Innlent Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Innlent Fleiri fréttir Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð Sjá meira
Heilsugæslan og Læknavaktin taka við Covid-göngudeildinni Heilsugæslan og Læknavaktin munu taka við meginhluta af þjónustu og eftirliti með þeim sem eru veikir af Covid-19 af Landspítala frá og með deginum í dag. Yfirfærslan er í samræmi við þróun faraldursins hér á landi þar sem sífellt færri greinist alvarlega veikir. 16. febrúar 2022 09:41