Innlent

Barnið komið upp úr sprungunni og aðgerðir afturkallaðar

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Björgunarsveitir hafa verið kallaðir út til að bjarga barni sem féll í sprungu á Þingvöllum.
Björgunarsveitir hafa verið kallaðir út til að bjarga barni sem féll í sprungu á Þingvöllum. Vísir/Vilhelm

Betur fór en á horfðist þegar barn féll í sprungu nærri Hakinu, þjónustumiðstöðinni á Þingvöllum, á öðrum tímanum í dag. Fjölmennt lið björgunarsveitarfólks var kallað út og þyrla Gæslunnar ræst út.

RÚV greindi fyrst frá slysinu.

Karen Ósk Lárusdóttir, verkefnastjóri hjá Landsbjörg, segir í samtali við fréttastofu að barnið hafi náðst upp úr sprungunni um tvöleytið. Verið væri að meta stöðuna en að henni skildist væri í lagi með barnið.

Verið væri að afturkalla aðgerðir á svæðinu en óskað hafði verið meðal annars eftir fjallabjörgunarfólki vegna aðstæðna á vettvangi. 

Fréttin var síðast uppfærð klukkan 14:17.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×