Hætta að bólusetja í höllinni ári síðar Fanndís Birna Logadóttir skrifar 16. febrúar 2022 11:20 Starfsmenn Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins hafa staðið í ströngu undanfarið ár við að bólusetja landsmenn. Vísir/Vilhelm Fjöldabólusetningar hófust í Laugardalshöll í febrúar 2021 og nú ári síðar stendur til að þeim muni ljúka. Þeir sem eiga eftir að fá bólusetningu eða örvunarskammt munu eftir næstu viku geta leitað til heilsugæslunnar. Stefnt er á það að eftir næstu viku verði hætt að bólusetja gegn Covid-19 í höllinni en þetta segir Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, í samtali við fréttastofu. Þannig verður næsta vika sú síðasta í höllinni. „Þannig við erum svona að hvetja fólk til að drífa sig. Það er svo dræm þátttaka, það eru ekki nema svona hundrað að koma á dag þannig við ætlum bara að loka. Þannig að næsta vika verður síðasta vikan,“ segir Ragnheiður. Fjöldabólusetningar hófust í Laugardalshöll í febrúar í fyrra og hafa bólusetningar verið nokkuð stöðugar frá þeim tíma. Að því er kemur fram á vef covid.is hafa nú 78 prósent landsmanna verið fullbólusettir, þar af 81 prósent landsmanna fimm ára og eldri. Rúmlega 288 þúsund eru fullbólusettir. Gera ekki ráð fyrir að opna aftur Til stóð að hætta með bólusetningar í höllinni eftir áramót vegna framkvæmda á svæðinu en eftir að ákvörðun var tekin um að bólusetja börn á aldrinum fimm til ellefu ára var ákveðið að halda áfram. Nú stendur til að hætta en eftir næstu viku verða bólusetningarnar fluttar yfir á heilsugæslustöðvarnar. „Við ætlum bara að koma því þannig fyrir að fólk fari á sína heilsugæslustöð ef það vantar örvunarskammt og bóki bara tíma þar. Færa þetta bara yfir á heilsugæslustöðvarnar af því að þátttakan er dottin niður,“ segir Ragnheiður. „Þannig þetta er allt saman á niðurleið, það er bara jákvætt,“ segir hún enn fremur. Aðspurð um hvort það gæti komið til þess að nýta höllina aftur, til að mynda ef ákveðið verður að bólusetja yngri börn, segir Ragnheiður það ólíklegt. Þá sé sömu sögu að segja um fjórða skammtinn, sem sumir hafa fengið. „Á meðan það eru ekki alvarlegri veikindi þá er ekki talið ásættanlegt að gefa fjórða skammtinn með sama efni fyrir alla. Þannig þetta er bara allt saman á ágætri leið.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Reykjavík Tengdar fréttir Takmörkuðum hópi býðst að fá fjórða skammtinn Einstaklingar sem eru með ákveðna undirliggjandi sjúkdóma eða hafa fengið vissar ónæmisbælandi meðferðir á undanförnum einum til tveimur árum geta sóst eftir því að fá fjórða skammtinn af bóluefni gegn Covid-19. 3. febrúar 2022 15:26 Um þriðjungur fimm ára barna mætt í bólusetningu Um þriðjungur fimm ára barna á höfuðborgarsvæðinu hefur mætt í bólusetningu, en börnin fædd árið 2016 voru boðuð í byrjun síðustu viku. 25. janúar 2022 10:39 Hafa þurft að hlaupa uppi nokkra bólusetningasvindlara Enn ber á því að einstaklingar skrái sig í bólusetningu í Laugardalshöll en freisti þess að láta sig hverfa áður en þeir fá sprautuna. Í nokkrum tilfellum hafa lögreglu- og slökkviliðsmenn hlaupið viðkomandi uppi. 21. janúar 2022 10:36 Mest lesið „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Innlent Minni tekjur góðar fréttir Innlent Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Lífið Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ Innlent „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Innlent Auka sýnileika milli rýma á leikskólum Innlent Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Erlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Innlent Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Erlent Fleiri fréttir Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Sjá meira
Stefnt er á það að eftir næstu viku verði hætt að bólusetja gegn Covid-19 í höllinni en þetta segir Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, í samtali við fréttastofu. Þannig verður næsta vika sú síðasta í höllinni. „Þannig við erum svona að hvetja fólk til að drífa sig. Það er svo dræm þátttaka, það eru ekki nema svona hundrað að koma á dag þannig við ætlum bara að loka. Þannig að næsta vika verður síðasta vikan,“ segir Ragnheiður. Fjöldabólusetningar hófust í Laugardalshöll í febrúar í fyrra og hafa bólusetningar verið nokkuð stöðugar frá þeim tíma. Að því er kemur fram á vef covid.is hafa nú 78 prósent landsmanna verið fullbólusettir, þar af 81 prósent landsmanna fimm ára og eldri. Rúmlega 288 þúsund eru fullbólusettir. Gera ekki ráð fyrir að opna aftur Til stóð að hætta með bólusetningar í höllinni eftir áramót vegna framkvæmda á svæðinu en eftir að ákvörðun var tekin um að bólusetja börn á aldrinum fimm til ellefu ára var ákveðið að halda áfram. Nú stendur til að hætta en eftir næstu viku verða bólusetningarnar fluttar yfir á heilsugæslustöðvarnar. „Við ætlum bara að koma því þannig fyrir að fólk fari á sína heilsugæslustöð ef það vantar örvunarskammt og bóki bara tíma þar. Færa þetta bara yfir á heilsugæslustöðvarnar af því að þátttakan er dottin niður,“ segir Ragnheiður. „Þannig þetta er allt saman á niðurleið, það er bara jákvætt,“ segir hún enn fremur. Aðspurð um hvort það gæti komið til þess að nýta höllina aftur, til að mynda ef ákveðið verður að bólusetja yngri börn, segir Ragnheiður það ólíklegt. Þá sé sömu sögu að segja um fjórða skammtinn, sem sumir hafa fengið. „Á meðan það eru ekki alvarlegri veikindi þá er ekki talið ásættanlegt að gefa fjórða skammtinn með sama efni fyrir alla. Þannig þetta er bara allt saman á ágætri leið.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Reykjavík Tengdar fréttir Takmörkuðum hópi býðst að fá fjórða skammtinn Einstaklingar sem eru með ákveðna undirliggjandi sjúkdóma eða hafa fengið vissar ónæmisbælandi meðferðir á undanförnum einum til tveimur árum geta sóst eftir því að fá fjórða skammtinn af bóluefni gegn Covid-19. 3. febrúar 2022 15:26 Um þriðjungur fimm ára barna mætt í bólusetningu Um þriðjungur fimm ára barna á höfuðborgarsvæðinu hefur mætt í bólusetningu, en börnin fædd árið 2016 voru boðuð í byrjun síðustu viku. 25. janúar 2022 10:39 Hafa þurft að hlaupa uppi nokkra bólusetningasvindlara Enn ber á því að einstaklingar skrái sig í bólusetningu í Laugardalshöll en freisti þess að láta sig hverfa áður en þeir fá sprautuna. Í nokkrum tilfellum hafa lögreglu- og slökkviliðsmenn hlaupið viðkomandi uppi. 21. janúar 2022 10:36 Mest lesið „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Innlent Minni tekjur góðar fréttir Innlent Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Lífið Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ Innlent „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Innlent Auka sýnileika milli rýma á leikskólum Innlent Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Erlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Innlent Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Erlent Fleiri fréttir Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Sjá meira
Takmörkuðum hópi býðst að fá fjórða skammtinn Einstaklingar sem eru með ákveðna undirliggjandi sjúkdóma eða hafa fengið vissar ónæmisbælandi meðferðir á undanförnum einum til tveimur árum geta sóst eftir því að fá fjórða skammtinn af bóluefni gegn Covid-19. 3. febrúar 2022 15:26
Um þriðjungur fimm ára barna mætt í bólusetningu Um þriðjungur fimm ára barna á höfuðborgarsvæðinu hefur mætt í bólusetningu, en börnin fædd árið 2016 voru boðuð í byrjun síðustu viku. 25. janúar 2022 10:39
Hafa þurft að hlaupa uppi nokkra bólusetningasvindlara Enn ber á því að einstaklingar skrái sig í bólusetningu í Laugardalshöll en freisti þess að láta sig hverfa áður en þeir fá sprautuna. Í nokkrum tilfellum hafa lögreglu- og slökkviliðsmenn hlaupið viðkomandi uppi. 21. janúar 2022 10:36