Mokuðu bílinn út með „kúst og fæjó“ Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 14. febrúar 2022 21:00 Margir voru í brasi í morgun. stöð2 Íbúar á Suðvesturlandi voru margir hverjir í stökustu vandræðum með að komast til vinnu vegna snjóþunga og mátti sjá fólk beita ýmsum aðferðum til þess að losa bíla. Búast má viðað fólk muni lenda í vandræðum í húsagötum sínum næstu daga. Svona hófst morgun margra á Suðvesturlandi en víða mátti sjá fasta bíla og fólk sem átti í erfiðleikum með að komast til vinnu vegna snjóþungans. Í myndbandinu má sjá hvernig staðan var klukkan tíu í morgun. Snjór í skónum og eigendur bíla notuðu aðrar leiðir til þess að komst til vinnu. Hvernig gengur þetta? „Þetta gengur ágætlega,“ sagði Elín sem var að skafa af bílnum í morgun til þess að komast til vinnu. „Þetta er mikill snjór. Mér finnst það gaman. Nema núna, núna er ekki gaman,“ sagði Simon sem var að reyna að koma bílnum af stað. Heldur þú að þú komist út? „Já ég held það, en ég hef einn til þess að hjálpa mér ef að á þarf að halda,“ sagði Elín. Hvernig ætlið þið að komast? „Það verður vandamál. Þetta er flókið,“ sögðu Jannis og George. Gengur þetta? „Já. Það þarf bara að moka þetta,“ sagði Þórarinn á meðan hann mokaði frá tröppunum að heimilnu. Elín mokaði bílinn út úr stæðinu í morgun.stöð2 Ömurlega leiðinlegur Hvernig finnst þér snjórinn? „Mér finnst hann alveg ömurlega leiðinlegur,“ sagði Elín sem bætti því við að hún væri komin með nóg af snjónum. Ýmsar aðferðir voru notaðar til þess að mæta ástandinu. Þessir herramenn hér mokuðu bílinn út með nokkuð óhefðbundinni aðferð sem sjá má í myndbandinu. Snjómokstursmenn Reykjavíkurborgar hafa ekki undan við að halda götum opnum. Skrifstofustjóri umhverfis- og skipulagssviðs borgarinnar segir að húsagötur séu síðastar í forgangsröðun og því má búast við að fólk lendi í vandræðum í húsagötum næstu daga. Færð á vegum var slæm í dag og víða flughált. Vegir um Kjalarnes, Hellisheiði, Þrengsli og Mosfellsheiði eru lokaðir vegna veðurs og gular viðvaranir í gildi. Veður Reykjavík Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira
Svona hófst morgun margra á Suðvesturlandi en víða mátti sjá fasta bíla og fólk sem átti í erfiðleikum með að komast til vinnu vegna snjóþungans. Í myndbandinu má sjá hvernig staðan var klukkan tíu í morgun. Snjór í skónum og eigendur bíla notuðu aðrar leiðir til þess að komst til vinnu. Hvernig gengur þetta? „Þetta gengur ágætlega,“ sagði Elín sem var að skafa af bílnum í morgun til þess að komast til vinnu. „Þetta er mikill snjór. Mér finnst það gaman. Nema núna, núna er ekki gaman,“ sagði Simon sem var að reyna að koma bílnum af stað. Heldur þú að þú komist út? „Já ég held það, en ég hef einn til þess að hjálpa mér ef að á þarf að halda,“ sagði Elín. Hvernig ætlið þið að komast? „Það verður vandamál. Þetta er flókið,“ sögðu Jannis og George. Gengur þetta? „Já. Það þarf bara að moka þetta,“ sagði Þórarinn á meðan hann mokaði frá tröppunum að heimilnu. Elín mokaði bílinn út úr stæðinu í morgun.stöð2 Ömurlega leiðinlegur Hvernig finnst þér snjórinn? „Mér finnst hann alveg ömurlega leiðinlegur,“ sagði Elín sem bætti því við að hún væri komin með nóg af snjónum. Ýmsar aðferðir voru notaðar til þess að mæta ástandinu. Þessir herramenn hér mokuðu bílinn út með nokkuð óhefðbundinni aðferð sem sjá má í myndbandinu. Snjómokstursmenn Reykjavíkurborgar hafa ekki undan við að halda götum opnum. Skrifstofustjóri umhverfis- og skipulagssviðs borgarinnar segir að húsagötur séu síðastar í forgangsröðun og því má búast við að fólk lendi í vandræðum í húsagötum næstu daga. Færð á vegum var slæm í dag og víða flughált. Vegir um Kjalarnes, Hellisheiði, Þrengsli og Mosfellsheiði eru lokaðir vegna veðurs og gular viðvaranir í gildi.
Veður Reykjavík Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira