Magnús D. Norðdahl býður sig fram hjá Pírötum í borginni Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 15. febrúar 2022 13:08 Magnús D. Norðdahl lögmaður gefur kost á sér í 2.-4. sæti hjá Pírötum í borginni. Aðsend Magnús D. Norðdahl lögmaður hefur ákveðið að gefa kost á sér í 2.-4. sæti í prófkjöri Pírata í borginni fyrir komandi borgarstjórnarkosningar. Magnús hefur starfað sjálfstætt sem lögmaður og meðal annars sinnt hælisleitendum en hann segir í tilkynningu að málaflokkur þeirra sé í eðli sínu pólitískur. Barátta hans á þeim vettvangi hafi skilað árangri fyrir fjölda einstaklinga og fjölskyldna sem áður hafi horft fram á brottvísun úr landi en hafi fengið tækifæri til að setjast að hér á landi. „Sem stjórnmálamaður langar mig almennt að útvíkka baráttu mína þannig að unnið sé að heildstæðum kerfisbreytingum til hagsbóta fyrir þá hópa samfélagsins sem hafa boriið skarðan hlut frá borði, hvort sem það er fólk sem hefur misst vinnuna, láglaunafólk, erlent vinnuafl, hælisleitendur, vanrækt börn eða sá stóri hópur sem hvorki hefur efni á húsnæði til leigu né kaupa svo dæmi séu nefnd,“ skrifar Magnús í tilkynningu. Hann segir baráttuna enn þá sömu en hún sé háð á öðrum og stærri vettvangi stjórnmálanna þar sem tækifæri gefist til að efla hag fleiri einstaklinga á heildstæðum grunni. Hann segir það ekki síst á sveitarstjórnarstigi þar sem ráðandi öflum hverju sinni gefist tækifæri til að bæta lífsgæði jaðarsettra hópa. „Að öðru leyti tel ég að Píratar í borgarstjórn síðustu árin hafi unnið ákaflega gott starf, sama hvort litið er til eflingu lýðræðis, dreifingu valds, gagnsæis, stafrænnar umbyltingar, baráttu gegn heimilisleysi eða aukinni áherslu á mannréttindavernd.“ Magnús Davíð leiddi lista Pírata í Norðvesturkjördæmi í þingkosningunum í september síðastliðnum en náði þar ekki kjöri. Sveitarstjórnarkosningar 2022 Píratar Reykjavík Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Margt bendi til þess að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Fleiri fréttir Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Sjá meira
Magnús hefur starfað sjálfstætt sem lögmaður og meðal annars sinnt hælisleitendum en hann segir í tilkynningu að málaflokkur þeirra sé í eðli sínu pólitískur. Barátta hans á þeim vettvangi hafi skilað árangri fyrir fjölda einstaklinga og fjölskyldna sem áður hafi horft fram á brottvísun úr landi en hafi fengið tækifæri til að setjast að hér á landi. „Sem stjórnmálamaður langar mig almennt að útvíkka baráttu mína þannig að unnið sé að heildstæðum kerfisbreytingum til hagsbóta fyrir þá hópa samfélagsins sem hafa boriið skarðan hlut frá borði, hvort sem það er fólk sem hefur misst vinnuna, láglaunafólk, erlent vinnuafl, hælisleitendur, vanrækt börn eða sá stóri hópur sem hvorki hefur efni á húsnæði til leigu né kaupa svo dæmi séu nefnd,“ skrifar Magnús í tilkynningu. Hann segir baráttuna enn þá sömu en hún sé háð á öðrum og stærri vettvangi stjórnmálanna þar sem tækifæri gefist til að efla hag fleiri einstaklinga á heildstæðum grunni. Hann segir það ekki síst á sveitarstjórnarstigi þar sem ráðandi öflum hverju sinni gefist tækifæri til að bæta lífsgæði jaðarsettra hópa. „Að öðru leyti tel ég að Píratar í borgarstjórn síðustu árin hafi unnið ákaflega gott starf, sama hvort litið er til eflingu lýðræðis, dreifingu valds, gagnsæis, stafrænnar umbyltingar, baráttu gegn heimilisleysi eða aukinni áherslu á mannréttindavernd.“ Magnús Davíð leiddi lista Pírata í Norðvesturkjördæmi í þingkosningunum í september síðastliðnum en náði þar ekki kjöri.
Sveitarstjórnarkosningar 2022 Píratar Reykjavík Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Margt bendi til þess að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Fleiri fréttir Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Sjá meira