Tengdasonur Akureyrar villtist og missti af ÓL-gulli Sindri Sverrisson skrifar 16. febrúar 2022 08:01 Jarl Magnus Riiber og Sunna Margrét Tryggvadóttir eiga dótturina Ronju. Riiber þykir bestur í heimi í tvíkeppni en gerðist sekur um slæm mistök í Peking, nýlosnaður úr einangrun. @riiberjarl/Getty Norski skíðakappinn Jarl Magnus Riiber gerði sig sekan um ótrúleg mistök þegar langt var komið í tvíkeppni á Vetrarólympíuleikunum í Peking í gær, og missti þar með af ólympíugulli. Riiber, sem er unnusti hinnar akureysku Sunnu Margrétar Tryggvadóttur, vann tvo heimsmeistaratitla og tvö silfurverðlaun á heimsmeistaramótinu í norrænum skíðagreinum í fyrra og var sigurstranglegur fyrir keppnina í gær. Í tvíkeppni er keppt í skíðastökki og skíðagöngu, og var Riiber fremstur eftir skíðastökkið. Hann var með gott forskot en villtist á leiðinni og fór of fljótt í átt að endamarkinu, varð að snúa við og tapaði að minnsta kosti hálfri mínútu auk orku á því. „Mér tókst að fokking gera þetta aftur. Svona er þetta,“ sagði Riiber við NRK, hundóánægður með sjálfan sig eftir keppnina en hann endaði að lokum í 8. sæti, 39,8 sekúndum á eftir landa sínum Jörgen Graabak sem varð ólympíumeistari. Riiber til afsökunar þá er hann búinn að vera lokaður inni á hótelherbergi í Peking, eftir að hafa greinst með kórónuveirusmit þegar hann mætti á svæðið 31. janúar. Það var ekki fyrr en í gær sem hann losnaði alveg og gat sett á sig skíði, en þess vegna gat hann ekki prófað brautina eins og aðrir. „Bestur í heimi“ og vonandi með á morgun Torgeir Björn, sérfræðingur NRK í Noregi, segir mistök Riibers engu að síður hafa verið barnaleg. Sjálfur segist Riiber helst hafa viljað kasta af sér skíðunum þegar hann uppgötvaði hvað hann hafði gert: „Maður var búinn að kynna sér brautina en já… Ég einbeitti mér að tækninni og reyndi að halda rónni og svona. Þegar ég svo leit upp sá ég endalínuna. Þá vildi ég helst taka af mér skíðin,“ sagði Riiber. Riiber gæti enn unnið til gullverðlauna í liðakeppni á morgun en virtist í gær íhuga að hætta við að vera með þar. Fyrrnefndur Graabak vill ekki heyra á það minnst: „Hann er bestur í heimi í tvíkeppni. Auðvitað verður hann með í liðakeppninni. Við klöppum honum á öxlina og hjálpum honum að núllstilla. Hann átti ótrúlega gott skíðastökk og ég er viss um að hann á eftir að standa sig frábærlega [á morgun],“ sagði Graabak. Vetrarólympíuleikar 2022 í Peking Skíðaíþróttir Akureyri Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Enski boltinn Stjarnan - Grindavík | Hilmar Smári snýr aftur í átta liða úrslitum Körfubolti Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti Fleiri fréttir Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Raphinha tryggði Barca titil í fjörugum El Clásico Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Pavel hjálpar Grindvíkingum Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Dísætur sigur Elínar Klöru sem berst um markadrottningartitilinn Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Stólarnir fyrstir í undanúrslit Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Andrea hársbreidd frá því að tryggja stig Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Martin öflugur í öruggum sigri Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Grátlegt tap Jóns Axels Fékk að heyra það frá Lil Wayne og skaut til baka Miðvarðaæði Liverpool Baldvin stórbætti eigið Íslandsmet Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fá nýjan Kana í harða baráttu Spenna og stórskemmtun „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Sjá meira
Riiber, sem er unnusti hinnar akureysku Sunnu Margrétar Tryggvadóttur, vann tvo heimsmeistaratitla og tvö silfurverðlaun á heimsmeistaramótinu í norrænum skíðagreinum í fyrra og var sigurstranglegur fyrir keppnina í gær. Í tvíkeppni er keppt í skíðastökki og skíðagöngu, og var Riiber fremstur eftir skíðastökkið. Hann var með gott forskot en villtist á leiðinni og fór of fljótt í átt að endamarkinu, varð að snúa við og tapaði að minnsta kosti hálfri mínútu auk orku á því. „Mér tókst að fokking gera þetta aftur. Svona er þetta,“ sagði Riiber við NRK, hundóánægður með sjálfan sig eftir keppnina en hann endaði að lokum í 8. sæti, 39,8 sekúndum á eftir landa sínum Jörgen Graabak sem varð ólympíumeistari. Riiber til afsökunar þá er hann búinn að vera lokaður inni á hótelherbergi í Peking, eftir að hafa greinst með kórónuveirusmit þegar hann mætti á svæðið 31. janúar. Það var ekki fyrr en í gær sem hann losnaði alveg og gat sett á sig skíði, en þess vegna gat hann ekki prófað brautina eins og aðrir. „Bestur í heimi“ og vonandi með á morgun Torgeir Björn, sérfræðingur NRK í Noregi, segir mistök Riibers engu að síður hafa verið barnaleg. Sjálfur segist Riiber helst hafa viljað kasta af sér skíðunum þegar hann uppgötvaði hvað hann hafði gert: „Maður var búinn að kynna sér brautina en já… Ég einbeitti mér að tækninni og reyndi að halda rónni og svona. Þegar ég svo leit upp sá ég endalínuna. Þá vildi ég helst taka af mér skíðin,“ sagði Riiber. Riiber gæti enn unnið til gullverðlauna í liðakeppni á morgun en virtist í gær íhuga að hætta við að vera með þar. Fyrrnefndur Graabak vill ekki heyra á það minnst: „Hann er bestur í heimi í tvíkeppni. Auðvitað verður hann með í liðakeppninni. Við klöppum honum á öxlina og hjálpum honum að núllstilla. Hann átti ótrúlega gott skíðastökk og ég er viss um að hann á eftir að standa sig frábærlega [á morgun],“ sagði Graabak.
Vetrarólympíuleikar 2022 í Peking Skíðaíþróttir Akureyri Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Enski boltinn Stjarnan - Grindavík | Hilmar Smári snýr aftur í átta liða úrslitum Körfubolti Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti Fleiri fréttir Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Raphinha tryggði Barca titil í fjörugum El Clásico Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Pavel hjálpar Grindvíkingum Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Dísætur sigur Elínar Klöru sem berst um markadrottningartitilinn Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Stólarnir fyrstir í undanúrslit Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Andrea hársbreidd frá því að tryggja stig Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Martin öflugur í öruggum sigri Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Grátlegt tap Jóns Axels Fékk að heyra það frá Lil Wayne og skaut til baka Miðvarðaæði Liverpool Baldvin stórbætti eigið Íslandsmet Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fá nýjan Kana í harða baráttu Spenna og stórskemmtun „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Sjá meira