Opið bréf til Sævars Péturssonar vegna framboðs Helga Benediktsdóttir, Hulda Hrund Sigmundsdóttir, Ninna Karla Katrínardóttir, Ólöf Tara Harðardóttir, Tanja M. Ísfjörð og Þórhildur Gyða Arnarsdóttir skrifa 15. febrúar 2022 11:01 Það þarf ekki að rifja upp langt aftur í tímann hvers vegna það er verið að kjósa nýjan formann innan Knattspyrnusambands Íslands, KSÍ. „Þörf er á hugarfarsbreytingu, tími þöggunar og einhvers konar yfirhylmingar er liðinn“, „...um leið tel ég mikilvægara í dag að taka stöðu með þolendum til þess að breytingar verði að veruleika því það er sannarlega kominn tími á slíkt“. Ofangreindar tilvitnanir eru úr Facebook færslum Sævars Péturssonar frá 31. ágúst og 8. september 2021. Nú hefur Sævar boðið sig fram til formanns KSÍ en í tilkynningu hans um framboð nefnir hann hvergi ofbeldismál, þöggun, yfirhylmingu né þolendur. Ástæða þess að verið er að kjósa nýjan formann KSÍ er sú að fyrrum formaður og stjórn brugðust þolendum algjörlega. Það tengist ekki fjármálum, þjóðarleikvangi eða öðrum málefnum fótboltans. Það tengist þolendum og einungis þolendum. Það er því áhugavert að ofbeldismál innan Knattspyrnuhreyfingarinnar komi hvergi fram sem helstu áherslur Sævars í framboðinu. Þolendur innan sem utan vallar þurfa að fá tækifæri til að finna sig aftur innan hreyfingarinnar. Þolendur og iðkendur þurfa að upplifa traust og öryggi í garð hreyfingarinnar til að trúa því að á þau verði hlustað kjósi þau að segja frá ofbeldi. Við teljum að það sé erfitt að setja fótboltann strax í fyrsta sæti þegar öryggi iðkenda er ekki tryggt. Við teljum nauðsynlegt að tryggja öryggi iðkenda innan hreyfingarinnar og að okkar mati ætti það að vera í forgangi og í kjölfarið kemur allt hitt. Með öryggi vex hreyfingin. Þær áherslur sem Sævar kom inn á í framboðs tilkynningu sinni eru góðar og gildar en á sama tíma veltum við fyrir okkur hvers vegna það sé hvergi minnst á ofbeldismál og þolendur. Við viljum því spyrja þig beint, Sævar; 1. Hvers vegna eru ofbeldismál, þöggun, yfirhylming og þolendur ekki meðal helstu áhersla í framboðstilkynningu þinni? 2. Hvernig hyggst þú taka stöðu með þolendum til þess að breytingar innan hreyfingarinnar verði að veruleika líkt og þú segir sjálfur 8. september 2021 í færslu á Facebook? 3. Hvernig ætlar þú styðja við þolendur sem leita til KSÍ vegna ofbeldi af hálfu leikmanna innan knattspyrnuhreyfingarinnar? 4. Munt þú leita til sérfræðinga í málaflokki ofbeldis til að fá ráðleggingar um hvernig eigi að taka á ofbeldismálum sem kom inn á borð KSÍ? 5. Hefur þú hugsað þér að taka til skoðunar siðareglur KSÍ, sem skortir, líkt og tilkynning þín til framboðs, allt sem kemur inn á ofbeldi og þolendur þess Höfundar eru stjórnarmenn í aktívistasamtökunum Öfgum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein KSÍ Mest lesið Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Þarf alltaf að vera svín? Harpa Kristbergsdóttir Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar Skoðun Manni verður kalt ef maður pissar í skóinn sinn Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Skautun eða tvíhyggja? Þóra Pétursdóttir skrifar Skoðun Egóið er í hégómanum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Dæmalaus málflutningur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grýtt eða greið leið? Þröstur Sæmundsson skrifar Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hugleiðing um listamannalaun III Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmalaust mál Sigursteinn Másson skrifar Skoðun „Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsið, ábyrgð og Snorri Másson Bjarndís Helga Tómasdóttir ,Kári Garðarsson skrifar Skoðun Þegar Trölli stal atkvæðum Eyjólfur Ingvi Bjarnason skrifar Skoðun Forréttindablinda strákanna í Viðskiptaráði Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Tækifæri gervigreindar í menntun Páll Ásgeir Torfason skrifar Skoðun Sjálfstæð hugsun á tímum gervigreindar Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Framtíð menntunar er í einkarekstri Unnar Þór Sæmundsson skrifar Skoðun Er lítil samkeppni á fjármálamarkaði? Gústaf Steingrímsson skrifar Sjá meira
Það þarf ekki að rifja upp langt aftur í tímann hvers vegna það er verið að kjósa nýjan formann innan Knattspyrnusambands Íslands, KSÍ. „Þörf er á hugarfarsbreytingu, tími þöggunar og einhvers konar yfirhylmingar er liðinn“, „...um leið tel ég mikilvægara í dag að taka stöðu með þolendum til þess að breytingar verði að veruleika því það er sannarlega kominn tími á slíkt“. Ofangreindar tilvitnanir eru úr Facebook færslum Sævars Péturssonar frá 31. ágúst og 8. september 2021. Nú hefur Sævar boðið sig fram til formanns KSÍ en í tilkynningu hans um framboð nefnir hann hvergi ofbeldismál, þöggun, yfirhylmingu né þolendur. Ástæða þess að verið er að kjósa nýjan formann KSÍ er sú að fyrrum formaður og stjórn brugðust þolendum algjörlega. Það tengist ekki fjármálum, þjóðarleikvangi eða öðrum málefnum fótboltans. Það tengist þolendum og einungis þolendum. Það er því áhugavert að ofbeldismál innan Knattspyrnuhreyfingarinnar komi hvergi fram sem helstu áherslur Sævars í framboðinu. Þolendur innan sem utan vallar þurfa að fá tækifæri til að finna sig aftur innan hreyfingarinnar. Þolendur og iðkendur þurfa að upplifa traust og öryggi í garð hreyfingarinnar til að trúa því að á þau verði hlustað kjósi þau að segja frá ofbeldi. Við teljum að það sé erfitt að setja fótboltann strax í fyrsta sæti þegar öryggi iðkenda er ekki tryggt. Við teljum nauðsynlegt að tryggja öryggi iðkenda innan hreyfingarinnar og að okkar mati ætti það að vera í forgangi og í kjölfarið kemur allt hitt. Með öryggi vex hreyfingin. Þær áherslur sem Sævar kom inn á í framboðs tilkynningu sinni eru góðar og gildar en á sama tíma veltum við fyrir okkur hvers vegna það sé hvergi minnst á ofbeldismál og þolendur. Við viljum því spyrja þig beint, Sævar; 1. Hvers vegna eru ofbeldismál, þöggun, yfirhylming og þolendur ekki meðal helstu áhersla í framboðstilkynningu þinni? 2. Hvernig hyggst þú taka stöðu með þolendum til þess að breytingar innan hreyfingarinnar verði að veruleika líkt og þú segir sjálfur 8. september 2021 í færslu á Facebook? 3. Hvernig ætlar þú styðja við þolendur sem leita til KSÍ vegna ofbeldi af hálfu leikmanna innan knattspyrnuhreyfingarinnar? 4. Munt þú leita til sérfræðinga í málaflokki ofbeldis til að fá ráðleggingar um hvernig eigi að taka á ofbeldismálum sem kom inn á borð KSÍ? 5. Hefur þú hugsað þér að taka til skoðunar siðareglur KSÍ, sem skortir, líkt og tilkynning þín til framboðs, allt sem kemur inn á ofbeldi og þolendur þess Höfundar eru stjórnarmenn í aktívistasamtökunum Öfgum.
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar
Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun „Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson skrifar
Skoðun Tjáningarfrelsið, ábyrgð og Snorri Másson Bjarndís Helga Tómasdóttir ,Kári Garðarsson skrifar